Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 58
VIÐSKIPTI — Almennt má að segja að menn hafi séð raunverlega möguleika á því að sameina fyrirtæki vegna tilvistar sjóðsins. Það er ekki hægt að búa til einhverja „afrekaskrá" sjóðs- ins um fyrirtæki, því ekki er alltaf mögulegt að greina á milli ábendinga sjóðsins og frum- kvæði heimamanna. Yfirleitt helst þetta í hendur. í fljótu bragði man ég eftir þremur tilfellum þar sem ein sex fyrirtæki eru komin langt á braut sameiningar. En sameining fyrirtækja, stærri fyrirtæki, eru ekki endilega besta lausnin, þó sú aðferð eigi sums staðar við. Smærri fyrirtæki eiga oft mikla mögu- leika eftir uppstokkun af þessum toga og við erum þegar farin að sjá batamerki víða. Að- alvandi íslenskra fyrirtækja er yfirleitt léleg eiginfjárstaða og gildir sama fyrir smá fyrir- tæki og stór. Með styrkingu eiginfjár er oft hægt að gera kraftaverk. En hefur vandi íslcnskra fyrirtækja ekki aðallega falist í almennt siæmum rekstrar- skilyrðum, kljást þau ekki við of mikinn fjár- magnskostnað, verbólgu og hávexti, ekki gerir sjóðurinn neitt við því? — Pað er alveg rétt, rekstarskilyrði hafa verið hæpin um langa hríð hér í landinu. En það má ekki gleyma því að í sjávarútvegi hafa átt sér stað miklar breytingar á undan- förnum árum. Frysting hefur færst út á sjó, fersfisksala aukist, nýir markaðir eru að vinnast og dregið hefur úr mikilvægi ann- arra. Þessar breytingar hafa komið misjafn- lega niður á fyrirtækjunum og þau verið mis- vel í stakk búin til að mæta þeim, þar af leiðandi duga almennar aðgerðir skammt. Þessi atriði hafa að mínu mati ekki verið nógu vel dregin inn í þá umræðu um stöðu sjávarútvegsins sem nú fer fram. Öllum at- vinnuháttabreytingum fylgja eftirköst; t.d. að fjármunir, fjárfestingar, sem fólust í eldri atvinnuháttum, nýtast ekki jafnvel í nýrri atvinnuháttum. Á sama tíma er ávöxtunar- „Það væri hægt að leggja marga sjóði niður og sameina þá, stokka sjóðakerfið upp“. krafa á fjármagn yfirþyrmandi og enginn at- vinnurekstur stenst slíkar kröfur til lengdar, hvað þá atvinnugreinar sem ganga samtímis í gegnum atvinnuháttabreytingar. Raunvextir hafa hopað ögn undan veruleikanum og þeir verða að nást lengra niður ef okkur á að farnast vel í efnahagslífinu. Nú hafa ekki einungis þingmenn Sjáifstæð- isflokks og Kvennalista gagnrýnt sjóðinn. Verkalýðshreyfingin hefur neitað að taka við bréfum frá sjóðnum, hvers vegna? — Jú það hafa verið í gangi ákveðnir orðaleikir með ,.ríkisábyrgð“, en hin raun- verlega ástæða þess að Samband almennra lífeyrissjóða hefur ekki verið áfram um að kaupa bréfin er að mínu mati sú, að þeim finnast vextirnir sem boðið er upp á, 5% umfram verðtryggingu, vera of lágir. Verka- lýðshreyfingin er því í þeirri undarlegu að- stöðu að vera að berjast á móti háu vöxtun- um almennt í þjóðfélaginu, en í praxis vill hún halda í háa vexti fyrir sitt lífeyrissjóða- kerfi. En sem betur fer er verkalýðshreyfing- in ekki öll undir þessa sök seld; ég vek at- hygli á því að Verkamannasamband íslands hefur skorað á lífeyrissjóði að kaupa bréfin frá Atvinnutryggingasjóði. Ástæðan er sjálf- sagt sú, að innan VMSÍ eru mörg félög á landsbyggðinni, þar sem gengi sjávarútvegs- fyrirtækja er samofið stöðu atvinnulífsins og þar ríkir næmari skilningur á þeim efnahags- veruleika sem er fyrir hendi í landinu. Andstaða margra við Atvinutryggingasjóð byggist á tortryggni gagnvart sjóðakerfinu í heild sinni, þeim frumskógi sjóða sem er fyrir hendi á Islandi. Finnst þér ekki sú tortryggni eðlileg? — Auðtvitað er sú tortryggni skiljanleg. Ástæðan er fyrst og fremst sú að víða rná rekja óskynsamlegar fjárfestingar til þessa sjóðakerfis. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það væri hægt að leggja niður marga sjóði og sameina þá, stokka sjóðakerfið upp. Reynd- ar tel ég það nauðsynlegt. Á sínum tíma var ekkert óeðlilegt að atvinnugreinasjóðir kæmu upp, en þeir er fæstir lengur í takt við þær breytingar sem orðið hafa í efnahagslífi okkar. Og hið óhagkvæma bankakerfi okkar er hluti af þessum vanda, of margar og smáar einingar sem geta illa sinnt þörfum atvinnu- lífsins og vísa fyrirtækjunum í sjóðafrum- skóginn í stað þess að taka þátt og áhættu í uppbyggingu atvinnulífsins. Atvinnutrygg- ingasjóðurinn er til orðinn við sérstakar að- stæður til lausnar ákveðnum vanda. Sjóður- inn er áreiðanlega ekki til þess kominn að vera til um aldur og eilífð, heldur til þessara sérstöku verkefna. Hann er til aðstoðar öll- um útflutningsgreinum landsmanna á ákveðnu tímabili og innan fárra missera verður vonandi ekki þörf fyrir hann lengur, sagði Jóhann Antonsson að lokum. Óskar Guðmundsson Aburður - Mold - Fræ - Plastpottar Leirpottar - Sjálfvökvunarkerfi Vorlaukar Höfum opið frá 10-19. mán-laugard. Sunnudaga 13-19 GARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð SUÐURHLÍÐ 35 - 105 REYKJAVÍK SÍMI 40500 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.