Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 61
UMHVERFI Skipið Stena Arctica er 30 þúsund tonna flutningaskip og hefur áður verið notað í leiðöngrum bæði við Norður- og Suðurskautið. Skoðar fugla á Suður- skauts- landinu Guðmundur Guðmundsson líffrœðingur, sem leggur stund á doktorsnám í Svíþjóð tekinn tali. Hann mun sœkja Suðurskautið heim í stœrsta rannsóknarleið- angri Svía, þar sem annar íslend- ingur, Ólafur Ingólfsson, verður einnig með í för. Tveir íslendingar munu sækja Suðurs- kautslandið heim í vetur. Áður hefur Þjóðlíf (6.tbI.1988) sagt frá Suðurskautslandinu og átt viðtal við Ólaf Ingólfsson og nýlega spurð- ist að annar íslendingur yrði í rannsóknar- leiðangri Svía til Suðurskautslandsins í vet- ur. Sá heitir Guðmundur A. Guðmundsson og er líffræðingur að mennt. Enn heyrir það frekar til tíðinda en hitt að íslendingar vistist þarna suður frá svo ég hélt til fundar við Guðmund til að fá nánari fréttir. Hann býr á Kámnarsvágen hér í bæ en þar og í grennd er stærsta nýlenda íslendinga í Lundi. Með Guðmundi búa kona hans, Sól- veig Grétarsdóttir, og tvíburar þeirra, Jó- hanna Fríða og Grétar Örn. Sólveig leggur stund á doktorsnám í sameindaerfðafræði og vinnur við rannsóknir á margendurteknu DNA í hvölum. Þetta er verkefni sem Úlfur Árnason landi vor hefur staðið fyrir hér, en hann er dósent við erfðafræðistofnun há- skólans í Lundi. Minnkandi fjöldi sjófugla Hvað hafið þið verið lengi hérna í Lundi? — I tvö ár. Við komum í ágúst 1986. Ég lauk prófi í líffræði heima 1983 og þá um haustið fórum við til Englands og vorum í eitt ár. Ég tók þar masterspróf í vistfræði frá háskólanum í Durham á norður Englandi. Svo komu nú tvíburarnir, svo við tókum okkur tveggja ára hlé frá námi og ég vann þá á Líffræðistofnun háskólans hjá Arnþóri Garðarssyni prófessor í dýrafræði. Þar vann ég fyrst og fremst við sjófuglaverkefni hans. Sat við víðsjá og taldi sjófugla í björgum af loftmyndum. Þannig hefur verið reynt að fá fram heildartölu sjófugla á íslandi og gengið nokkuð vel. Það sem vantar núna eru fyrst og fremst upplýsingar um lunda og fýl. Hvaða hnýsni er þetta? Afhverju viljið þið endilega vita hvað fuglarnir eru niargir? — Einhvers staðar verður nú að byrja. Raunar eru til eldri fjöldatölur. Þorsteinn Einarsson fyrrum íþróttafulltrúi og áhuga- maður um fuglaskoðun var brautryðjandi á þessu sviði á Islandi og hefur metið fjölda svartfugla í björgum víða um land. Hann taldi hversu margir fuglar eru á sillumetra og mat síðan fjölda slíkra sillumetra í björgun- um og margfaldaði. Og merkilegt nokk komst Þorsteinn að svipaðri niðurstöðu og við höfum verið að fá, allavega í stærðar- gráðu. Verkefni Arnórs er fyrst og fremst að reyna að fá einhvern grunn fyrir framtíðina. Víða í N-Atlantshafi virðast stofnar margra sjófuglategunda hafa minnkað undanfarin ár. Raunar hefur á nokkrum stöðum orðið algert hrun, svo sem við Norður-Noreg þar sem svartfuglinn er hreinlega horfinn frá stórum svæðum. Á íslandi hefur ekki orðið vart neinna breytinga en með þessu er kom- inn fyrsti grunnur til að unnt sé að meta af einhverju viti stöðu mála. Það má hugsa sér að endurtaka á einhverra ára fresti slíkar 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.