Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 63
UMHVERFI Guðmundur A.Guðmundsson líffræðingur. Doktorsverkefni mitt snýst fyrst og fremst um farfugla á íslandi, umferðarfugla... hvaðan þeir koma og hvert þeir fara. Nú vitum við að vísu á grundvelli merkinga hvar þessar tegundir hafa vetursetu en spurningin er um farleiðir til og frá landinu. Koma þeir beint af hafi, fylgja þeir ströndinni, fljúga þeir yfir landið eða krækja þeir framhjá? Aðaltilgangurinn er þó að reyna að ákvarða hvert þessar tegundir eru að fara. Það er mjög óljóst með þessa umferðarfugla, sér- staklega vaðfuglana, hvort þeir eru á leið til Kanada eða Grænlands. — Yfirleitt hefur því verið haldið fram af Islendingum að fargestir okkar að vori séu á leið til Grænlands. Menn segja rauðbrysting- inn t.d. á leið til Grænlands en ég vil halda því fram, og hef orðið góð rök fyrir, að hann fari að mestu leyti til Kanada. Endurheimtur merktra fugla segja okkur að einhver hluti stofnsins fari þangað og ég fullyrði að hann fari nánast allur til Kanada. Ég hef fylgst með brottför þeirra beint með sjónaukum, mælt stefnur þeirra, flughraða og hópstærðir þegar þeir yfirgefa landið og einnig staðið að radarathugunum í Keflavík. — A vorin, eða í lok maí, þegar þeir hafa fitað sig á Islandi í u.þ.b. þrjár vikur og eru orðnir akfeitir halda þeir áfram. Þeir taka stefnu í norðvestur, u.þ.b. 300° þegar þeir fara. Það er sem sagt beint á Grænlands- jökul, en þar eiga þeir engin varpheimkynni, því hljóta þeir að halda áfram yfir jökulinn og til Arktísku eyjanna í Kanada. Þetta pass- ar mjög vel við sambærilegar athuganir sem gerðar voru á Grænlandi fyrir nokkrum ár- um síðan og m.a. leiðbeinandi minn, Thom- as Alerstam stóð fyrir. Þá notaði hann ratsjá ameríska hersins til að fylgjast með fuglum á austurströnd Grænlands. Stefna þeirra fugla sem hann fékk inn á vorin á vesturleið (sennilega frá íslandi) var nákvæmlega sú sama og ég hef fengið. Þeir stefndu sem sagt upp á jökulinn og þar með yfir. — Grænlandsjökull er um 3000 metrar á hæð þar sem þeir fara yfir. Fyrst rúmum sólarhring eftir brottför frá íslandi eru þeir komnir yfir jökulinn og þá aðeins hálfnaðir með ferð sína á varpstöðvarnar. Þeir þurfa því að vera vel feitir þegar lagt er í hann. Einnig getur jú komið fyrir að vori seint og allt sé á kafi í snjó við komuna til varpstöðva, þannig að fuglarnir verða að vera það vel á sig komnir að þeir geti þraukað í einhverja daga þó þeir komist ekki í fæði. Það hefur svo sem komið fyrir að fuglarnir hafa fundist dauðir í hrönnum, einfaldlega fallið úr hor. Mín skoðun er því sú, að það sé lífsnauðsyn fyrir þá að koma við á íslandi á vorin og fita sig, til að eiga einhverja möguleika á að lifa ferðalagið af og ljúka varpi. Þeir fljúga þetta sem sagt í striklotu? — Það er talið já. Það eru engir þekktir áningarstaðir á leiðinni og tímasetningin fyrir rauðbrystinginn, tildruna og sanderl- una bendir til beins flugs. Það er tiltölulega auðvelt að ákvarða hvenær þeir fara því skil- in eru mjög glögg. Fuglarnir hverfa snögg- lega frá íslandi og um það bil tveim til þrem dögum síðar eru þeir komnir á varpstöðvarn- ar. Þetta er um 3000 km flug. Þessi tengsl milli Norður-Kanada og Evrópu eru svo sem þekkt fyrir þó nokkru. En ég vonast til að geta sýnt fram á hversu mikil þessi tengsl eru, svo og að fuglar sem hafa viðkomu á íslandi séu ekki á leið til Grænlands, heldur til Kanada. En tengslin milli verkefnis þíns heima og svo þess sem til stendur við Suðurskautsland- ið virðast mér nokkuð laus. — Þetta verkefni mitt hefur nú í sjálfu sér alltaf verið mjög opið en það varð vissulega að víkka það nokkuð til að fella Suðurskaut- ið inn í. Nú er mitt verkefni á íslandi að vísu mjög lýsandi eða deskriptivt, svo slett sé út- lensku. Þetta eru hreinar grunnrannsóknir, því mjög lítið hefur verið gert á þessu sviði á íslandi og þá er oft erfitt að takmarka sig. maður kemur víða við. Verkefnistitlinum hefur því verið haldið opnum og við komum til með að opna hann enn meira til að tengja pólana sarnan. Farkerfi á heimskautasvœð- um gæti þetta þá kallast eða eitthvað í þeim dúr. Farfuglar á Suðurskauti Þið ætlið sem sagt að skoða farfugla þarna á Suðurskautinu? — Að mestu leyti já. Það eru fáir stað- fuglar þar, tvær eða þrjár tegundir. Við kom- um síðsumars (á Suðurskautsmælikvarða) og erum fram á haust. Hausthreyfingar þeirra fugla sem verpa á þessum slóðum verða því eflaust komnar í gang en auk þess fara norrænar tegundir, sem hafa vetursetu þar, t.d. krían, að hugsa sér til hreyfings norður á bóginn. Farkerfi sjófugla er hins vegar alls ekki jafn vel þekkt og landfugla og í raun hefur sama og ekkert verið gert þarna suður frá. — í farathugunum hafa menn látið sér nægja snið, þ.e. að telja fugla af skipsfjöl á báða bóga og skrá hvar þeir halda sig helst og á hvaða leið þeir eru. Nú gefst okkur færi á að meta þessar athuganir, þeir eru fjölmargir sem hafa boðist til að aðstoða okkur og virð- ist okkur best að nýta þá í hefðbundnar at- huganir. Aðstoðarmennirnir telja frá skipshlið og með radarnum getum við svo gert samanburðarathuganir, t.d. séð hvernig fuglarnir hegða sér með tilliti til skipsins. Hvort þeir fylgja mikið skipinu eða breyta um stefnu þegar þeir sjá skip, eða jafnvel láta þetta mannanna brölt sig engu varða. Við fáum þannig hlutlausan samanburð. En allt veltur þetta á að tækin þoli veður og vinda. Það eru jú óskapleg veður þarna suðurfrá eins og Ólafur lýsti í Þjóðlífsviðtalinu. Með viðkomu í Afríku — Flestir vísindamannanna fara svo í land í Montevideo í lok mars en við fugla- skoðararnir ætlum að sigla með skipinu alla leið til Gautaborgar aftur og halda þannig áfram rannsóknunum í um það bil þrjár vik- ur. Við tökum strik skáhallt yfir Atlantshafið og komum þá einmitt að Afríkuströnd á mjög skemmtilegum tíma. Farfuglarnir eru þá á leið frá vetrarheimkynnum og norður. Okkur gefst því gott tækifæri til að fylgjast með þeim og einmitt mögulega fuglum á leið til Islands, kríu og vaðfuglum, ef við erum heppnir. Svo reikna ég með að taka á móti þeim á íslandi í vor. Ég kem um svipað leyti og fuglarnir til að halda áfram athugunum mínum þar. Ég þakkaði Guðmundi fyrir spjallið og bað að lokum fyrir kveðjur til þeirrar ágætu mörgæsar er felldi hug til Ólafs í síðasta leið- angri. Lundi Ingólfur V. Gíslason 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.