Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 5
Leikhúsfréttir ........................ 43 Kvikmyndir Háskaleg kynni. Marteinn St. Þórsson skrifar um nýjar myndir og gefur sumum stjörnur ...................... 44 „Mig hefur alltaf langað til íslands". Viðtal við Guðrúnu Maríu Hanneck-Kloes, þýskan íslending, sem hefur m.a. þýtt íslenskar bókmenntir og gefið út bækur um f sland í Þýskalandi .......... 46 Menningardagar í Hallgrímskirkju ...... 50 Þjóðlegur fróðleikur Brennið þið vitar. Spjallað við Valgerði Hönnu Jóhannsdóttur og Óskar Aðalstein á Reykjanesvita ............. 51 Aldarminnig baráttukonu. Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur skrifar um Guðrúnu Jónsdóttur, forystukonu í verkakvennafélögum í Vestmannaeyjum og í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar ........................... 54 Bjórsaga íslands Seinni hluti. Mjöður blandinn og Maltó í kaupfélaginu. Hallgerður Gísladóttir safnvörður skrifar..................... 57 VISINDI Gæsamamma gekk af stað... Sagt frá Konrad Lorenz, sem er nýlátinn, og kenningum hans í atferlisfræði.......................... 63 Nýtt risaverkefni í vísindum. f Bandaríkjunum eru uppi hugmyndir um að kortleggja nákvæmlega litninga mannsins og lesa úr þeim upplýsingum. Risaverkefni, sem áætlað er að kosti um 200 milljónir dollara á ári í 15 ár............................ 66 Ellin bíður býsna fjörleg. Fólk getur átt ánægjulegt kynlíf fram eftir öllum aldri. Nýjar rannsóknir um gleðilegt kynlíf gamalmenna kemur mörgum á óvart ................ 68 UPPELDISMAL Einsetinn skóli er takmarkið. Viðtal við Birnu Sigurjónsdóttur kennara í Snælandsskóla........................ 69 Skoðanakönnun um tómstundir hjá börnum og unglingum................. 70 YMISLEGT Barnalíf ............................. 72 Bflar ................................ 75 Krossgáta............................ 78 Erlendar smáfréttir .............. 36 og 39 Smáfréttir úr viðskiptaheimi............ 61 Leiðari Uppstokkun í landbúnaði Stjórnmálamenn og milliliðir hafa búiðtil flókið kerfí um landbúnaðá íslandi. Þettaer kerfi sérfræðinganna, þar sem neytendur og framleiðendur eiga hvorirtveggja Jafn erfitt með að sjá handa sinna skil. Þegar lagagreinum og reglugerðarákvæðum sleppir, stendur þó það uppúr að kerfið er dýrt, óhagkvæmt, óheilbrigt og til þess fal|ið að auka togstreitu milli framleiðenda og neytenda. í Þjóðlífi er að þessu sinni farið f saumana á hluta þessa kerfis; framkvæmd búvörulaga og fullvirðisrétti. Landbúnaðarkerfið hefur sorglega lengi komist hjá nauðsynlegri uppstokkun. Þær fáu tilraunir sem gerðar hafa verið til að stokka upp keríið og laða framleiðsluna að þörfum markaðarins hafa oft verið dæmdar til að mistakast. Það á við um búvörusamningana og búvörulögin 1985, sem á sínum tfma voru gerð iýðum Ijós með lúðrablæstri og söng. Nú átti að draga skipulega úr framleiðslunni. Sömu ráðherrar og gerðu búvörusamninginn dýra gengu svo fram fyrir skjöldu við að brjóta hann, eins og fram kemur í úttekt Þjóðlífs. Ráðherrar úthlutuðu fullvirðisrétti umfram búvörusamning, þannig að þeir skuld- bundu ríkissjóð til gífurlegra umframgreiðslna; 60 milljónir á sl. ári og um 100 milljónir á þessu ári, að mati Jóhannesar Torfasonar stjórnaríormanns Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins. Hvar eru heimildir ríkisstjórnar fyrir þessum umframgreiðsl- um? Vandséð er annað en hér hafi lög verið brotin með ófyrirleitnum hætti. í þessu keríí þrífst svo ekki verður um viltst sukk og óráðsía, sem ekki verður með nokkru móti við unað. Þó nokkuð hafi dregið úr framleiðslu á kindakjöti fer því fjarri að markmiðum hafi verið náð, og það hefur dregið verulega úr neyslu á þessum afurðum. Þráttfyrir það markmið búvörulaganna að draga úr umframframleiðslu og lækka útflutningsbótagreiðslu rfkissjóðs, hefur framkvæmd laganna leitt til hins gagnstæða. Frá því tögin tóku gildi hafa útflutningsbæturnar hækkað um tæp 30% að raunvirði. Á undanförnum tveimur árum hafa verið greiddar samtals rúmar 510 milljónir í útflutningsbætur — umfram það sem búvörulögin frá 1985 gerðu ráð fyrir. Ríkisstjórn eftir rtkisstjórn situr að völdum í landinu og vélar um þetta landbúnaðar- keríi án þess að gera nokkuð í átt til meiri hagkvæmni og lægra búvöruverðs fyrir neytendur. Kerfi útflutningsbóta á sauðfjárafurðum virkar einnig hlægilega, og það sem einkennir öðru fremur útflutning á kjötinu er metnaðarleysi, þrátt fyrir viðleítni örfárra hugsjónamanna um að koma þessari afurð á framfæri erlendis. Það er nefnilega staðföst vissa margra þrátt fyrir allt, að íslenskt lambakjöt geti selst á góðu verði á mörkuðum, sem hrópa á náttúrulegar og ómengaðar afurðir. Lðngum hafa margvíslegir milliliðir og stjómmálamenn séð sér hag af því að viðhalda togstreitu milli íslenskra bænda og neytenda. Og mörgum þeirra er hagur að því að viðhalda þessu þunglamalega, óhagkvæma og spillta kerfi, með öllum þess úreldingarsjóðum og kosningavíxlum. í umfjöllun um þetta kerfi eru auðvitað margvíslegar hættur eins og t.d. að bera saman smásöluverð á landbúnaðarafurð- um í Evrópu við smásöluverð hér, en auðvitað er um niðurgreiðslur að ræða þar í löndum eins og hér. Engu að síður er auðsætt að verðmyndunarkeríið er alltof flókið og landbúnaðarafurðir of dýrar neytendum hér á landi. Þetta keríi er úrelt, það er búið að vera. Þetta kerfi þarfnast uppstokkunar, endurskipulagningar og einföldun- ar. Þvífyrr, þeim mun betra. ÓskarGuðmundsson Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Fram- kvæmdastjórn Félagsútgáfunnar: Björn Jónasson, Jóhann Antonsson, Skúli Thoroddsen. Stjórn: Svanur Kristiánsson, Björn Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Pétur Reimarsson, Jóhann Antqnsson, Birgir Arnason, Skúli Thoroddsen, Albert Jónsson, Hallgrímur Guð- mundsson, Árni Sigurjónsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Kristján Ari Arason, Sævar Guðbjornsson. Setn. o.fl.: María Sigurðardóttir. Prófðrk: SigríðurStephensen. Fréttaritarar: ArthúrBiörgvinBofla- son (Munchen), Guðmundur Jónsson (London), Einar Kari Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur^V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sig- urðsson (New Haven), Yngvi Kjartansson (Osló), Árni Snævarr (París). Forsíða, hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósm. á forsíðu: Guðmundur Ingólfsson. Skrifstofustjón: Guð- rúnBjörkKristj'ánsdóttir. Bókhald: Jón Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Steinar Viktorsson, Auglýsingar: Eh'n Eiríksdóttir. Markaður: Hrannar Björn. Prentvinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar hf. Kópavogi, sími: 641499. Blaðamenn sími: 623280. Ritstjóri: 28230. Áskriftasimi: 621880. Auglýsingasúnar: 26450 og 28149.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.