Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 9
INNLENT SKIPULAGSLEYSI Landbúnaðarkerfið á íslandi er í ógöngum. Búvörusamningar þverbrotnir og búvöru- lögin sniðgengin. Landbúnaðarráðuneytið beitti Framleiðnisjóð pólitískum þrýstingi við brot á búvörulögunum. Fjármunir sjóðs- ins eru nýttir til aukinnar framleiðslu þrátt fyrir ákvæði laga um samdrátt. Skortir nú fé til að sinna lögbundnum verkefnum. „Kosn- ingavíxill" frá 1987 leiddi til 300 tonna um- framframleiðslu á kindakjöti á ári utan laga. Ráðuneytið hef ur ekki enn svarað bréf um f rá Framleiðnisjóði. Viðbótarkostnaður vegna þessa 100 milljónir á þessu ári. Útgjöld ríkis- ins margir milljarðar. Milliliðir og ríkisstjórn- ir taka þátt í leynimakki um landbúnaðinn. Hulunni svipt af „trúnaðarmáli" í kerfinu: Búvörulögin svokölluðu gengu í gildi í júní 1985. Þau kveða á um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum. Tilgangur þeirra var að stuðla að framförum og aukinni hag- kvæmni í búvöruframleiðslunni, draga úr út- gjöldum ríkisins vegna útflutningsbóta og niðurgreiðslna á landbúnaðarafurðum. Þessu markmiði skyldi náð með því að laga framleiðslu þessara afurða að eftirspurninni. Til að forða umtalsverðri búseturöskun var gert ráð fyrir að bændur yrðu styrktir til að leggja stund á nýgreinar í landbúnaðarfram- leiðslunni, s.s. loðdýrarækt, fiskeldi, ferða- þjónustu og hlunnindanýtingu. En hvernig skyldi hafa tekist til varðandi framkvæmd laganna? Til að milda áhrifin af þeim samdrætti sem búvörulögin gera ráð fyrir á framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða og auðvelda bændum búháttabreytingar gera lögin ráð fyrir að ríkissjóður leggi Framleiðnisjóði landbúnaðarins árlega til fjármagn sem nota á til að styðja við bakið á bændum. Á árinu 1987 átti framlag ríkissjóðs til sjóðsins að nema 3% af heildarverðmætum búvöru- framleiðslunnar. Hlutfallið átti síðan að hækka í 4% á árunum 1988 til 1992. í 37. grein laganna segir m.a.: „Fjármagni þessu skal varíð til eflingar nýrra búgreina, markaðsöflunar og til fjár- hagslegrar endurskipulagningar búreksturs á lógbýlum." I lögunum er kveðið á um að yfirumsjón með framkvæmd laganna sé í höndum land- búnaðarráðherra, en gert er ráð fyrir að Framleiðsluráð landbúnaðarins annist stjórn búvöruframleiðslunnar. í ráðinu sitja 15 manns, þar af eru 12 kjörnir á fulltrúafundi Stéttarsambands bænda, tveir fulltrúar eru skipaðir af stjórn Stéttarsambandsins og einn er tilnefndur af landbúnaðarráðherra. I því augnamiði að draga úr framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða gera lögin ráð fyrir að landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annist gerð búvörusamn- ings við Stéttarsamband bænda um fram- leiðslumagn ár hvert. Á móti ábyrgist ríkið fullt verð til bænda fyrir framleiðslu sína. Með gerð búvörusamninga skuldbindur því ríkisvaldið sig til að greiða bændum fullt verð fyrir framleiðsluna hvort sem markaður er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.