Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 10

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 10
INNLENT fyrir hana eða ekki. í raun þýðir þetta að ríkið verður sjálft að bera þungann af því framleiðslumagni sem ekki selst innanlands og leitast við að koma þvi í verð, t.d. með sölu á erlendum mörkuðum. I lögunum er kveðið á um að beinar út- flutningsbætur minnki úr því að vera 6% af heildarverðmætum búvöruframleiðslunnar árið 1986 niður í 5% á árunum 1987 til 1992. Á þennan hátt var gengið út frá því sem vísu að samræmi myndi nást milli framleiðslu og eftirspurnar, útflutningsþörfin minnka og fjárhagsleg staða landbúnaðarins styrkjast samfara auknum búskap í nýgreinum. Miklar vonir voru bundnar við búvörulög- in, því flestum blöskraði hin miklu útgjöld ríkissjóðs vegna greiðslu útflutningsbóta á umframframleiðslunni í mjólkur- og sauð- fjárafurðum. Sýnt þótti að skipulagsleysið á landbúnaðarframleiðslunni stefndi framtíð íslensks landbúnaðar í hættu. Skrefstuttir búvörusamningar Frá því að búvörulögin gengu í gildi árið 1985 hafa 3 búvörusamningar verið undirrit- aðir. Nokkur pólitískur styrr hefur staðið um þá og þykir mörgum að ekki hafi verið nægj- anlega dregið úr framleiðslunni, sér í lagi á kindakjöti, enda útgjöld ríkissjóðs síður en svo minnkað vegna þessa. Fyrsti búvörusamningurinn var undirrit- aður í lok ágúst 1985 og var hann til tveggja ára. í þeim samningi ábyrgðist ríkissjóður að á verðlagsárinu 1985 til 1986 fengju framleið- endur mjólkur- og sauðfjárafurða fullt grundvallarverð fyrir 107 milljón lítra af mjólk og rúmlega 12 þúsund tonn af kinda- kjöti. Hinsvegar tók verðábyrgð ríkisins verðlagsárið 1986 til 1987 til 106 milljón lítra af mjólk og tæplega 12 þúsund tonna af kindakjöti. I þessum samningi, eins og í þeim sem á eftir fylgdu, var skýrt kveðið á um að magntölum samningsins mætti ekki breyta. Pó svo að fyrstu skrefin í þá átt að draga úr framleiðslunni hafi verið stutt vonuðust margir til að í kjölfarið yrði stigið stærra skref, þ.e.a.s. við gerð næsta búvörusamn- ings, því ekki lækkuðu útgjöld ríkisins í kjöl- far þessa samnings. Þvert á móti hækkuðu t.d. greiðslur útflutningsbóta, þ.m.t. fram- lög til Framleiðnisjóðs, ár frá ári. Samkvæmt upplýsingum Þórhalls Arason- ar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Skarphéðins Bergs Steinarssonar, við- skiptafræðings hjá Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, voru útflutningsbæturnar árið 1985, það ár sem lögin tóku gildi, uppreiknaðar á verðlag ársins 1988 samtals 1.004 milljónir króna, árið 1986 krónur 1.109 milljónir og árið 1987 krónur 1.227 milljónir. Með öðrum orðum hækkuðu útflutningsbótagreiðslur ríkissjóðs um rúmlega 20% í kjölfar þessa fyrsta búvörusamnings, þrátt fyrir tilgang laganna að lækka þær. Ekki hróflað við magni Þó búvörusamningurinn frá 1985 hafi ekki náð því markmiði að lækka útflutningsbóta- greiðslur ríkissjóðs var ekkert hróflað við framleiðslumagni sauðfjárafurða í þeim samningi sem á eftir fylgdi. Sá samningur var undirritaður þann 21. september 1986 og gilti út verðlagsárið 1987 til 1988. í honum tók verðábyrgð ríkissjóðs til 11.800 tonna af kindakjöti en hins vegar var gert ráð fyrir að mjólkurframleiðslan minnkaði úr 106 milljón lítrum niður í 105 milljón lítra. Þó var gert ráð fyrir að hið umsamda framleiðslumagn skyldi minnka sem næmi þeim fullvirðisrétti sem keyptur yrði eða leigður af Framleiðni- sjóði haustið 1986 eða félli út vegna niður- skurðar á riðuveiku sauðfé. Tekið var fram í samningnum að Fram- leiðnisjóður ásamt ríkissjóði tæki á sig fjár- hagslega ábyrgð á framleiðslu allt að 800 tonna af kindakjöti og 3 milljón lítra mjólk- ur, með kaupum eða leigu á fullvirðisrétti eða greiðslu útflutningsbóta. Með því að setja þetta framleiðslumagn á Framleiðni- sjóð var hugsanlega verið að milda samdrátt- aráhrifin á tekjur bænda, en ljóst er að þetta leiddi til meiri framleiðslu en búvörulögin gerðu ráð fyrir. Ágreiningur í sjóðsstjórninni Nokkur ágreiningur var innan sjóðsstjórn- arinnar um hvort rétt væri að taka þátt í framkvæmd búvörusamninganna með þess- um hætti, enda vitað að slík þátttaka rýrði verulega fjárhagslega getu hans til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. I landbún- aðarráðuneytinu og hjá Stéttarsambandi bænda var hinsvegar mikill pólitískur og stéttarfélagslegur þrýstingur á stjórnarmenn um að sjóðurinn tæki þátt í þessu. Lyktir málsins urðu þær að meirihluti stjórnarinnar gaf samþykki sitt. En þessi ákvörðun átti eftir að hafa alvarlegar fjárhagslegar afleið- ingar. Vegna framleiðslunnar verðlagsárið 1987 til 1988 „tókst" sjóðnum einungis að kaupa og leigja framleiðslurétt sem nam um 570 tonnum af kindakjöti og neyddist því til að greiða útflutningsbætur með rúmlega 200 tonnum sem féllu til í sláturtíð haustið 1987 og voru innan 800 tonna verðábyrgðarinnar. Útgjöldin sem fylgdu kaupum og leigu full- virðisréttar og greiðslu útflutningsbóta vegna þátttökunnar í framkvæmd búvöru- samningsins skertu verulega getu sjóðsins til að veita fjármunum til búháttabreytinga og neyddu hann til að fara út í dýrar lántökur. Og í raun var með þessu verið að sniðganga ákvæði búvörulaganna um aukinn samdrátt í framleiðslunni. „Pólitískt kjarkleysi" Þegar Þjóðlíf bar þetta undir Jóhannes Sláturhús. Á heildsöluverö hvers kílós bætast um tvær krónur sem fara í verö- miðlunarsjóð og greiðist til úreldingar sláturhúsa. Torfason, formann sjóðsstjórnar Framleiðn- isjóðs, þá kvað hann það rétt vera að með þessari ákvörðun var verið að milda ákvæði laganna um samdrátt. „Stjórnvöld og sam- tök bænda guggnuðu á því að framkvæma til fulls þann samdrátt í kindakjötsframleiðsl- unni sem lögin gerðu ráð fyrir við gerð bú- vörusamningsins 1986. Bæði ríkisvaldið og bændaforystan urðu sammála um áfram- haldandi notkun á þeim 800 tonna fullvirðis- rétti sem var komið yfir á herðar Framleiðn- isjóðs. Það var hreinlega pólitískur og stéttarlegur vilji þáverandi landbúnaðarráð- herra, Jóns Helgasonar, og forystu Stéttar- sambands bænda að nota fjármuni sjóðsins til að milda samdráttinn í framleiðslunni. Og undir þennan vilja gekkst meirihluti sjóðs- stjórnarinnar." Framleiðslumagnið aukið í búvörusamningnum frá 1986, sem gilti fyrir verðlagsárið 1987 til 1988 var í raun ekkert skref stigið til að minnka kjötfram- leiðsluna. Og í ljós hefur komið að útflutn- ingsbætur ríkissjóðs hækkuðu enn að raun- gildi vegna þessa samnings, þvert á tilgang 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.