Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 13

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 13
INNLENT Umframbirgðir eru gífurlegar, enda er kjöt flutt út með mikilli meðgjöf og því jafnvel hent. virðisrétti hefur af mörgum verið kallað „kosningavíxillinn'* og könnuðust flestir við- mælenda Þjóðlífs við þá nafngift. Bréfið kom til bænda skömmu áður en kosningar gengu í garð. En þessi ákvörðun átti eftir að draga dilk á eftir sér, því samkvæmt skilningi stjórnar Framleiðnisjóðs gat sjóðurinn ekki tekið að sér þennan viðbótarfullvirðisrétt fyrr en honum tækist að losa sig að fullu við þau 800 tonn sem sjóðurinn tók fjárhagslega ábyrgð á með búvörusamningnum 1986. Viðbótarút- hlutun þessi á fullvirðisrétti var því ekki „réttlætanleg" með tilvísun til nýgerðs bú- vörusamnings. Svo virðist vera sem landbúnaðarráðherra hafi ekki gert sér grein fyrir að fjárhagslegar forsendur skorti fyrir viðbótarúthlutuninni á fullvirðisréttinum fyrr en hann skrifaði stjórn Framleiðnisjóðs bréf, dagsett 2. júní 1987, þar sem farið var fram á það við stjórn sjóðsins að hann tæki á sig verðábyrgð þeirra 17.000 ærgilda sem úthlutað var og kæmu til slátrunar haustið 1988. í svarbréfi Framleiðnisjóðs, dagsettu 3. júní 1987 féllst stjórn sjóðsins á þessi tilmæli ráðherra en þó með því skilyrði að sjóðnum yrðu útvegaðir sérstakir peningar til þessa, þannig að geta sjóðsins til að sinna lög- bundnum verkefnum sínum yrði ekki þrengd eða skert umfram það sem þegar hafði verið gert. Að sögn Jóhannesar Torfasonar, stjórnarformanns sjóðsins hafa enn engin viðbrögð við þessu svarbréfi komið frá ráðu- neytinu og því álítur sjóðsstjórnin að þessi viðbótarúthlutun komi honum fjárhagslega ekkert við. Fjárhagslega forsendu skorti Samkvæmt orðum Jóhannesar er ljóst að fjárhagsleg forsenda þessarar viðbótarút- hlutunar var ekki fyrir hendi hjá Framleiðni- sjóði. í samtali við Þjólíf viðurkenndi Jón Helgason að hann hafi ekki verið búinn að ganga endanlega frá fjárhagslegri hlið þess- arar ákvörðunar þegar hann lét af embætti landbúnaðarráðherra sl. haust. „Hugmynd- in var að Framleiðnisjóður tæki þennan full- virðisrétt á sig og að hann losaði sig síðan við hann með uppkaupum á fullvirðisrétti. Ég man að ætlunin var síðan að bæta sjóðnum þessa auknu byrði með því að endurgreiða honum kjarnfóðursskatt. Þegar haustið 1987 var fullvirðisrétturinn skorinn niður hjá hverjum framleiðanda um 0.3 til 0.6% til að mæta hluta þessarar umframúthlutunar. Þetta var að mínu mati nauðsynleg leiðrétt- ing en ekki einhver kosningavfxill eins og sumir hafa látið í veðri vaka. Framkvæmdin byggðist á grundvelli reglugerðarbreytingar á reglugerðinni um fullvirðisrétt og það var tekið tillit til þessa í búvörusamningnum 1987.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðlíf hefur aflað sér þá hefði endurgreiðslan á kjarnfóðursskatti í mesta lagi numið um 10 til 15 miljónum og því dugað Framleiðnisjóði skammt. Hins vegar var sú leið fær að mæta þessari umframúthlutun með því að taka þann fullvirðisrétt sem bændur nýttu sér ekki til framleiðslu sauðfjárafurða á árunum 1987 til 1988 og nýta hann á móti þessum um- framrétti. En fyrir þessa lausn lokaði Jón Helgason snemma árs 1988 er hann heimilaði Framkvæmdanefnd búvörusamninganna að greiða bændum af útflutningsbótafé fyrir ónotaðan fullvirðisrétt vegna haustslátrun- arinnar haustið 1987. Eftir stendur að Jón Helgason gerði í raun engar ráðstafanir til að mæta greiðslum vegna þessarar umframút- hlutunar. „Kosningavíxillinn“ greiddur Þáverandi ríkisstjórn undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar hafði engar ráðstaf- anir gert til að mæta fjárútlátum vegna „kosningavíxilsins", hvorki með lagasetn- ingu né öðru, þegar hún fór frá sumarið 1987. Víxillinn „gjaldféll" að hluta við haustslátr- unina 1988 og var greiddur af fjármálaráðun- eytinu sl. haust vegna tilmæla núverandi landbúnaðarráðherra, Steingríms J. Sigfús- sonar. Að sögn Þórhalls Arasonar í fjármála- ráðuneytinu kom beiðni um aukafjárveit- ingu uppá 60 milljónir króna vegna þessa til ráðuneytisins sl. haust. „Fjármálaráðuneyt- ið varð við þessu þótt um það startdi reyndar deilur hvort þessi aukafjárveiting rúmist inn- an ramma búvörusamnings, en strangt til tekið er ekki svo“. Ljóst er að nokkur eftirmáli mun verða af þessari greiðslu ríkissjóðs. Verði ekki gripið til einhverra ráðstafana er fyrirsjáanlegt að ríkissjóður muni verða að greiða hundruð milljónir á næstu árum án þess að fyrir því séu lagalegar heimildir. í samtali við Þjóðlíf kvaðst Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitingarnefndar líta þetta mál mjög al- varlegum augum og kvað einsýnt að Alþingi yrði að fjalla um málið. Að sögn Jóhannesar Torfasonar má ætla að einungis í ár geti út- flutningsbótaþörfin vegna þessa orðið um 100 miljónir. Ríkisstjórnin ráðvillt Svo virðist vera sem þörfin á aukafjárveit- ingunni sl. haust hafi komið núverandi land- búnaðarráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, í opna skjöldu, enda kynnti hann málið þegar fyrir ríkisstjórninni og fól Ríkisendurskoðun að yfirfara framkvæmd búvörusamning- anna. Og svo virðist vera sem núverandi rík- isstjórn Steingríms Hermannssonar hafi vilj- að leysa þetta mál til bráðabirgða í kyrrþey, því í skýrslu fjármálaráðherra, Ólafs Ragn- ars Grímssonar, yfir aukafjárveitingar sl. haust er þessi aukafjárveiting sett undir lið- inn „Ákvæði samninga" og er þar skírskotað til búvörusamningsins. í fjármálaráðuneyt- inu fékkst engin skýring á því hvers vegna þetta var gert, þegar Þjóðlíf spurðist fyrir um þetta. Óhjákvæmilega vekur sá pólitíski hringl- andaháttur sem virðist hafa einkennt full- virðisréttarfyrirkomulagið í landbúnaðinum upp áleitnar spurningar um kerfið. I ljósi þess að í gildandi búvörusamningi er ekki gert ráð fyrir samdrætti í kindakjöts- neyslu á samningstímanum, sem fyrst rennur út árið 1992, er ljóst að ríkið hefur komið sér í ákaflega stóra klemmu. Með undirskrift Jóns Helgasonar skuldbatt ríkið sig í raun til að afsetja allt það framleiðslumagn sem var umfram innanlandsþarfir 5 ár fram í tímann, án þess að magnstærðin væri ákvörðuð. Það er í raun óskiljanlegt hvers vegna ekki var gert ráð fyrir minnkandi neyslu, því að á árunum á undan hafði hún farið minnkandi ár frá ári. Það má því segja að þessi samning- ur hafi þegar í upphafi verið óraunhæfur og úr tengslum við markaðslegar forsendur, þrátt fyrir fyrirmæli búvörulaganna um slíkt. Og ekki bætti ákvörðunin um stóraukna framleiðslu umfram ákvæði búvörusamning- anna stöðu ríkisins í málinu. Kristján Ari. 13

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.