Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 14
INNLENT Um sjö milljarðar í útgjöld í fjárlögum fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir að niðurgreiðslur til landbúnaðarafurða verði um 3.6 milljarðar en fyrirsjáanlegt er að sú upphæð muni hækka í minnst 4.3 milljarða vegna nýgerðra kjarasamninga, því í kjölfar þeirra lýsti ríkisstjórnin því yfir að verð á landbúnaðarafurðum myndi ekki hækka. f fjárlögum er gert ráð fyrir að útflutningsbætur og önnur útgjöld til landbúnaðarmála nemi um 2.4 milljörðum. Á undanförnum 2 árum hafa útflutningsbætur farið um 25% umfram heimildir fjárlaga og verði svo í ár má fastlega búast við að útgjöld við landbúnaðarkerfið verði eitthvað á áttunda milljarð, jafnvel meira. Ríkisvaldið á ákaflega erfitt með að draga úr þessum útgjöldum og er í raun með báðar hendur bundnar. Ríkið er skuldbundið sam- kvæmt gildandi búvörusamningi til að tryggja bændum fullt verð fyrir framleiðslu sína hvort sem markaður er fyrir hana eður ei. Ólíklegt er, miðað við það verðlagsem nú er á íslenskum landbúnaðarafurðum, að það takist að auka innanlandsneysluna, en hún var rúmlega 8 þúsund tonn á árinu 1988. Um 10.200 tonn af kindakjöti voru framleidd sl. ár svo ljóst er að umframframleiðslan miðað við þarfir innanlandsmarkaðar er veruleg, eða rúmlega tvö þúsund tonn af kindakjöti. „Það voru mikil mistök hjá þeim aðilum sem á sínum tíma tóku ákvörðun um að Fram- leiðnisjóður skyldi að hluta til taka að sér framkvæmd búvörusamningsins með fjár- hagslegri ábyrgð. Með þessari ákvörðun var verið að binda fjármagn sjóðsins fram í tím- ann“, sagði Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra í samtali við Þjóðlíf þegar hann var inntur eftir hvaða augum hann liti á bágborna fjárhagsstöðu sjóðsins í dag. í búvörusamningnum frá 1986, sem undir- ritaður var af Jóni Helgasyni, þáverandi landbúnaðarráðherra, og fulltrúum Stéttar- sambands bænda, er kveðið á um að Fram- leiðnisjóður taki með ríkissjóði á sig fjár- hagslega ábyrgð á framleiðslurétti er nam til samans 800 tonnum af kindakjöti og 3 millj- ónum lítra mjólkur. Að sögn Jóhannesar Torfasonar, formanns sjóðsstjórnarinnar, var ástæðan fyrir því að meirihluti sjóðs- stjórnarinnar féllst á að taka á sig þær fjár- hagslegu skuldbindingar sem þessu fylgdi, mikill pólitískur og stéttarlegur þrýstingur frá Jóni Helgasyni og samtökum bænda. í samtali við Þjóðlíf kvað Steingrímur J. Sigfússon það hafa komið sér ákaflega á Auknum niðurgreiðslum fylgja aukin út- gjöld fyrir ríkissjóð. Að sögn Jóns Ögmund- ar Þormóðssonar, viðskiptafræðings í við- skiptaráðuneytinu, jukust niðurgreiðslur ríkissjóðs á landbúnaðarvörum úr rúmum 1.6 milljarði árið 1987 í tæpa 3.8 milljarða árið 1988. Á verðlagi ársins 1988 jukust nið- urgreiðslurnar því um tæplega 1.7 milljarð króna eða um rúm 81%. Að hluta til má rekja ástæðu þessarar miklu hækkunar til þess að söluskattur var settur á matvæli í ársbyrjun 1988, en engu að síður jukust bein útgjöld ríkisins verulega. í þessu sambandi er hinsvegar rétt að minnast þess að Stéttar- óvart þegar hann tók við stjórn ráðuneytisins hversu léleg staða Framleiðnisjóðs landbún- aðarins væri og hvernig farið hafði verið með fjármuni sjóðsins. „Það alvarlega í þessu máli er að það er búið að ráðstafa stærstum hluta alls fjármagns Framleiðnisjóðs út samningstímann og staðan þar er miklu verri en mig óraði fyrir þegar ég tók við. Þessi lélega staða sjóðsins er fyrst og fremst vegna lántöku sjóðsins hér fyrr á árum og t.d. fer stór hluti af fjármagni sjóðsins í ár til að greiða upp eldri lán. Og meðan svona er ástatt um sjóðinn er alveg ljóst að hann gerir ekki margt annað. Þessi ákvörðun leiddi m.a. til þess að sjóðurinn getur ekki sinnt sem skyldi ákvæðum búvörulaganna um að styðja við bakið á þeim bændum er vilja leggja stund á nýgreinar". Að sögn Jóhannesar Torfasonar er það rétt að þröng staða sjóðsins í dag væri afleið- ing af þátttöku sjóðsins í framkvæmd bú- vörusamninga. „Samhliða þeim skuldbind- ingum sem af þessari þátttöku hlutust, s.s. kaup og leiga á fullvirðisrétti, greiðsla út- flutnings- og förgunarbóta o.þ.h., þurfti sjóðurinn að sinna lögbundnum hlutverkum samband bænda og margir fleiri vöruðu við „matarskattinum" á þeirri forsendu að end- urgreiðsla á hluta hans í formi aukinna nið- urgreiðslna myndi veikja pólitíska stöðu landbúnaðarins, eins og komið hefur á daginn. í niðurstöðu ríkisreiknings fyrir árið 1988 skiptust niðurgreiðslurnar þannig að rúm- lega 1.1 milljarður fór í niðurgreiðslu á kinda- kjöti, tæplega 1.8 milljarður í niðurgreiðslu á mjólkurafurðir, rúmlega 600 milljónir í vaxta- og geymslugjöld, rúmlega 150 mill- jónir í niðurgreiðslu á ull og rúmar 140 mill- jónir af niðurgreiðslufénu var notað til greiðslu lífeyrissjóðagjalda fyrir bændur. Jón Helgason fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra tók hina umdeildu ákvörðun. sínum, sem felast í eflingu nýbúgreina, markaðsöflun og fjárhagslegri endurskipu- lagningu búreksturs á lögbýlum, og neyddist því til að fara út í lántökur“. Afleiðingin af þessari pólitísku og stéttar- félagslegu ákvörðun um þátttöku sjóðsins í framkvæmd búvörusamningsins var sú að ár- ið 1986 fóru um um 63% af ráðstöfunarfé sjóðsins í kostnað vegna samningsins, árið 1987 var kostnaðurinn um 67% og árið 1988 um 70%. Væri fjármagnskostnaðurinn tek- inn með inn í þennan útreikning er ljóst að „Mikil mistök" Framleiðnisjóður tómur 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.