Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 15
INNLENT Neytendur vita sjaldnast hvernig verðmyndun á lambakjöti er háttað, en þeir vita að kjötið er dýrt. Og ekki er aukinn útflutningur heldur vænlegur kostur fyrir ríkið, því í raun er út- flutningur dýrasti kosturinn. Á aðalfundi Búvörudeildar Sambandsins, sem haldinn var 17. mars sl. kom fram í máli Jóhanns Steinssonar, forstöðumanns útflutningssviðs indanýtingar af ýmsu tagi, 2.5 milljónir runnu til kanínuræktar, 5 milljónir til fiski- ræktar og um 4.5 milljónir til iðnaðar, hrossaræktar og fleira. Á árinu 1987 kostaði þátttakan í búvörusamningnum sjóðinn 184 milljónir og fjármagnskostnaðurinn var um 20 milljónir. Árið 1988 hækkuðu tekjur sjóðsins frá ár- inu áður um tæplega 58% og námu 429 millj- ónum. Hinsvegar lækkuðu heildarframlög sjóðsins til búháttabreytinga frá árinu 1987 um tæplega 35% og námu alls 46.6 milljón- um. Þar af runnu 26.2 milljónir til loðdýra- ræktarinnar, 1.5 milljón til fiskiræktar, ein milljón til kanínuræktar, 4.5 milljónir til ferðaþjónustu, 7.7 milljónir til hlunninda- nýtingar og 6 milljónir til hrossaræktar, iðn- aðar o.fl. Á árinu 1988 kostaði þátttakan í búvörusamningnum sjóðinn um krónur 230 milljónir og fjármagnskostnaðurinn var um 65 milljónir. Eins og sjá má af þessum tölum jókst fjár- magnskostnaðurinn hjá Framleiðnisjóði um 325% á árinu 1988 og beinn kostnaður vegna þátttökunnar í framkvæmd búvörusamn- ingsins jókst um 25%. Af þessu má vera ljóst að sjóðurinn er alls ófær um að sinna lög- bundnum skyldum sínum. Og úr því að svona er komið fyrir sjóðnum er í raun búið að kippa stoðunum undan gildandi búvöru- lögum. Kristján Ari. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- ráðherra. Mikil mistök á sínum tíma. Framleiðnisjóðurinn er tómur. kostnaður sjóðsins vegna þátttökunnar í bú- vörusamningnum væri enn hærri. Afgangur- inn af fjármagni sjóðsins fór síðan í hin lög- bundnu verkefni sjóðsins. Það er því ljóst að fjármunir fóru ekki nema að litlu leyti í þá hluti sem þeim var ætlað skv. búvörulögunum. Árið 1987 voru tekjur sjóðsins 272 milljón- ir en hinsvegar námu framlög sjóðsins til búháttabreytinga árið 1987 einungis um 70 milljónum króna. Þar af runnu 42 milljónir til loðdýraræktar, rúmar 12 milljónir til ferðaþjónustu, tæpar 8 milljónir til hlunn- Búvörudeildar Sambandsins, að erlendir markaðir væru ekki tilbúnir að greiða meira en 9 til 36% af því verði sem ríkið þarf að greiða fyrir kjötið. Og þar sem Framleiðni- sjóður landbúnaðarins, sem skv. lögum á að vinna að markaðsmálum er nær févana vegna mikils fjármagnskostnaðar er vart að vænta að hann standi fyrir miklum markaðs- öflunum erlendis. í allt byggja um 4.800 bændur lífsafkomu sína af landbúnaði. Og þó svo að það megi færa gild rök að því að landbúnaðurinn skili ríkissjóði einhverjum tekjum er ljóst að út- gjöld ríkissjóðs til að viðhalda kerfinu eru mun hærri. Hörðustu andstæðingar kerfisins benda á að heildarútgjöld ríkissjóðs til land- búnaðarmála samsvari því að ríkið kosti um 120 þúsund krónum á mánuði á hvern starf- andi bónda til þess eins að tryggja afkomu- möguleika hans. Kristján Ari. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.