Þjóðlíf - 01.05.1989, Page 16

Þjóðlíf - 01.05.1989, Page 16
Hagnaður hjá milliliðum Stofnlánadcild landbúnaðarins, Búvöru- deild Sambandsins, Mjólkursanisalan og Osta- og smjörsalan skiluðu dágóðum hagn- aði á sl. ári. í samtali við Þjóðlíf upplýsti Leifur Jó- hannesson, forstöðumaður Stofnlánadeildar Landbúnaðarins að hagnaður deildarinnar árið 1987 nam um 160 milljónum króna og á árinu 1988 um 150 milljónum króna. „Stofn- lánadeildin er rekin á bankagrundvelli. Lán til bænda eru verðtryggð með 2% vöxtum. Lán til vinnslustöðva bera 6 til 8 % vexti og eru til hálfs gengistryggð og hálfs verð- tryggð.“ Sömu sögu er að segja um fleiri stofnanir og fyrirtæki er tengjast landbúnaðinum. Pannig segir t.d. í nýlegri fréttatilkynningu frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins að á síðasta ári var 5.7 millj. króna hagnaður af rekstri Búvörudeildar Sambandsins. Og á aðalfundi Mjólkursamsölunnar, sem haldinn var 17. mars sl., kom í ljós að árið 1988 var einnig mjög hagstætt fyrir það fyrirtæki. í INNLENT máli Guðlaugs Björgvinssonar, forstjóra fyrirtækisins kom í ljós að veltan sl. ár var alls tæplega 3 milljarðar krónur og að rekstrar- tekjurnar voru 2.7 milljarðar. Eignir fyrir- tækisins voru í árslok metnar á 2.4 milljarða og eigið fé fyrirtækisins í árslok 1988 var tæplega 1.4 milljarður. Ekki var afkoma Osta- og smjörsölunnar sf. heldur slök á árinu 1988. Heildarsala fyrirtækisins á árinu nam rúmum 2.5 millj- örðum króna og afskrifaðar voru viðskipta- skuldir að upphæð 25 milljónir króna. Eignir Osta- og smjörsölunnar í árslok voru metnar á rúmlega 550 milljónir, skammtímaskuld- Osta og smjörsalan er rekin með góðum hagnaði. irnar námu rúmum 280 milljónum en lang- tímaskuldirnar tæpum 2 milljónum. Eigið fé fyrirtækisins í árslok var 274 milljónir. Kristján Ari. ■iljMrtria Greiddar útfluttnlngsbætur 1985 tll 1988 uppmiknaftar til vertllags ársins 1988 mi6a6 vi6 þróun framfœrsluvlsilölu. f gildundi búvörulögum sem sett voru 1985. er gert ráö fyrir að ríkið greiði alls 9% af heildarverðmæt- um búvöruframleiðslunnar í útflutningsbætur. Gert er ráð fyrir að hluti þeirra renni í Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Þrátt fyrir markmið laganna að lækka greiðslu útflutningsbúta, hefur framkvæmd þeirra lcitt til |)ess gagnstæöa. Frá því lögin tóku gildi hafa útflutningsbæturnar hækkað um tæp 30% aö raunvirði. Á síðastliðnum tveim árum hafa verið greiddar samtals rúmlega 510 milljónir í útflutn- ingshætur umfram það sem búvörulögin gera ráð fyrir. (Ofangreindir útreikningar byggja á upp- lýsingum sem Þjóðlíf aflaði sér hjá Hagstofu íslands og Fjármálaráðuneytinu. Rétt er aö taka fram að endanleg tala um heildaverðmæti búvöruframleiðslunnar verðlagsárið 1987-88 liggja ekki enn fyrir. Hcr er hún áætluð 10,5 milljarðar, en að sögn Hallgríms Snorrasonar Hagstofustjóra gæti hún orðið 500 millj. hærri. Færi svoyrðu útflutningsbótagreiðslunnar árið 1988 „einungis“rúmlega 300 milljónir umfram ákvæði búvörulaga). 2.5 milljarðar á / Utflutningsbœtur sprengja heimild laga Árin 1987 og 1988 voru greiddar útflutnings- bætur sem samtals námu um 2.5 milljaröi króna eða 500 milljónum króna umfram það sem búvörulögin kveða á um. Samkvæmt búvörulögunum er gert ráð fyrir að útflutningsbætur ríkissjóðs skiptist í tvo hluta, annarsvegar til að greiða niður útflutninginn og hinsvegar sem framlag til Framleiðnisjóðs. Gert er ráð fyrir að útflutn- ingsbæturnar ár hvert nemi alls 9% af heild- arverðmæti búvöruframleiðslunnar. Á árinu 1987 áttu 6% af heildarverðmætinu að renna í hreinar útflutningsbætur en 3% sem fram- lag til Framleiðnisjóðs. Á árunum 1988 til tveimur árum 1992 átti skiptingin hins vegar að vera 5% í útflutningsbætur og 4% í Framleiðnisjóð. Hjá Hallgrími Snorrasyni, Hagstofu- stjóra, fengust þær upplýsingar að heildar- verðmæti búvöruframleiðslunnar á verðlags- árinu 1986 til 1987 nam um 9.4 milljörðum króna og á verðlagsárinu 1987 til 1988 um 10.5 milljörðum. Uppreiknað til verðlags ársins 1988 hefðu því heildarútflutningsbæt- urnar fyrir árin 1987 og 1988 átt að nema rúmum 2 milljörðum. í raun voru greiddar útflutningsbætur árin 1987 og 1988, reiknuð á verðlagi ársins 1988 rúmlega hálfum milljarði • hærri en búvörulögin kveða á um, eða alls um 2.5 milljarðar. Útflutningsbæturnar sl. tvö ár hafa því m.ö.o. verið 25% hærri en lög gera ráð fyrir. Útflutningsbæturnar hafa hækkað um tæp 30% frá því að búvörulögin voru sett 1985. Kristján Ari. INNLENT 300 tonna víxillinn Vorið 1987 var hópi bænda send tilkynning um aukinn fullvirðisrétt. Úthlutað var með þessum hætti fullvirðisrétti sem nemur sam- tals 300 tonnum af kindakjöti á ári. Hvorki búvörulögin né gildandi búvörusamningur gera ráð fyrir þessu framleiðslumagni. Út- hlutun þessi gengur undir nafninu „kosn- ingavíxillinn“ og þýðir útgjaldaauka upp á hundruð milljónir fyrir ríkissjóð, utan laga. Þegar Þjóðlíf grennslaðist fyrir um það hvernig staðið var að viðbótarúthlutuninni var fátt um svör í landbúnaðarráðuneytinu. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra í ráðuneytinu og formanns Fram- kvæmdanefndar búvörusamningsins, var ákvörðunin um þessa viðbótarúthlutun tekin af ráðuneytinu en að öðru leyti hafi ráðu- neytið ekki komið nálægt framkvæmdinni. „Framkvæmdin var alfarið í höndum Fram- leiðsluráðs“ sagði Guðmundur. Varðandi fjármögnunina á þessari viðbótarúthlutun kvað hann þáverandi landbúnaðarráðherra hafi falið Framleiðnisjóði að annast hana. Þessum skilningi Guðmundar höfnuðu hinsvegar fulltrúar Framleiðsluráðs og Framleiðnisjóðs algjörlega í samtölum við Þjóðlíf. Að sögn Jóhannesar Torfasonar, formanns stjórnar Framleiðnisjóðs, ber sjóð- urinn enga fjárhagslega ábyrgð vegna þess- arar úthlutunar. Að sögn Árna Jónassonar, fulltrúa hjá Framleiðsluráði var framkvæmd- in alfarið í höndum ráðuneytisins. „Reyndar fékk ráðuneytið einn starfsmann okkar, Jón Viðar Jónmundsson, lánaðan til verksins vegna sérfræðiþekkingar hans, en hann vann ekki að úthlutuninni á vegum Framleiðslu- ráðs.“ í samtali við Þjóðlíf tók Jón Viðar undir orð Árna. „Framleiðsluráð kom ekki á neinn formlegan hátt inn í þessa viðbótarúthlutun. Hinsvegar fékk Landbúnaðarráðuneytið mig til aðstoðar við framkvæmdina til upp- lýsingaöflunar. Þó svo að ég hafi verið starfs- maður ráðsins þá starfaði ég ekki sem slíkur fyrir ráðuneytið." Að sögn Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, var viðbótarúthlut- unin á fullvirðisréttinum alfarið í höndum landbúnaðarráðuneytisins, sem hafði ekki samráð við Stéttarsambandið um ákvörðun- ina. „Ég man að ég frétti fyrst af þessari viðbótarúthlutun frá formanni eins héraðs- sambandanna. Hann hafði samband við mig og skýrði mér frá þvi að hann hefði fengið sendan lista með nöfnum nokkurra bænda í Aukaúthlutunin frá Landbúnaðarráðu- neytinu var samtals upp á 13.500 ærgildi með 3 til 4 þúsund ærgilda til leiðrétting- ar, og jók heildarframleiðsluna upp á 300 tonn á ári. héraðinu, sem ráðuneytinu teldist til að ættu rétt á viðbótarúthlutun. Þetta bréf var sent viðkomandi héraðssamböndum sem trúnað- armál og í því var leitað eftir umsögn um listann, hvort einhverjir aðrir í viðkomandi héraði ættu meiri rétt.“ „Ráðuneytið bar ábyrgðina“ Eftir því sem Þjóðlíf kemst næst gerðist það í málinu að ráðuneytið ákvað upp á sitt eindæmi að útbúa lista yfir nöfn þeirra bænda sem „talið var“ að ættu rétt á viðbót- arúthlutun á fullvirðisrétti vegna sauðfjár- framleiðslu. Þegar þetta fréttist til Stéttar- sambands bænda og Framleiðsluráðs, sem skv. lögum á að stjórna framleiðslunni, varð uppi fótur og fit, og í kjölfarið gerði ráðið tillögu um nokkra aðila sem „þurftu" á auka- úthlutun að halda, en voru ekki á lista ráðu- neytisins. Ljóst er að landbúnaðarráðuneytið, og þá- verandi landbúnaðarráðherra, Jón Helga- son, báru fulla ábyrgð á viðbótarúthlutun- inni. Aukaúthlutun þessa framkvæmdi Landbúnaðarráðuneytið á grundvelli reglu- gerðarbreytingarinnar frá 6. apríl 1987 og í þeirri „trú“ að Framleiðnisjóður myndi taka á sig greiðslur útflutningsbóta vegna þeirrar framleiðslu sem af þessu hlytist. í þessari „trú“ var hópi bænda send tilkynning um aukinn fullvirðisrétt, samtals upp á 13.500 ærgildi. Að auki var úthlutað með þessum hætti milli 3 og 4 þúsund ærgildum vegna leiðréttingar á fyrri úthlutun. Þessi aukni fullvirðisréttur hefur í för neð sér fram- leiðsluaukningu á kindakjöti um rúmlega 300 tonn á ári. Kristján Ari 16 17

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.