Þjóðlíf - 01.05.1989, Page 18

Þjóðlíf - 01.05.1989, Page 18
INNLENT Ágreiningur til málamynda Bréfið sem „frjáls lyndir hægri menn“ sendu um síðir þingflokki Borg- araflokksins og kröfðust iðrunar og meiri fjand- skapar við ríkis- stjórnina. Albert Guðmundsson er orðinn sendiherra í Frakklandi, og yfirgaf póli- tíska sviðið á íslandi í hálfgerðu fússi. Borgaraflokkurinn klofnaði lítillega í kjölfarið og er borinn við ágreiningur, sem Borgaraflokksmenn telja fyrir- slátt. Borgaraflokkurinn klofnaði á dögunum, eins og lengi hafði staðið til. Þeir Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson stofnuðu nýjan þingflokk „frjálslyndra hægri manna“. Mótstöðumenn þeirra í Borgaraflokknum staldra við hugtakið,, frjálslyndi“ í þessu sambandi og segja að sú krafa tvímenning- anna að krefja þingmenn um yfirlýsingu þess efnis að þeir harmi eigin afstöðu í atkvæða- greiðslum á alþingi, beri tæpast vott um „frjálslyndi". Sú krafa þótti meira í ætt við yfirbætur og tyftunarsiði kommúnista á fjórða áratugnum. Margir telja að þeir tvímenningar hafi verið til klofnings knúnir af Albert Guð- mundsssyni, sem fann ekki sjálfur yndi síð- ustu mánuðina í Borgaraflokknum. Albert, Ingi Björn og Hreggviður höfðu ekki mætt á þingflokksfundi frá því í febrúar. Að vísu höfðu þeir ekki hætt allir í einu, heldur Al- bert fyrst, síðan Hreggviður og loks Ingi Björn. í viðtölum hafa „frjálslyndir hægri menn“ gefið í skyn, að flokkurinn hafi klofnað vegna afstöðu Borgaraflokksins í atkvæða- greiðslum á alþingi og afstöðunnar til ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt heimildum Þjóð- lífs í þingflokki Borgaraflokksins hafði myndast meirihluti fyrir því i þingflokknum að hleypa bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar í gegn (í desember á sl. ári). Albert Guðmundsson hafi sjálfur á þingflokksfundi undirstrikað þetta atriði og verið þátttakandi í umræðu og ákvörðun um hvernig staðið yrði að málinu á þingi. Það kom því öðrum þingmönnum flokksins gjörsamlega í opna skjöldu þegar formaðurinn stóð upp á þingi og fordæmdi afstöðu samþingmanna sinna til bráðabirgðalaganna. Margir þeirra litu svo á að Albert hefði þar með brotið meirihluta- samkomulag innan þingflokksins, auk þess sem hann sýndi samflokksmönnum sínum afar mikla ósanngirni á ögurstundu. Ný- kjörnum formanni flokksins, Júlíusi Sólnes, var um leið gert nær ókleift að halda uppi friði í flokknum eftir þetta. „Frjálslyndir hægri menn“ yfirgáfu ekki Borgaraflokkinn vegna afstöðu þingmann- anna í áðurnefndum atkvæðagreiðslum. Þeir héldu áfram að mæta á þingflokksfundi og taka þátt í flokksstarfinu fram yfir áramót. Þegar svo viðræður fóru í gang milli flokksins og ríkisstjórnarinnar í janúarmánuði sl. var Ingi Björn einn fulltrúa flokks síns í viðræðu- nefndinni. Eftir harkalegar deilur og þrýst- ing frá þeim feðgum ákvað Júlíus Sólnes for- maður flokksins að slíta viðræðunum. Reyndar kveðst Júlíus hafa slitið viðræðun- um vegna þess að árangur hefði ekki orðið í samræmi við óskir og vilja flokksins. Það var svo ekki fyrr en eftir þessa viðburði, að þeir Ingi Björn og Hreggviður hættu að mæta á þingflokksfundi. Héldu margir að viðræðu- slitin hefðu átt að verða sérstakt fagnaðar- efni Inga Björns. í rauninni var því aldrei um annað að ræða en málamyndaágreining og fyrirslátt, segja ýmsir Borgaraflokksmenn. Hefðu þeir félag- ar ekki unað afstöðu þingflokksins í at- kvæðagreiðslum um tiltekin rnál á þingi, hefðu þeir átt að segja sig úr flokknum í framhaldi af því, sem þeir gerðu ekki. Albert var hins vegar sjálfur kominn með hornin út þegar í desember, en þeir Hreggviður og Ingi Björn hættu ekki að mæta á þingflokksfundi fyrr en í febrúar og gengu úr flokknum í apríl. I viðræðum meðal flokksfélaga kom sú krafa fram frá „frjálslyndum hægri mönn- um“ að Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur yrði vik- ið úr þingflokknum og ÓIi Þ. Guðbjartsson yrði sviptur formennsku í þingflokknum. Harmabónin og ósk um að 2/3 hlutar þing- flokks réðu um afstöðu alls þingflokksins kom svo formlega til viðbótar. Reiknað er með að nokkrir úr flokknum muni fylgja þeim Inga Birni og Hreggviði og eru þá nefndir til sögu Þórir Lárusson, Jó- hann Albertsson, Birgir Gunnlaugsson og Gylfi Birgisson. Á hinn bóginn munu margir vinir og ættingjar Alberts Guðmundssonar fylgja Borgaraflokknum áfram. Þessi atburðarás hefur orðið til þess að þjappa fólkinu, sem er áfram í Borgara- flokknum enn betur saman og þingflokkur- inn; Júlíus, Aðalheiður, Óli Þ., Guðmundur Agústsson og Bcnedikt Bogason mun vera sérdeilis samstiga um þessar mundir. Vara- þingmennirnir flestir munu fylgja Borgara- flokknum áfram, þar á meðal Ásgeir Hannes Eiríksson einn harðvítugasti atkvæðasafnari í Reykjavík. Albert Guðmundsson hefur óumdeilan- lega verið einn svipmesti stjórnmálamaður síðustu áratuga á íslandi og þeim mun dapur- legra þótti mörgum göngulag hans í brottför- inni til Parísar. Telja ýmsir fréttaskýrendur að stofnun þingflokks „frjálslyndra hægri manna“, sé einfaldlega millileikur á baka- leiðinni til Sjálfstæðisflokksins. Forgöngu- menn „frjálslyndra hægri manna“ hafi klifað á því í tíma og ótíma að þeir væru„ sjálfstæð- ismenn". „Þangað sækir klárinn, þar sem hann er sárkvaldastur“, sagði Ásgeir Hannes Eiríksson þegar Þjóðlíf bar kenninguna und- ir hann. -óg 18

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.