Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 21

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 21
INNLENT Kaflaskil i tölvuheimi Blað var brotið í íslensku viðskiptalífi þegar hlutafélagið Isnet var stofnað 14. des- ember síðastliðinn, en fyrirtækið mun hasla sér völl á markaðinum við rafeindagagna- skipti, en hliðstæð fyrirtæki eru starfandi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Tilgangur félagsins er að aðstoða fyrir- tæki, stofnanir og einstaklinga við að skipt- ast á og samnýta tölvutækar upplýsingar án tillits til þess hvar upplýsingarnar eru og hvaða tegund tölvu er notuð. Stofnfé var ákveðið 8 milljónir króna og að fyrirtækinu standa Skýrsluvélar rfkisins og Reykjavíkur- borgar, Verslunarbanki íslands, Flugleiðir, Holberg Másson og Míkrómiðill sf. I stjórn félagsins voru kjörnir þeir Jón Þór Þórhalls- son, Jakob Sigurðsson, Holberg Másson og Steinþór Pálsson. Starfsemi ísnets mun einkum felast í því að auðvelda samskipti ólíkra tölvukerfa með aðstoð túlkunarforrita og hinsvegar að stuðla að rafeindagagnaskiptum í hverskon- ar viðskiptum. Fyrirtækið á sér fyrirmyndir erlendis en þar hafa ýmsir aðilar sameinast um að búa til eitt samræmt tölvunet fyrir viðkomandi land. í samtali við Þjóðlíf sagði Viðar Ágústs- son, starfsmaður SKÝRR, að ísneti væri fyrst og fremst ætlað að skapa möguleika á að samtengja ólfk tölvukerfi. „Það má segja sem svo að hugbúnaðurinn sem ísnet er að beita sér fyrir að byggja upp, er fyrst og fremst tengi- og flutningahugbúnaður á milli ólíkra vélategunda og tölvukerfa. ísnet mun hjálpa fólki og fyrirtækjum að nálgast gagna- banka í annarra eigu. Isnet er í rauninni ein- ungis að leggja til vegina, en þeir sem skipta við fyrirtækið verða sjálfir að leggja til bíl- ana." Að sögn Halldórs Kristjánssonar raf- magnsverkfræðings felast rafeindagagna- skipti (electric data interchange) í því að tölvur skiptast á gögnum án þess að manns- höndin komi þar nærri. Hann sagði að í Evrópu og Bandaríkjunum væri nú unnið jafnt og þétt að því að staðla formið á raf- eindagagnaskiptum, en margir staðlar hafa verið notaðir fram að þessu. „í Bandaríkjun- um nefnist mest notaði staðallinn X—12 en í Evrópu er Edifact-staðallinn mest notaður." — Rafeindagagnaskipti eru mjög ofarlega á baugi í tölvuheiminum í dag og munu verða veigamikill þáttur í starfsemi fyrirtækja, jafnt hér á landi sem erlendis, og án nokkurs vafa ætlar ísnet að gera sig gildandi í þessari þjónustu. Nokkuð skiptar skoðanir eru hins- vegar á því hvort rétt sé að einkafyrirtæki á borð við ísnet, sem stofnað er af ákveðnum fyrirtækjum, standi að starfrækslu slíks fyrir- tækis. Finnst sumum sem starfsemi sem þessi eigi að heyra undir Póst- og símamálastofn- unina, enda sé nauðsynleg leynd á persónu- legum og viðskiptalegum upplýsingum best tryggð með þeim hætti. Kristján Ari. Menn stöðva ekki þróunina „Nýjir viðskiptahættir munu koma hvort sem mönnum finnst það æskilegt eður ei. Menn stöðva ekki þróunina. Þetta er svo inikiI bylting í vinnubrögðum í rekstri fyrir- tækja. Á næstu árum mun verða gjörbreyt- ing á ölluni viðskiptaháttum, sérstaklega eft- ir árið 1992 þegar Evrópuríkin verða búin að koma sér upp innri markaði. Við verðum hreinlega ekki til á landakortinu nema við séum með í þessu", sagði Jakob Sigurðsson, stjórnarmaður í ísneti hf. og yfírmaður tæknisviðs Flugleiða, þegar hann var inntur álits á tilkomu rafeindagagnaskipta í við- skiptum fyrirtækja. En hver var kveikjan að stofnun ísnets? — Kveikjan að stofnun ísnets var einfald- lega sú að eins og málum er nú háttað hér á landi er ákaflega erfitt að færa upplýsingar milli ólfkra tölvukerfa. Mismunandi tölvu- kerfi tala ólík tungumál og því koma upp ákveðnir samskiptaörðugleikar þegar miðla þarf upplýsingum milli þeirra. Annað veiga- mikið hlutverk hjá okkur verður að greiða fyrir rafeindagagnaskiptum milli fyrirtækja. Rafeindagagnaskipti felast í því að tölvu- kerfi skiptast á gögnum á tölvutæku formi. Þessi tegund samskipta er mjög að ryðja sér til rúms erlendis í öllum viðskiptum og ég hygg að þau eigi eftir að verða allsráðandi. Ýmis stórfyrirtæki í Bandarfkjunum, t.d. General Motors, eru byrjuð að krefjast þess að viðskiptavinir þeirra nýti sér rafeinda- gagnaskipti í viðskiptum. — Þetta gengur þannig fyrir sig að þegar t.d. verslun pantar einhverja vöru hjá heild- sala þá er það einfaldlega gert í gegnum tölvukerfi viðkomandi fyrirtækis, sem sendir þegar boð til heildsölunnar. Tölvukerfið í heildsölunni kannar strax hvort umbeðin vara er til og hvort viðkomandi viðskiptavin- ur hafi staðið í skilum. Sé svo sendir tölvu- kerfi heildsölunnar þegar boð til verslunar- innar um að pöntunin sé staðfest og á leið- inni. Pöntunin gengur á þennan hátt fljótt og örugglega fyrir sig og það er vissulega beggja hagur. — Viðskiptahættir sem þessir hafa oft verið nefndir,, pappírslaus viðskipti" enda koma þeir að verulegu leyti í stað gömlu pappírsvinnunnar í fyrirtækjarekstri. — Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins er aðallega komin frá mér og Jóni Þóri Þór- hallssyni og við töldum það farsælla að flækja ekki málin með því að hafa of marga með í byrjun. Hinsvegar vorum við, og erum enn, þeirrar skoðunar að þegar notendur byrjuðu að sýna fyrirtækinu áhuga myndum við bjóða þeim aðild að fyrirtækinu. — Við leggjum mikla áherslu á að fyrir- tækið verði rekið af notendum en ekki tölvu- sölum. Við viljum að tölvusalar lagi sig að íslenska markaðinum, en ekki að fyrirtækin aðlagi sig hverjum og einum tölvusala. Ég geri fastlega ráð fyrir því að með haustinu muni hluthöfunum fjölga því ýmis stórfyrir- tæki hafa sýnt ísneti mikinn áhuga. — Þeir aðilar sem koma til með að skipta við okkur þurfa alls ekki að óttast það að einhver fyrirtæki eða einstaklingar komist yfir viðkvæmar persónulegar eða viðskipta- legar upplýsingar sem þeim er ekki ætlað að sjá. f raun og veru stoppa upplýsingarnar ekkert hjá ísneti, því við komum til með að senda þær viðstöðulaust milli sendanda og viðtakanda. Við munum ekki reka tölvusal né gagnabanka, heldur alla okkar þjónustu út. Rekstur tölvunnar, og annað þvíumlíkt, munum við sjálfsagt kaupa hjá Skýrr eða öðrum aðilum sem bjóða upp á 24 tíma þjón- ustu alla daga vikunnar. — Tölvudeildir Flugleiða og Verslunar- bankans verða bara eins og hverjir aðrir við- skiptavinir þannig að samkeppnisaðilar þurfa ekki að óttast viðskipti við ísnet. — Það er ekki í uppsiglingu neitt við- skiptastríð milli okkar og Pósts og síma, nema síður sé. Við höfum mjög góð sam- skipti við stofnunina. Áður en fyrirtækið var stofnað leituðum við til Pósts og síma og gerðum þeim grein fyrir fyrirætlunum okkar. Þeir höfðu ekkert við þær að athuga og kváð- ust ekki hafa hugsað sér að fara inn á sömu brautir og við. Og að svo stöddu hygg ég að þeir ætli sér ekki í beina samkeppni við okk- ur. Þeir hafa örugglega nógu stór mál á sinni könnu, sagði Jakob Sigurðsson að lokum í samtali við Þjóðlíf. Kristján Ari. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.