Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 22

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 22
INNLENT Skjal upp á vestasta oddann — og — Það var sumarið 1981 að ég hóf að gefa út sérstakt skjal fyrir þá ferðamenn sem náðu því takmarki í lífi sínu að komast á vestasta odda í Evrópu, Bjargtanga, segir Magnús Guðmunds- son frá Patreksfirði sem staðið hefur fyrir sérstæðri landkynningu á sumarsetri sínu við Hvallátra: — Skjali þessu hefur verið vel tekið af landanum sem og erlendum ferðalöng- um. Það fer ekki á milli mála að skjalið er mikil landkynning en það hefur nú þegar farið um víða ver- öld. — Síðustu eintökin af fyrstu útgáfu þessa sérstaka skjals afhenti ég sumarið 1986 og hófst ég þá handa við að hanna nýtt skjal og fullkomnara, en það er á ís- lensku, þýsku, ensku og skandinavísku. Einnig er hnattstaðan skráð á skjalið og það er tölusett. Þetta skjal var prentað í Borgar- prenti fyrir mig og gat ég byrjað að afhenda það sum- arið 1987. Hér er 9. bekkur Húnavallaskóla á Látra- bjargi í september í fyrra ásamt kennara sínum, Guðrúnu Bjarnadóttur og Ásgeiri Erlendssyni vitaverði. Magnús Guðmundsson frá Patreksfirði. 22

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.