Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 26

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 26
SKÁK og gerst hefur á síðustu vikum. Og þegar einu sinni fer að halla undan fæti getur verið örðugt að snúa við þegar teflt er við einbera ofurmeistara; einhver sýnir veikleikamerki og þeir vilja allir höggva í sama knérunn, setjast að honum eins og gammar og vilja ekki heyra minnst á jafntefli. í þessu samfélagi þar sem hinn tæknilegi undirbúningur er nánast fullkominn er það einatt hinn skapandi kraftur sem ræður úr- slitum; hið snjalla og óvænta sem kemur and- stæðingnum í vanda hvað sem hann á mörg- þúsunda skáka ChessBase á tölvunni sinni. Það er einmitt þessa krafts sem menn sakna sárast þegar þeir hafa teflt yfir sig. Á því er enginn vafi að sigrar Jóhanns á síðasta ári hafa komið hinum íslensku stór- meisturunum til góða á ýmsan óbeinan hátt. Hann eykur þeim m.a. metnað og sjálfs- traust og ýtir undir fagleg vinnubrögð. Fyrr- um aðstoðarmaður Jóhanns, Margeir Pét- ursson hefur verið á mikilli siglingu nú um tíma. Eftir dágóðan árangur á Fjarkamótinu í febrúar hélt hann til Lugano í Sviss þar sem hann náði besta árangri sínum á skákferlin- um til þessa, 1.-2. sæti ásamt Kortsnoj hinum ógurlega. Þeir fengu 8 vinninga í 9 skákum sem er hæsta vinningshlutfall sem náðst hef- ur í þessu árlega stórmóti. Margeir skaut þarna ref fyrir rass ýmsum þekktum nöfnum, Bandaríkjamanninum Seirawan, Nunn hin- um enska og papýrusfræðingnum Hiibner frá Þýskalandi og er þá fátt talið. Að þessu loknu hélt hann rakleiðis á opna New York-mótið sem var sýnu sterkara en það fyrra og tók þar forystuna. Hún entist honum þó ekki út mótið, hann náði þar 5. sæti ásamt nokkrum öðrum meisturum, tap- laus og má mjög vel við una. Þegar Margeir setti í jafnteflisgírinn vestra var það Helgi Ólafsson sem hóf merkið á loft og vann hverja skákina á fætur annarri og var hársbreidd frá því að hreppa efsta sætið á þessu mikla móti. Helgi hefur verið á upp- leið að undanförnu og sýndi sínar bestu hlið- ar í þetta sinn, lagði m.a. að velli Lev Alburt, margfaldan Bandaríkjameistara og heims- meistarann fyrrverandi, Vasilí Smyslov. Smyslov er nú kominn yfir sextugt, en hefur haldið skákstyrk sínum furðanlega vel, enda kann hann þá list öðrum betur að tefla fágað og áreynslulítið. Hann hefur löngum verið íslenskum meisturum erfiður ljár í þúfu og sótti Friðrik Ólafsson t.d. aldrei gull í greipar Smyslovs og hygg ég að Helgi sé fyrsti íslend- ingurinn sem vinnur á kappa þessum sem verið hefur í fremstu víglínu á skákvellinum í nærfellt hálfa öld. Pað er óhætt að segja að í skák Helga við Smyslov komi fram bestu eiginleikar sem af sumum eru taldir prýða „íslenska skákskól- ann“, nefnilega traust byrjanaþekking og ákveðin sigurviðleitni án ónauðsynlegrar áhættu; atvinnumennska í besta skilningi þess orðs. Helgi beitir afbrigði sem nú er mjög í tísku fyrir tilverknað Kasparovs heimsmeistara, hefur í heimarannsóknum fundið athyglis- verða áætlun (11.0-0-0 og 12. Bxfó) sem setur Smyslov í mikinn vanda. Helgi hefur undir- tökin, teflir stíft til sóknar en gætir þess um leið að kæfa alla gagnsóknartilburði í fæð- ingu. Eftir rúma 20 leiki hlýtur heimsmeist- arinn fyrrverandi að hafa séð sæng sína upp reidda, móast þó við enn um hríð en sér aldrei til sólar. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart. Vaslí Smyslov Nimzoindvesk vörn abcdefgíi 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. f3 c5 9. dxc5 bxc5 10. e3 d6 11. 0-0-0 De7 12. Bxf6 gxf6 13. Re2 Rd7 14. Rf4 Hfd8 Svarta staðan virðist traust og ekki er langt í að hann geti farið að stilla upp til sóknar eftir b-línunni. Næsti leikur Helga kemur Smyslov þó í niikinn vanda. Hann hótar Del- g3 með tvöfaldri árás á d6 og g7 og í fram- haldinu skín mátstef drottningar og riddara í gegn. Smyslov fórnar peði en neyðist svo til að fara út í endatafl sem Helga reynist létt verk að vinna úr. 15. Rh5! d5 16. g4 d4 17. exd4 cxd4 18. Hxd4 e5 19. De3! Kh8 20. Be2 Dc5 21.Dh6 Df8 22. Dxf8+ Rxf8 23. Hxd8 Hxd8 24. Hdl Hxdl+ 25. Bxdl Rd7 26. Kd2 Kg8 27. b4 Kf8 28. Ke3 Ke7 29. Rg3 Rf8 30. Rf5+ Kd7 31. Ba4+ Kc7 32. Be8 Re6 33. Bxf7 Rf4 34. Bg8 h5 35. gxh5 Rxh5 36. Bf7 Rf4 37. h4 Bc8 38. Ke4 Bb7 39. Bd5 Bc8 40. Rg3 Kd6 41. c5+ . Og hér lagði heimsmeistarinn fyrrverandi niður vopnin og Helgi stóð uppi sem sigur- vegari. Áskell Örn Kárason 26

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.