Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 28
ERLENT Fjörkippur i Portugal Ég er forseti allra Portúgala, segir Soares í viðtali við Þjóðlíf. (Myndir A.S.) Fréttir berast af vænlegum efnahagsbata í því forðum fasiska ríki, Portúgal. Portúgalir eru að tengjast samtökum Evrópuríkja æ nánari böndum. Tíðindamaður Þjóðlífs hitti einn helsta forvígismann lýðræðislegra stjórnarhátta í Portúgal fyrr og síðar, Mario Soares að máli í Lissabon: Mario Soares hefur án nokkurs vafa haft meiri áhrif í portúgölskum stjórnmálum en nokkur annar stjórnmálamaður þann hálfan annan áratug sem liðinn er frá því einræðis- stjórninni var steypt af stóli. Soares hefur þó mátt þola súrt og sætt á þessum tíma. Hann varð utanríkisráðherra í byltingarstjórninni sem sett var á laggirnar og starfaði þá með marxistum eins og Otelo de Carvalho (sjá rammagrein) og samdi um sjálfstæði til handa nýlendum Portúgala, Angóla, Mozambique og Gíneu-Bissau. Leiðir skildu með honum og marxísku bylt- ingarmönnunum og Soares átti drjúgan þátt í því að eftir átján mánaða byltingarástand var Portúgal sveigt inn á brautir vestræns borgaralegs lýðræðis. Hann varð þrívegis forsætisráðherra ýmist í minnihlutastjórn sósíalista eða í samsteypu- stjórnum. Síðla árs 1984 töldu margir frétta- skýrendur að sól Soaresar væri að hníga til viðar. Sósíalistaflokkur hans beið mikinn ósigur, fékk aðeins 21 af hundraði atkvæða í stað 36 af hundraði í kosningunum þar á undan. Soares hafði þá lýst yfir framboði til forseta og örfáum mánuðum fyrir kosningar gáfu skoðanakannanir til kynna að hann nyti einungis stuðnings 6 af hundraði kjósenda. Soares sagði þá og segir enn að hann sé lang- hlaupari í stjórnmálum og það sannaði hann í þessum kosningum því hann fór fram úr frambjóðanda hægri aflanna á endasprettin- um og sigraði með minnsta mun, tæplega 51 prósent atkvæða, 16. febrúar 1986. „Það er rétt að sósíalistaflokkurinn beið afhroð í þingkosningum örskömmu fyrir for- setakosningarnar," sagði Mario Soares í við- tali við Þjóðlíf. „Hins vegar tapaði ég ekki þeim kosningum því þótt ég væri forsætis- ráðherra á þessum tíma hafði ég lýst yfir framboði til forseta og eftirlátið öðrum for- mennsku í flokknum." Frelsið er skapandi Soares lýsti því yfir um leið og úrslit kosn- inganna voru ljós að hann ætlaði sér að vera forseti allra Portúgala en ekki einungis þeirra sem kusu hann til embættisins, það er að segja vinstri flokkanna. Soares er fyrsti forseti Portúgala í um það bil hálfa öld sem ekki kemur úr röðum hersins. Hvort sem það er því að þakka eða öðru hefur Soares unnið hug og hjörtu landa sinna með alþýðlegri framkomu sem Portúgalar áttu ekki að venjast á stjórnarárum fyrir- rennara hans Eanesar. Soares segir að hann túlki verksvið forsetans ekki eingöngu sem verndara stjórnarskrárinnar og dómara í stríðsleikjum stjórnmálanna. „Eg reyni eins og ég get að hvetja landa mína til dáða og framfara og ýti undir viðleitni til að færa Portúgal í átt til nútímans. Þannig leita ég eftir félagsskap listamanna og rithöfunda sem oft vísa veginn til framtíðarinnar. Ég leitast við að búa Portúgölum skilyrði til að umbreyta samfélaginu. Ég er bjartsýnn og Árni Snœvarr rœðir við Mario Soares forseta Portúgals held að hægt sé að bæta hlutskipti mannsins. Við sem kynnst höfum helsi einræðisins skynjum hversu frelsið er skapandi. Ég er fylgjandi andófi og tel að unga fólkið eigi að andæfa hinum sem eldri eru. Það er hlutverk ungu kynslóðarinnar að draga í efa það sem við hinir eldri höldum fram og ég vil hjálpa henni í þeirri viðleitni." Það er óhætt að fullyrða að Mario Soares hefur tekist á furðu skömmum tíma að breyt- ast úr umdeildum stjórnmálamanni í vinsæl- an — en fremur valdalítinn — þjóðhöfð- ingja. Soares hefur tekið þann kost að setjast ekki að í forsetahöllinni Belem. Hann býr í fjölbýlishúsi rétt utan við miðbæ Lissabon. Forsetinn kýs að tala við erlenda fréttamenn á reiprennandi frönsku en hann var um ára- bil í útlegð í Frakklandi og heldur enn tengsl- um við marga vini sem hann eignaðist þar, svo sem Francois Mitterand, núverandi for- seta. Hvað ertu að lesa væni? Rétt eins og Mitterand á árunum 1986- 1988, hefur Soares orðið að sætta sig við að fyrir ríkisstjórninni fari pólitískur andstæð- ingur, en sósíaldemókrataflokkurinn sem er til hægri hefur nú meirihluta á portúgalska þinginu. „Það er rétt að stjórnmálakerfi okkar svip- ar til þess franska. Sambúð mín sem forseta kosnum með atkvæðum vinstri manna og hægri meirihlutans á þingi hefur þó verið mun vinsamlegri en var í Frakklandi." Soar- es hefur minna svigrúm en fyrirrennari hans Eanes, hershöfðingi sem deildi og drottnaði í skjóli þess að fimm tiltölulega jafnstórir flokkar skiptu með sér þingsætum. Þetta er þó ekki það eina sem skilur að forsetana tvo. I lok viðtalsins bauð Soares blaðamönnum út í garð og benti á opið hlið við endimörk garðs forsetahallarinnar. „Þarna var ramm- gerður múr. Það var mitt fyrsta verk að láta rífa hann niður." Og á gönguferð um nær- liggjandi almenningsgarð sýndi Soares og sannaði að múrinn á milli forsetaembættisins og almennings hefur verið rifinn niður. For- setinn vék sér að ungum manni sem sat á bekk og rýndi í bók. „Hvað ertu að lesa væni minn?" Ungi maðurinn leit ekki upp og sýndi þess merki að hann kærði sig ekki um 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.