Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 29
ERLENT að vera truílaður við lesturinn. Þegar Soares las upphátt titilinn á bókinni og spurði hvort það væri ekki rétt hjá sér að hann væri á fyrsta ári í lögfræði úr því hann væri að lesa stjórnskipunarrétt, áttaði lagastúdentinn sig á því að þar færi forseti lýðveldisins og brá mikið við! Fóru offari í þjóðnýtingu Fimmtán árum eftir portúgölsku bylting- una eru flestir forsprakkar hennar horfnir af sjónarsviðinu, nema Mario Soares sem varð einn af leiðtogum byltingarstjórnarinnar og lifði hana af. Ekki verður þó fram hjá því litið að þótt byltingarinnar sé minnst á hverju ári beita núverandi valdhafar sér æ meir að því að uppræta verk byltingarinnar. Hvað er eiginlega eftir af byltingunni? „Byltingin var fyrst og fremst lýðræðis- leg," segir Soares. „Bundinn var endir á hálfrar aldar einræði og komið á háþróuðu lýðræði á öllum sviðum stjórnmála og félags- mála. Það var þó ekki síður mikilvægt að veita nýlendunum sjálfstæði enda ríkti grimmilegt borgarastríð í Mozambique, Angóla og Gíneu-Bissau. Við höfum ekki aðeins veitt þessum rfkjum sjálfstæði heldur hefur okkur tekist að halda uppi einstaklega góðum samskiptum við þau. Svo ég nefni aðeins eitt nýlegt dæmi er nýlokið fundum menntamálaráðherra allra fyrrverandi ný- lendna okkar hér í Lissabon. Fyrir byltinguna var Portúgal fátækasta land Evrópu. Við erum enn fátækir en okkur hefur þó tekist að lyfta okkur af botninum og skjóta Grikkjum aftur fyrir okkur. Við erum á réttri leið." Einn er sá arfur byltingarinnar sem ekki hefur verið afmáður. Byltingarráð hersins beitti sér fyrir miklum þjóðnýtingum og í stjórnarskránni sem landinu var sett er kveð- ið á um að þær séu óafturkræfar. „Ég tel að það hafi verið gengið of langt. Rfkisgeirinn í Portúgal er einhver sá stærsti í Evrópu, meira að segja bjórbruggunarhúsin eru í eign ríkisins og auðvitað bankar, þungaiðnaður og olíufélög. Sósíalistar eru sammála stjórn- arflokknum um að nauðsyn sé að einkavæða töluverðan hluta atvinnulffsins til þess að við verðum samkeppnisfærir, en til þess þarf stjórnarskrárbreytingu." Forsetinn bendir á að það séu ekki einung- is jafnaðarmenn í Portúgal, Frakklandi og víðar sem á síðustu árum hafi tekið að líta ríkisrekstur öðrum augum en áður. „Meira að segja Gorbatsjov telur þörf á sterku einkaframtaki til að tryggja framþróun í So- vétríkjunum." Hraðferð í iðnvædda Evrópu Sem formaður Sósíalistaflokksins beitti Soares sér af alefli fyrir því að Portúgal gengi í Evrópubandalagið. Lengi vel mætti hann talsverðri andstöðu. Margir óttuðust að Portúgal smæðar sinnar og fátæktar vegna myndi verða kokgleypt af ríkum nágrönnum sínum. „Við erum á landamærum. Við erum annað hvort fátækasta iðnríkið eða ríkasta þróunarlandið, eftir því hvernig á það er lit- ið. Evrópubandalagið hefur veitt okkur mik- ilvæga þróunarstyrki og það hefur orðið til þess að hjól atvinnulífsins hafa tekið að snúast hraðar. Markmiðið er auðvitað að búa Portúgal undir 1992." Sama ár og gengið var frá samningum um inngöngu Portúgals og Spánar í Evrópu- bandalagið var áætlunin um að ryðja úr vegi landamærum á milli bandalagsríkja sam- þykkt. Margir Portúgalir eru uggandi um sinn hag vegna þeirrar óheftu samkeppni sem blasir við. Landið er fátækt, efnahagslíf- ið ekki aðeins veikburða heldur einnig gamaldags, bankakerf- ið ófullkomið og menntun- arstig lágt. (Sjá ramma- grein). Þróunaraðstoð Evrópubandalagsins er 1 að vísu umtalsverð. 1 Þannig fá Portúgalir styrki sem nema um 30 milljörðum íslenskra króna samkvæmt nú- verandi áætlunum auk lána á fimm árum til að færa efnahagslíf sitt í nútímahorf! Þessi aðstoð hefur óneitanlega komið sér vel fyrir Portúgali og óumdeilanlega hefur staðnað ef nahagslíf landsins tekið nokkurn fjörkipp á síðustu árum. Engu að síður vaknar sú spurning hvernig Portúgal geti náð hinum Evrópubandalagsríkjunum. Soares: „Með því að einbeita okkur að tæknilegri framþróun og með því að treysta á hæfileika þjóðarinnar á þetta að vera hægt. Við erum fjórtán og hálf milljón, þar af búa um tíu milljónir í landinu sjálfu. Frá því á síðustu öld hafa Portúgalir leitað til útlanda eftir vinnu. Nú flytjast Portúgalir ekki lengur til útlanda — það eitt út af fyrir sig er dæmi um að ástandið hefur batnað. Fólk fluttist frá Portúgal vegna þess hve vanþróað landið var, vegna þess að framtakssemi þessa fólks gat ekki notið sín vegna skorts á lánsfé og svo framvegis. Blaðinu hefur nú verið snúið við að miklu leyti. Það er kraftur f efnahagslífinu, iðnaðarfram- leiðsla vex, rannsóknarstarf- semi er í blóma og umbætur í landbúnaði eru farnar að skila gjp sér. Við höfum fengið mikið lánsfé á hagstæð- um kjörum og 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.