Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 31

Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 31
ERLENT Carvalho. „Ég hef engar sannanir fyrir því hverjir hafa staðið að samsæri gegn mér og félögum mínum þótt ýmsar vísbend- ingar liggi í augum uppi“, sagði síðasti byltingarmaðurinn í viðtali við Þjóðlíf. Otelo var handtekinn árið 1984 og síðar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að vera foringi hryðjuverkahópsins FP 25. FP 25 banaði á öðum tug manna í hryðjuverkum í upphafi þessa áratugar. Hann var um þetta leyti formaður vinstriflokksins FUP og fór ekki dult með þær skoðanir að nýrrar bylt- ingar væri þörf í Portúgal. Dómurinn yfir Otelo var mjög umdeildur á sínum tíma og raunar klofnaði rétturinn. Hluta dómsins var hrundið fyrir skömmu enda þótti sannað að hann bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ýmislegt í honum þykir orka tvímælis, með- al annars að hann er dæmdur fyrir að bera siðferðislega ábyrgð á hryðjuverkunum. „Ég er pólitískur fangi. Stjórninni tókst ekki að uppræta hryðjuverk og óttaðist slæmt orðspor sitt erlendis. Ég hef engar sannanir fyrir því hverjir hafi staðið að sam- særi gegn mér og félögum mínum þótt ýmsar vísbendingar liggi í augum uppi. Jafnt hægri menn í Sósíaldemókrataflokknum sem kommúnistar höfðu ímugust á mér og margt bendir til þess að þeir hafi átt hlut að máli. Aðalatriðið er þó að ég hef hvorki á einn né annan hátt tekið þátt í hryðjuverkum. Það eina sem hægt er að saka mig um er að hafa ekki gert mér grein fyrir að FP 25 sótti félaga innan raða flokks míns.“ Af viðtölum við málsmetandi menn í Port- úgal er ljóst að talsverðar líkur eru á því að Otelo verði látinn laus á næstunni. Miguel Estevez Cardoso, ritstjóri vikublaðsins O Independente sagði í samtali við Þjóðlíf að miklar líkur væru á að samþykkt yrði sakar- uppgjöf honum til handa. Ritstjórinn sem er langt til hægri í stjómmálum lýsti aðdáun á byltingarmanninum ósveigjanlega en sagði að enginn vafi væri á því að hann væri sekur og því rangt að láta hann lausan. Mario Soares forseti Portúgals sem átti þátt í því í forsætisráðherratíð sinni að fang- elsa Otelo, lét einnig vinsamleg orð falla um Otelo í viðtali við Þjóðlíf en kallaði hann „óraunsæjan rómantíker". „Otelo var ein af hetjum byltingarinnar. Persónulega hefur okkur alltaf komið vel saman. Honum var falin mikil ábyrgð eftir byltinguna en er stefna hans varð undir urðu honum á heimskuleg mistök. Auðvitað neitar hann því að hafa átt aðild að FP 25 en í fórum hans fundust gögn, þar á meðal dagbók, þar sem hann segir frá ólöglegu athæfi. Það er erfitt að trúa Otelo þegar hann segir að þetta hafi verið einhvers konar skáldskapur.“ Á Soar- es er hins vegar að skilja að hann vildi feginn að Otelo yrði látinn laus þótt hann segi það ekki berum orðum. Það er hins vegar ekki í hans valdi að veita sakaruppgjöf heldur port- úgalska þingsins. Þótt Otelo de Carvalho hefði hlotið 18 af hundraði atkvæða í forsetakosningum — og var þó ekki studdur af neinum stjómmála- íslensk kona í hringiðu portúgalskra stjórnmála „Klukkan var sjö að morgni. Ég var að búa dóttur mína í skólann þegar kennslukonan hringdi og sagði mér að herinn hefði gert uppreisn um nóttina.“ Það er Kristín Thorberg Sá Machado sem hefur orðið og rifjar upp atburðina fyrir fimmtán árum þegar blómabyltingin í Port- úgal braust út. Hún hefur verið búsett í Port- úgal í 27 ár og fylgst náið með stjórnmálum þar enda er eiginmaður hennar málsmetandi maður í portúgölsku samfélagi, einn stofn- enda flokks miðdemókrata, um tíma utan- ríkisráðherra, frambjóðandi til embættis for- stjóra UNESCO og forstöðumaður eins þekktasta listasafns Portúgals. „Maðurinn minn trúði mér ekki þegar ég sagði honum frá þessu og hafði þá einnig heyrt tilkynningu í útvarpinu. Hann hélt að ég hefði misskilið tíðindin. Þrátt fyrir út- göngubannið þyrptist fólk út á götur og óskapleg gleði ríkti. Það hafði verið búist við að stjórnin yrði sett af, en þegar það loksins gerðist trúði maður því varla.“ Kristín minnir á að almenningur hafi verið orðinn langþreyttur á nýlendustríðunum sem staðið höfðu í 14 ár auk skorts á lýðrétt- indum. Fyrstu tvö árin eftir byltinguna voru „erfið" eins og Kristín orðar það. Eiginmað- ur hennar átti undir högg að sækja í starfi sínu sem einn af forstöðumönnum Gulberti- ansafnsins og um tíma urðu hjónin að flýja Lissabon vegna ofsókna. „Kommúnistarnir voru að reyna að koma sínum mönnum að og reyndu að bola manninum mínum frá. Hon- um tókst um síðir að hreinsa sig af ásökunum þeirra og fá starfið aftur.“ Á Kristínu er hins vegar að heyra að Port- úgal sé á uppleið á flestum sviðum. Það svíð- ur henni hins vegar sárt að lítt virðist gert til að kynna ísland í Portúgal. „Þegar Vigdís forseti heimsótti Portúgal var lýst yfir vilja til að koma á menningarsamskiptum en það flokki — urðu heldur fáir innan Portúgals til að veita honum liðsinni er dómur féll yfir honum. Á alþjóðavettvangi hefur hins vegar verið barist fyrir málstað hans. Ramsay Clark, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þekktir baráttumenn fyrir mannréttindum, þingmenn á Evrópuþinginu og innan Portúg- als Eanes, fyrrum forseti, hafa lagt honum lið. Á síðustu mánuðum, einkum eftir að hluta dómsins var hrundið hefur hreyfing komist á mál hans í Portúgal. Otelo sjálfur lætur að því liggja að ástæðan sé einkum að það sé óþægilegt fyrir stjórnina að hafa póli- tískan fanga og meira að segja byltingarhetju í fangelsi á hæpnum forsendum. En hafa skoðanir Otelos breyst á þeim tæpu fimm árum sem hann hefur setið í fang- elsi? „Nei, ég er enn sannfærður um að halda hefði átt áfram á þeirri braut sem mörkuð var í byltingunni. Á þeim 19 mánuðum sem byltingarástandið varði gerðust ótrúlegir hlutir, alþýðufólk tók málin í sínar eigin hendur. Ég er enn fylgjandi því beina, milli- liðalausa lýðræði sem við komum á með kosningum til ráða (sovéta) verkamanna, bænda og hermanna. Það voru hins vegar þversagnir í byltingarhreyfingu hersins. Þegar vitundarvakning varð meðal alþýð- unnar misstu margir foringjanna móðinn og tóku að óttast um stéttarforréttindi sín. Bylt- ingin var svikin." Otelo er viss um að hann verði látinn laus áður en langt um líður. Og hvað þá? „Ég ætla að berjast fyrir því að endurheimta mannorð mitt. Ég hef hins vegar lært af reynslunni og ætla ekki að stofna stjórnmálaflokk heldur sinna sögulegri skyldu minni og skrifa um byltingarreynslu mína.“ Árni Snævarr/Tomár hefur lítið orðið úr framkvæmdum — og það er slæmt, því fáir þekkja til íslands hér — þrátt fyrir allan saltfiskinn." ÁS/Lissabon Portúgal í tölum íbúafjöldi: 10,3 milljónir Þjóðarframleiðsla á mann: 3.677 dollarar (1987) Hagvöxtur: 4-5% síðustu 2 ár Verðbólga: 10% (1988) Atvinnuleysi: 6,6% Atvinnuskipting: Iðnaður 22%, Landbúnaður 22%, Annað 43% Ólæsi: 15% Æðri menntun: 11% íbúa (EB meðal- tal 25%) Framhaldsmenntun: 40% (EB með- altal 95%) 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.