Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 33

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 33
ERLENT Uppgjörið við uppreisnina hafið » Föðurlands- svikararnir" frá árinu 1956 teknir í sátt. Imre Nagy forsœtisráðherra jarðaður að nýju í eyðilegu kirkjugarðshorni í útjaðri Búda- pest Iiggja tugir manna grafnir án þess að nokkur grein sé gerð fyrir þeún ofar moldu. Hvorki krossmðrk né legsteinar prýða leiðin. Aðeins nokkur blóm og litlir borðar í ung- versku fánalitunum gefa til kynna að bér séu menn grafnír. Það er eins og þung mara livílí ástaðþessum. Fólkið sem gengur hóglega um garðinn 1 ítur flóttalega á mann sem mundar mynda- vél; það hefur lagt bíl sínutu við torfæra slóð og gengið spariklætt eftir moldargötum og kafað illgresi svo það mætti vitja þeirra sem þarna hvfla. Greinilega engin tilviljun að það skuli hafa lagt leið sína á þennan ónotalega stað. Samferðamaður minn bendir mér á leiði undir gulmáluðu tré: þarna er Imre Nagy, fyrrverandi forsætisráðherra Ung- verjalands sagður gral'inn. Hann sat í em- bætti öðru sinni dagana sem uppreisnin stóð. Tveimur árum síðar, 16. júní 1958 var hann tekinn af lífí sem föðurlandssvikari og jarð- aður við hlið félaga sinna. Kirkjugarðurinn — tákn uppreisnarinnar Upp á síðkastið hefur umferð við leiði pfsl- arvotta uppreisnarinnar aukist til inuna. Fyrir tveimur árum hefði það verið talið óðs manns æði að hætta sér þangað en núna fer fólk þangað nánast daglega. 16. júní s.l. hélt hópur manna út í kirkjugarðinn að koma þar fyrir grafarspjaldi, en lögreglan gerði það upptækt. Mannsöfnuðurinn krafðist þess þá að sannleikurinn yrði sagður um afdrif þeirra sem teknir voru af lífi eftir uppreisnína en lögreglan tók þá það til bragðs að dreifa mannfjöldanum. Óháðir flokkar sem skotið hafa upp koll- inum í landinu á síðustu misserum, hvöttu til þess s.l. haust að uppreisnarínnar 23. októ- ber 1956 yrði minnst með fjöldagöngu, en lögreglan mæltist til þess að það yrði látið ógert. Eftir nokkurt þref í fjölmiðlum féllu flokkarnir frá fyrirhuguðum aðgerðum en Ungverjalandi eins og víðar í Austur-Evrópu er allt í einu oröin eftirspurn eftir blöðum, sem skrifa á opinn hátt um skuggahliðar sögunnar og samtímans. samt söf nuöust nokkur hundruð manns sam- an á uppreisnarafmælinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lagst gegn hvers konar aðgerðum sem flokkarnir boð- uðu til viðurkenndu þau samt fáum mánuð- um síðar að „uppreisn" hefði verið gerð í landinu árið 1956. Fram að því hafði hún aðeins verið skýrð sem „upphlaup ólýðræð- islegra al'la í landinu" og sem minnst um hana fjallað. Uppreisnin rædd í fjölmiðlum í raun hefur uppreisnin legið í algjöru þagnargildi fram að síðustu mánuðum. Nú virðist hins vegar sem algjör kúvending hafi orðið í þessum efnum. Bæði blöð, útvarp og sjónvarp fjalla hispurslaust um hina afdrifa- ríku atburöi og jafnframt hafa komið fram eindregnar kröfur um að mál þeirra sem teknir voru af lífi eftir uppreisnina verði end- urskoðuð og þeim veitt uppreísn æru. Stjórn- völd sýndu fljótlega lit eftir að tók að bera á þessum þrýstingi. I nóvember var grafar- spjaldinu skilað sem gert hafði verið upptækt við leiði „föðuriandssvikaranna" og því komið fyrir á einu leiðanna. Nú hefur stjórn- in bætt um betur og ákveðíð að taka upp grafir uppreisnarmanna og veita þeim sóma- samlega útför. Hún verður gerð 16. júní n.k., sama dag og Nagy var tekinn af lífi. Óháða dagblaðið ,A Kapu" (Hlíðið) birti nýlega leynda skrá yfir þá sem líflátnir voru eftir uppreisnina. Auk Imre Nagy og örfárra blaða- og stjórnmálamanna sem fylgdu hon- um að málum var hálft þriðja hundrað verka- manna og bænda teknir af lífi. flestir strax ei'tir uppreisnina en aðrir fáum árum síðar. Á listanum var t.d. drengur sem var 15 ára í uppreisninni. Hann beið þess í þrjú ár að vera tekinn af lífi, því ekki mátti fullnægja dauðadómnum yfir honum fyrr en hann yrði 18 ára og næðí lögaldri. Nýir leiðtogar — meiri umræða Ástæður þess að umræðan í Ungverjalandi hefur orðið jafn opinská um uppreisnina og raun ber vitni eru af ýmsum toga. Helsta ástæðan er vitanlega umbótastefna Gorbat- sjovs Sovétleiðtoga, en samfara henni hefur tjáningarfrelsi aukist til mikilla muna f Ung- verjalandi. Önnur ástæða og ekki síður mik- ilvæg, eru breytingar í æðstu röðum valda- manna í landínu. Nýir menn sem vermt hafa bekkinn lengí hafa tekið við völdum í land- inu. Sá sem hvað lengst hafði staðið í framlínu á leikvelli ungverskra stjórnmála var Janos Kadár, aðalrítari kommúnistaflokksins, eða „Verkamannaflokksíns" eins og hann heitir opinberlega. Hann vék frá fyrír tveimur ár- um og þótti þá með ólíkindum hversu lengi 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.