Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 35
ERLENT Auglýsing úr ungversku blaði. Vestræn áhrif í við skiptalífi leyna sér ekki. vorlistahátíð en allt þetta: borgarstæðið, byggingarnar, borgarstemmninguna. Margt er hins vegar með mjög nútímalegu sniði í Búdapest: almenningssamgöngurnar eru líklega þær öflugustu sem ég hef kynnst; þær eru mjög hraðgengar (ungverskir stræt- isvagnabílstjórar eru miklir hraðaksturs- menn) og ganga allan sólarhringinn að ein- hverju leyti. Neðanjarðarstöðvarnar eru hreinar og snyrtilegar, lestarvagnarnir sov- ésk nýsmíði; mér varð hugsað til heldur sóðalegra stöðva í París og London, þegar ég sá hreinsunarmenn munda tól sín ofan í djúpum göngum neðanjarðarstöðvanna í Búdapest. Fáar borgir eru friðsamlegri að sjá og óvíða ber jafnlítið á lögreglu og hermönn- um. Öll þjónusta sem snýr að ferðamönnum er til mikillar fyrirmyndar; áv- allt er hægt að nálgast allar nauðsynjar og leigubílar eru á hverju strái. Menn geta þeyst um hálfa Búdapest í leigubíl fyrir um fimmtíu krónur. Það sem snýr að Ungverjum sjálf- um er hins vegar ekki alltaf eins glæsilegt. Til dæmis eru margra ára biðlistar eftir síma í borginni. Róttækni í kvikmyndagerð Merki pólitískrar ljósbreyt- ingar sjást vissulega í ung- versku listalífi. Einn þeirra viðburða sem hvað mesta at- hygli vöktu á vorlistahátíðinni var frumsýning kvikmyndar- innar Eldórado eftir ung- verska kvikmyndaleikstjór- ann Geza Feremnyi. Þessi kvikmynd gerist á árunum 1948-1956 og lýsir lífinu í land- inu á fyrstu árum valdaskeiðs kommúnista undir járnhæl Stalíns. Kvikmyndin Eldóra- do er mikið listaverk og mörg atriði hennar í hópi þeirra sterkustu sem ég hef séð í kvikmynd. Gagnrýnin á þetta ógnarskeið í ungverskri sögu er ótæpileg. Glæpaverk hinn- ar kommúnísku alræðisstjórn- ar eru sýnd á skýran hátt og jafnvel bent á ýmsar samlík- ingar við alræði nasista í land- inu á stríðsárunum. Eitthvert áhrifamesta atriði kvikmyndarinnar er lýsing á barnasjúkrahúsi þar sem börn stjórnarandstæðinga eru látin deyja drottni sínum. Aðal- persóna myndarinnar er græn- metissali, smákapítalisti sem mútar lækni á sjúkrahúsinu til að taka barn sitt til meðhöndl- unar eftir að það hafði verið úrskurðað látið og verið komið fyrir í líkhúsi. Lækninum tekst að lífga barnið við og það kemst til heilsu, en sjálfum er honum refsað með hengingu. Kvikmyndatakan í Eldórado er stórbrot- in, myndskeiðin eru afar stutt og snögg og á þann hátt tekst að sýna ógnirnar, öryggis- leysið sem hinn almenni borgari í Ungverja- landi varð að þola á árunum fyrir 1956. Myndin er að mestu tekin í lit, en þegar kemur að uppreisninni eru raunverulegar svarthvítar myndir klipptar saman við leikin atriði á áhrifamikinn hátt. Munu slíkar myndir aldrei áður hafa verið sýndar í ung- verskri kvikmynd. Staðreyndin er sú að þetta skeið hefur aldrei verið til umræðu í landinu og í ungverskum kennslubókum lýk- ur að segja frá sögu landsins árið 1945. Höfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Eldórado, Geza Feremnyi er einnig ljóð- skáld, og fyrir skömmu kom út plata með textum hans. Það kveður við sama tón og í kvikmyndinni; inntakið er blákaldur þjóðfé- lagsveruleiki þar sem ekkert er dregið und- an. Sú staðreynd að eina útgáfufyrirtæki landsins, hið ríkisrekna Hungaroton, skuli hafa gefið þessa plötu út segir sitt um breytt viðhorf í landinu. Djörf og róttæk sýning Á vorlistahátíðinni í Búdapest er lögð sérstök áhersla á verk ungverskra lista- manna. í konungshöllinni gömlu við Dóná sem nú er listasafn, stóð yfir sýning á nútíma- listaverkum og í óperuhúsinu voru settar upp óperur og ballettar Béla Bartóks. Minnis- stæðust þessara sýninga var óefað uppfærsla Búdapestballettsins á Makalausa Mandarín- anum við tónlist Bartóks. Sýningin var í gamla óperuhúsi borgarinnar, mikilli bygg- ingu sem reist var á síðustu öld og teiknuð af sama arkitekt og hannaði óperuhúsið í Vín. Sýningin á Makalausa mandarínanum var vægast sagt stórbrotin; þetta er nútímaball- ett með erótísku ívafi um gleðikonu og ill- gjarna þrjóta. Sýningin var óvenjudjörf og róttæk og beitt ýmsum þeim brögðum í lýs- ingu og sviðsmynd sem vart standa vestræn- um leikhúsum að baki. Önnur sérlega minnisstæð uppfærsla á þessari vorhátíð í Búdapest var sýning óp- eruflokks frá Hallé í Austur-Þýskalandi á óperunni Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart. Þetta var sömuleiðis óvenjuróttæk sýning þar sem ýmsum úreltum venjum í óp- eruuppfærslum var kastað á braut. Einfald- leiki hennar gerði það að verkum að þessi stórkostlega tónlist fékk að njóta sín ótrufluð af þeim „glamor" eða þeirri sýndarmennsku sem ég hef oft orðið vitni að í vestur- evrópskum óperusölum. Lífsnautnamenn Ungverjar eru lífsnautnamenn. Ekki er til dæmis ofmælt að matargerðarlist þeirra stendur hátt; þetta er land fyrir sælkera. Kannski leggja Ungverjar þó fremur áherslu á bragðið en hollustuna, maturinn getur verið nokkuð feitur og sætur. Fólki finnst líka gaman að fá sér í glas og hvergi hef ég séð áfengi ætlað jafnmikið pláss í kjörbúðum og þar. Heilu raðirnar af pólskum og rúss- neskum vodka, líkjörum, viskíi og ungversk- um léttvínum bar fyrir augu. Hvort áfengis- neysla Ungverja er fremur tilkomin af lífs- gleði eða lífsleiða skal ósagt látið, — lfklega blendingi af hvorutveggja eins og víðar. Einar Heimisson/Freiburg 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.