Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 35

Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 35
ERLENT vorlistahátíð en allt þetta: borgarstæðið, byggingarnar, borgarstemmninguna. Margt er hins vegar með mjög nútímalegu sniði í Búdapest: almenningssamgöngurnar eru líklega þær öflugustu sem ég hef kynnst; þær eru mjög hraðgengar (ungverskir stræt- isvagnabílstjórar eru miklir hraðaksturs- menn) og ganga allan sólarhringinn að ein- hverju leyti. Neðanjarðarstöðvarnar eru hreinar og snyrtilegar, lestarvagnarnir sov- ésk nýsmíði; mér varð hugsað til heldur sóðalegra stöðva í París og London, þegar ég sá hreinsunarmenn munda tól sín ofan í djúpum göngum neðanjarðarstöðvanna í Búdapest. Fáar borgir eru friðsamlegri að sjá og óvíða ber jafnlítið á lögreglu og hermönn- um. Öll þjónusta sem snýr að ferðamönnum unar eftir að það hafði verið úrskurðað látið og verið komið fyrir í líkhúsi. Lækninum tekst að lífga barnið við og það kemst til heilsu, en sjálfum er honum refsað með hengingu. Kvikmyndatakan í Eldórado er stórbrot- in, myndskeiðin eru afar stutt og snögg og á þann hátt tekst að sýna ógnirnar, öryggis- leysið sem hinn almenni borgari í Ungverja- landi varð að þola á árunum fyrir 1956. Myndin er að mestu tekin í lit, en þegar kemur að uppreisninni eru raunverulegar svarthvítar myndir klipptar saman við leikin atriði á áhrifamikinn hátt. Munu slíkar myndir aldrei áður hafa verið sýndar í ung- verskri kvikmynd. Staðreyndin er sú að þetta skeið hefur aldrei verið til umræðu í er til mikillar fyrirmyndar; áv- allt er hægt að nálgast allar nauðsynjar og leigubílar eru á hverju strái. Menn geta þeyst um hálfa Búdapest í leigubíl fyrir um fimmtíu krónur. Það sem snýr að Ungverjum sjálf- um er hins vegar ekki alltaf eins glæsilegt. Til dæmis eru margra ára biðlistar eftir síma í borginni. Róttækni í kvikmyndagerð Merki pólitískrar ljósbreyt- ingar sjást vissulega í ung- versku listalífi. Einn þeirra viðburða sem hvað mesta at- hygli vöktu á vorlistahátíðinni var frumsýning kvikmyndar- innar Eldórado eftir ung- verska kvikmyndaleikstjór- ann Geza Feremnyi. Þessi kvikmynd gerist á árunum 1948-1956 og lýsir lífinu í land- inu á fyrstu árum valdaskeiðs kommúnista undir járnhæl Stalíns. Kvikmyndin Eldóra- do er mikið listaverk og mörg atriði hennar í hópi þeirra sterkustu sem ég hef séð í kvikmynd. Gagnrýnin á þetta ógnarskeið í ungverskri sögu er ótæpileg. Glæpaverk hinn- ar kommúnísku alræðisstjórn- ar eru sýnd á skýran hátt og jafnvel bent á ýmsar samlík- ingar við alræði nasista í land- inu á stríðsárunum. Eitthvert áhrifamesta atriði kvikmyndarinnar er lýsing á barnasjúkrahúsi þar sem börn stjórnarandstæðinga eru látin deyja drottni sínum. Aðal- persóna myndarinnar er græn- metissali, smákapítalisti sem mútar lækni á sjúkrahúsinu til að taka barn sitt til meðhöndl- TAVASZI DIVAT FESZTIV fðvárosi és vidéki iizlctháiózatában. Auglýsing úr ungversku blaði. Vestræn áhrif í við- skiptalífi leyna sér ekki. landinu og í ungverskum kennslubókum lýk- ur að segja frá sögu landsins árið 1945. Höfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Eldórado, Geza Feremnyi er einnig ljóð- skáld, og fyrir skömmu kom út plata með textum hans. Það kveður við sama tón og í kvikmyndinni; inntakið er blákaldur þjóðfé- lagsveruleiki þar sem ekkert er dregið und- an. Sú staðreynd að eina útgáfufyrirtæki landsins, hið ríkisrekna Hungaroton, skuli hafa gefið þessa plötu út segir sitt um breytt viðhorf í landinu. Djörf og róttæk sýning Á vorlistahátíðinni í Búdapest er lögð sérstök áhersla á verk ungverskra lista- manna. í konungshöllinni gömlu við Dóná sem nú er listasafn, stóð yfir sýning á nútíma- listaverkum og í óperuhúsinu voru settar upp óperur og ballettar Béla Bartóks. Minnis- stæðust þessara sýninga var óefað uppfærsla Búdapestballettsins á Makalausa Mandarín- anum við tónlist Bartóks. Sýningin var í gamla óperuhúsi borgarinnar, mikilli bygg- ingu sem reist var á síðustu öld og teiknuð af sama arkitekt og hannaði óperuhúsið í Vín. Sýningin á Makalausa mandarínanum var vægast sagt stórbrotin; þetta er nútímaball- ett með erótísku ívafi um gleðikonu og ill- gjarna þrjóta. Sýningin var óvenjudjörf og róttæk og beitt ýmsum þeim brögðum í lýs- ingu og sviðsmynd sem vart standa vestræn- um leikhúsum að baki. Önnur sérlega minnisstæð uppfærsla á þessari vorhátíð í Búdapest var sýning óp- eruflokks frá Hallé í Austur-Þýskalandi á óperunni Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart. Þetta var sömuleiðis óvenjuróttæk sýning þar sem ýmsum úreltum venjum í óp- eruuppfærslum var kastað á braut. Einfald- leiki hennar gerði það að verkum að þessi stórkostlega tónlist fékk að njóta sín ótrufluð af þeim „glamor" eða þeirri sýndarmennsku sem ég hef oft orðið vitni að í vestur- evrópskum óperusölum. Lífsnautnamenn Ungverjar eru lífsnautnamenn. Ekki er til dæmis ofmælt að matargerðarlist þeirra stendur hátt; þetta er land fyrir sælkera. Kannski leggja Ungverjar þó fremur áherslu á bragðið en hollustuna, maturinn getur verið nokkuð feitur og sætur. Fólki finnst líka gaman að fá sér í glas og hvergi hef ég séð áfengi ætlað jafnmikið pláss í kjörbúðum og þar. Heilu raðirnar af pólskum og rúss- neskum vodka, líkjörum, viskíi og ungversk- um léttvínum bar fyrir augu. Hvort áfengis- neysla Ungverja er fremur tilkomin af lífs- gleði eða lífsleiða skal ósagt látið, — líklega blendingi af hvorutveggja eins og víðar. Einar Heimisson/Freiburg 35

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.