Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 38
ERLENT Hæli fyrir bingó- sjúklinga Spilasjúklingar eru líka sjúklingar og í Sví- þjóð er nú tekið á vanda þeirra með svipuð- um hætti og vanda alkóhólsjúklinga. Þeir fara í meðferð. Eins og við er að búast hjá þjóð sem telur átta milljónir eru víða í Svíþjóð afvötnunar- og endurhæfingarheimili fyrir áfengis- og lyfjasjúklinga. Algengt mun að hafa þetta fólk í einum hópi enda sjúkdómarnir keim- líkir og meðferðin einnig. En nú hefur enn fjölgað í hópnum. Á nokkrum meðferðar- stofnunum er ákveðinn hluti sjúkrarúmanna frátekinn fyrir spilasjúklinga og komast færri að en á þyrftu að halda. Maria nefnist einn sjúklinganna á með- ferðarheimilinu á Backgarden. Hún er þrjá- tíu og eins árs gömul og hefur í þrettán ár verið háð bingóspili. I tvo mánuði hefur hún búið á Backgarden ásamt tveim öðrum spila- sjúklingum og níu áfengis- og lyfjasjúkling- um. Hún býst við að þurfa að vera þar í hálft ár enn. Áður hafði hún sjálf gert nokkrar tilraunir til að losna úr bingóvítinu en án árangurs. Nú kveðst hún viss um að sér takist að hætta enda fái hún góða hjálp. Martröð Martröð hennar hófst með því að hún, átján ára gömul, fór með vinkonu sinni á bingókvöld. Fimm hundruð krónur þénaði hún það kvöldið og þótti ákaflega gaman. Svo hún fór aftur næsta kvöld. Og þarnæsta kvöld. Og í átján ár snerist öll hennar tilvera um bingó. María hafði ágæta vinnu á sjúkrahúsi en uppgötvaði fljótlega að laun hennar dugðu ekki lengur. Meira og meira fór í bingóspilið. Hún fékk sér því aðra vinnu. Og síðan enn eina. Pegar verst lét vann hún á fjórum mis- munandi stöðum. Oft neyddist hún til að tilkynna sig veika í einu starfinu til að geta sinnt öðru. Og fékk þá bæði laun og veik- indapeninga. En sérhverja lausa stund sat hún í bingóhöllinni. Hún spilaði nú fyrir um það bil þúsund krónur á kvöldi (ríflega átta þúsund íslensk- ar). Og þrátt fyrir þrjú til fjögur störf varð hún að spara allsstaðar. Hún lét loka síman- um. Mat keypti hún ekki en lifði á brauði og vatni. Síðan lét hún loka fyrir rafmagnið og notaðist við kertaljós. Allra sinna ferða fór hún gangandi því jafnvel það að borga í strætisvagn fannst henni vera að kasta bingó- peningum á glæ. En Maria var þó mjög óvanaleg að því leyti að hún steypti sér aldrei í skuldir til að fjármagna spilið. Hún er því skuldlaus eftir þessi ár en jafnframt eigna- laus. Kostnaðinn við meðferðina greiðir fé- lagsmálastofnun bæjarfélags hennar. En hvað í veröldinni fékk hana til þess arna? Sjálf segist hún vart eiga frambærilega skýringu. í upphafi var það svo að hún hafði í sjálfu sér ekkert annað frístundagaman. í bingóhöllinni hitti hún margt viðkunnanlegt fólk og naut samverunnar. Auk þess, segir hún, er ekkert sem jafnast á við þá tilfinn- ingu þegar maður sprettur á fætur mitt á meðal 500 manna og hrópar „bingó!". Allir horfa á mann og eru öfundsjúkir. Það er dásamlegt, óviðjafnanlegt, segir Maria. Nokkrum sinnum reyndi hún sjálf að hætta. Eftir nokkurn tíma án bingóspils hugsaði hún sér að nú væri sér óhætt. Réttast væri að líta aðeins inn í höllina, heilsa upp á kunningjana og láta sér nægja að spila fyrir hundrað krónur. En að þeim peningum upp- urnum tók hún annan seðil og hringekjan var enn farin af stað. Minnir þetta allt á lýsingar Jóns Kristófers á því er demoninn var að fá hann til að rjúfa áfengisbindindið. Sömu einkenni Raunar segja forráðamenn umrædds heimilis að einkenni spilasýki og áfengissýki séu hin sömu. Meira að segja fráhvarfsein- kennin séu sárasvipuð. Nefna þeir sem dæmi einn sjúkling sem dvalist hafði skamma stund á Backgarden. Þá hringdi kunningi hans og bauð honum að vera með í f élagi sem ætlaði að spila hátt í veðhlaupum. Ef hann vildi vera með væru „vinirnir" búnir að fá loforð um að hann gæti fengið 20 þúsund króna lán. Maðurinn fékk heiftarleg frá- hvarfseinkenni. Það byrjaði með því að hann skalf allur og hristist, svitnaði og kólnaði á víxl. Síðan gekk upp úr honum blóð og öll líðan hans var svo hörmuleg að hann var lagður inn á gjörgæsludeild og lá þar í þrjá daga. Af þessum ástæðum er sjúklingum nú bannað að horfa á sjónvarpsþætti er inni- halda spil eða keppni. Jafnvel íþróttafréttir María eyddi öllu sínu í bingó. Hún lét loka rafmagn- inu og símanum hjá sér, og allar sínar ferðir fór hún gangandi, því að henni fannst að borga í strætó jafngilda því að kasta bingópen- ingunum sínum á glæ. eru bannvara. Venjuleg keppnisspil eins og t.d. Matador geta reynst þessum sjúklingum um megn. Á Backgarden hefur í nokkur ár verið reynt að hjálpa spilasjúklingum en þeim fer nú ört fjölgandi, ef til vill sökum þess að meira og meira hefur verið losað um hömlur á spilum og veðmálum hér í Svíþjóð. Hefur ríkið enda af þessu drjúgar tekjur. En svo virðist sem bakhlið frelsisins sé að koma í ljós og að minnsta kosti eitthvað af þessum tekju- stofni verði að fara í meðferðarhæli. Löng bið Segja forráðamenn Backgarden að á hverjum degi hringi minnst einn og biðji um pláss. En biðröðin er löng og meðferðin tek- ur drjúgan tíma. Hafa því sumir gripið til þess ráðs að halda til guðs eigin lands en þar hafa hæli fyrir spilasjúklinga verið rekin í fjölda ára. Raunar held ég að þar muni hægt að fá aðstoð við að losna úr nokkurn veginn hverju sem er. Þannig minnist ég þess að hafa séð mynd frá meðferðarheimili fyrir fólk sem var, eða taldi sig vera, háð því sem kallað er „junk-food" eða ruslmatur. Er þar um að ræða hamborgara, kartöfluflögur, mjólkurhristing og þess háttar ófögnuð. Var raunar meðferðin heldur fruntaleg. Fólst hún meðal annars í því að vesalingarnir voru settir fyrir framan borð hlaðið þessum krás- um og þeim boðið að gjöra svo vel. En í hvert skipti sem þau reyndu að taka eitthvað af góðgætinu fengu þau raflost. Var þetta sagt ákaflega árangursríkt og virtust menn ekki sjá neitt rangt við meðferðina. En Maria var heppin og fékk aðstoð. Hún er fastákveðin í að losna núna þó hún viti að það verði mjög erfitt. Eftir að sjálfri með- ferðinni lýkur verður hún í fleiri ár að vera reiðubúin að fara í eftirmeðerð. En það verður að hafa það. Nú er hennar æðsta ósk að verða sem hver annar meðal-Jón. Að geta haft síma, sjónvarp og annað sem heyrir til venjulegu lífi. Og aldrei framar ætlar hún að líta inn í bingóhöll. Ingólfur V.Gíslason/Lundi 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.