Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 41
MENNING Bastillan upp er RISIN í tengslum við 200 ára afmæli frönsku bylt- ingarinnar verður nýtt óperuhús vígt 14. júlí n.k við Bastillutorgið. Saga Parísaróperunn- ar tengist stjórnmálasögunni í Evrópu með margvíslegum hætti. Á Bastillutorginu í París gnæfir gríðarmik- il bygging við himin. Þar sem illræmdasta fangelsi franska konungsvaldsins stóð áður og lagt var að velli á eftirminnilegan hátt í byltingunni árið 1789 er risið nýtt óperuhús. Petta fjallháa musteri verður opnað með pompi og prakt 14. júlí n.k. þegar Frakkar minnast þess að 200 ár eru liðin frá falli Bast- illunnar, frá þeim degi þegar frelsi, jafnrétti og bræðralag voru gerð að kjörorði framtíð- arinnar. Engin tilviljun ræður því að óperuhúsi skuli vera valinn staður á frægasta blóðvelli sögunnar. Saga frönsku óperunnar og stjóm- málasaga Frakklands hafa alla tíð tengst órofa böndum. Allt frá dögum Lúðvíks 14. hefur franska óperan verið miðdepill sam- kvæmislífsins, hvort heldur hún var í Versöl- um í höllu konungs eða í höfuðborginni Par- ís. Lúðvík 14. var sem sagt sá sem komst á bragðið. Honum þótti ófært annað en að hafa söngleikjahús við höndina til þess að skemmta sér og gestum sínum. Hann réði til sín færustu hljómlistarmenn og þar fór fremstur í flokki vinur hans og ballettdansfé- lagi Jean Baptiste Lully, tónskáld og fiðlu- forkur mikill. Lúðvík fól félaga sínum umsjá tónlistar við hirðina og þar á meðal að semja Á Bastillutorginu er risin ný óperuhöll. Hún verður tekin í notkun á byltingar- afmælinu 14.júlí n.k. skemmtilegar óperur. Óperan naut mikilla vinsælda á Italíu og þar hafði hún þegar markað sér hefðbundið form. Lully var samt ekki á þeim buxunum að éta upp eftir öðrum óperutónskáldum. Pótt hann væri sjálfur ít- ali ákvað hann að semja franskar óperur og steig þar með byltingarkennt skref í óperu- tónsmíðum. Og hann lét ekki þar við sitja. Hann felldi balletttónlist inn í óperur sínar svo dansarar gætu líka tekið þátt í leiknum (t.d. gerði hann menúettinn vinsælan), hann jók við hljómsveitina svo hún tók á sig þá mynd sem við þekkjum í dag, en hvað fræg- astur er hann fyrir að stjórna hljómsveitinni fyrir framan hana án þess að leika á nokkurt hljóðfæri sjálfur. Hann stjórnaði ekki með sprota eins og nú tíðkast heldur barði hann í stað þess staf miklum í gólfið svo drundi í. Þannig taldi hann best að halda hljómsveit- inni í sama takti. Lully er því fyrsti hljóm- sveitarstjórinn í sögunni. (Hann neyddist þó til þess að súpa seyðið af því: Eitt sinn árið 1687 varð honum á að keyra stafinn heldur óþyrmilega í annan fót sinn. Hlaut hann af því sár svo mikið að það varð hans bani.) 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.