Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 42

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 42
Palais Garnier hefur þjónað óperuunnend- um í París í rúma öld. Byltingin í óperunni Skömmu fyrir byltinguna var óperan Rík- harður Ijónshjarta eftir Grétry sýnd við gífur- lega aðsókn í París. Hún var í þeim frelsis- anda sem var drifkraftur óeirðanna í borg- inni og átti eftir að vera einkennandi í óperum næstu ára, t.d. í Fídelíó eftir Beet- hoven. (Þetta er að vissu leyti sambærilegt við kvikmyndaheiminn á okkar tímum: ákveðið umfjöllunarefni kemst í tísku og hel- tekur svo hugi manna að fátt annað kemst að.) Vegna pólitísks áhrifamáttar óperunnar var henni lokað í tvö ár á meðan á bylting- unni stóð og hún ekki opnuð aftur fyrr en ró var komin á í borginni. Pegar Napóleón komst til valda hófst franska óperan á ný til vegs og virðingar. Tónskáld þyrptust til borgarinnar við Signu út alla 19. öld til þess að fá verk sín flutt. Þar fóru fremst í flokki ítölsku snillingarnir Cherubini, Rossini og Verdi og þýski óperu- jöfurinn Richard Wagner. Óperuhúsið sjálft sem reist hafði verið í París var einnig vett- vangur verstu ódæða; hvert banatilræðið rak annað í lokuðum stúkum þess, jafnvel Napó- leóni 3. var veittur áverki á höfði árið 1858 þegar ofstækisfullur andstæðingur borgara- stéttarinnar réðist að honum með hnífi. Keisaranum varð samt ekki meira um tilræð- ið en svo að hann ákvað að efna til sam- keppni um byggingu nýs óperuhúss í borg- inni. Höll Garniers Ungur arkitekt, Charles Garnier að nafni, sigraði í keppninni. Hann lagði fram drög að stærsta óperuhúsi veraldar, svo stóru að ryðja þurfti heilu hverfi Parísarborgar í burtu til þess að hrinda áætlunum hans í fram- kvæmd. Smíðin tók hálfan annan áratug og þegar henni loksins lauk var Garnier fallinn í ónáð og keisarinn flúinn í útlegð til Eng- lands. Þeim var því hvorugum boðið til vígslu nýja óperuhússins. Garnier tókst samt að verða sér úti um miða og komast inn. Þegar hann birtist var honum fagnað sem keisara og óperan sjálfkrafa kölluð Palais Garnier eða höll Garniers. Því nafni hefur hún haldið fram á þennan dag. Palais Garnier er eitt stæðilegasta hús Par- ísarborgar og þótt víðar væri leitað. Það er í dæmigerðum byggingarstíl Napóleóns 3.: framhliðin er í yfirþyrmandi barokkstíl, allar innréttingar stórkostlega íburðarmiklar og yfir alla dýrðina hvelfist grænleit koparhvelf- ing sem gæti jafnvel hýst sjálfa Notre Dame. I þessu húsi voru örlög tónskálda ráðin. Borgarastéttin kvað upp dóm sinn yfir verk- um þeirra af mikilli harðýðgi og þeim sjálfum lítil biðlund sýnd. Sum voru hyllt og tekin í guðatölu eins og Rossini eftir frumsýninguna á Vilhjálmi Tell en önnur púuð niður eins og Wagner, sem átti fótum fjör að launa eftir frumsýningu á Tannhauser. Deilt í Bastillunni Eins og á undansögðu má sjá þá hafa sjald- an blásið kyrrlátir vindar um Óperuna í Par- ís. Og ekki virðast þeir ætla að verða sérlega staðir í kringum óperuna við Bastillutorgið sem nú á að taka við hlutverki hennar. Áður en húsið hefur einu sinni verið tekið í notkun hafa „hausar fengið að fjúka“ í deilum um nývirkið. Frægasti hljómsveitarstjóri Frakka, Daniel Barenboim, sleikir nú sár sín eftir að hafa verið leystur frá störfum tón- listarstjóra frönsku óperunnar. Hann ætlaði sér að gera Bastilluna að besta óperuhúsi veraldar og hafði að fyrir- mynd óperuna í Bayreuth í Þýskalandi, en hún fæst aðeins við flutning á Wagner-óper- um eins og óperuunnendum er flestum kunnugt. Eðlis síns vegna er aðeins hægt að reka óperuna í Bayreuth að sumri til, því sýningarnar eru unnar í sameiningu frá grunni og ekki til í dæminu að söngvarar geti leyft sér að mæta aðeins nokkrum dögum fyrir frumsýningu. Barenboim ól með sér þann draum að búa til óperu á borð við þá í Bayreuth — allt árið um kring. Sumum þótti í heldur mikið ráðist og þegar stjórnarskipti urðu í París á síðasta ári var ákveðið að reka hljómsveitarstjórann og fá annan í staðinn. Meistarinn og Margaríta Á meðan á þessum hamagangi við Bast- illutorgið stendur undirbýr gamla óperuhús- ið sig undir síðustu óperusýningar sínar, — því eftir að nýja húsið kemst í gagnið verða aðeins ballettar sýndir í gömlu óperunni. Og þrátt fyrir rúmlega aldarlanga starfsemi virð- ist hún ekki hafa glatað aðdráttarafli sínu: í maí n.k. verður ný ópera frumflutt á fjölum hennar, Meistarinn og Margaríta eftir þýska tónskáldið York Höller. Óperan er byggð á samnefndri skáldsögu Mikhails Búlgakov og gerist á Stalínstímanum í Moskvu. Þetta er fyrsta ópera Yorks Höller en hann hefur unnið að henni í 10 ár. Hann situr brátt í sama sæti og tugir, jafnvel hundruð tón- skálda hafa gert, og bíður þess að fyrstu tón- arnir berist fram í plussklæddan salinn þar sem eftirvæntingarfull eyru áheyrenda reyna að fanga hvern einasta þeirra. En hvort held- ur óperuhúsið er nýtt af nálinni eða aldar- gamalt eru áhorfendur í París samir við sig: þeir hafa gert óperuna að einu merkasta leiksviði mannlífsins og hún um leið tilveru þeirra að litríkum þætti í sögu frelsisbaráttu Evrópu. Gunnsteinn Ólafsson 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.