Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 43

Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 43
MENNING Hvað gerð- ist í gær? Alþýðuleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritið „Hvað gerðist í gær?“ sem byggt er á endurminn- ingabók Isabellu Leitner, en hún er ungverskur gyðingur sem lifði af Auschwitz. Guðiaug María Bjarnadóttir fer með hlutverk Isabellu í verk- inu, en Guðrún Bachmann þýddi. Aðrir sem standa að sýn- ingunni eru: Lárus H. Grímsson (tónlist), Egill Örn Árnason (lýs- ing), Viðar Eggertsson (leik- mynd), Erla B. Skúladóttir (að- stoðarleikstjóri) og Gerla (leikstjóri). Sýningin og leikur Guðlaugar Maríu hafa fengið lof gagnrýnenda og er reiknað með að sýningar standi fram á vorið. Boðskapur verksins er „að elska lífið, virða manneskjuna og að hata aðeins eitt — stríð“. íslenska þýðingin á verkinu er prentuð í heild í vandaðri leikskrá. —ó Hund- heppinn Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands æfir nú nýtt íslenskt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonaron, sem heitir Hundheppinn. Pétur Einar- sson leikstýrir verkinu og bún- inga hannar Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og Þórunn Sveins- dóttir. Ólafur Örn Thoroddsen sér um tæknimál og lýsingu. Hundheppinn er lokaverkefni Nemendaleikhússins og lýsir á grátbroslegan hátt lífshlaupi Ara og ævintýralegum ástarmálum hans. Leikendureru Bára Lyngd- al Magnúsdóttir, Christine Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guð- mundsson, Sigurþór Albert Heimisson, Steinn Ármann Magnússon og Steinunn Ólafs- dóttir. Ferðin á heimsenda Reykjavíkur sýnir í gamla húsinu og lýkur þar með 92 ára sögu LR í því húsi. Leikritið Ferðin á heimsenda er eftir Olgu Guðrúnu Árnadótt- ur, en öll forvinna að verkinu er unnin í hópvinnu af svokölluðum SMÁ-hópi Leikfélagsins, en auk Olgu skipa hópinn þær Ásdís Skúladóttir, Margrét Árnadótt- ir, Hlín Gunnarsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. í Ferðinni á heimsenda segir m.a. af galdrakarlinum Hrappi og Skottu vinkonu hans og óp- rúttnum aðferðum þeirra við að reyna að stela verndargripnum Geislaglóð úr höndum prinsessu Ljósalands. Gripurinn berst líka fyrir tilviljun í hendur þremenn- inga í útilegu og lenda þeir af þeim sökum í ýmsum ófyrirséð- um ævintýrum sem bera þá allt til enda veraldar. Ferðin á heimsenda. I leikritinu er dregin upp mynd af stórskemmtilegum og einkar litskrúðugum ævintýraheimi þar sem ýmsar kynjaverur skjóta upp kollinum, m.a. köngulóardrottn- ing, pöddur, tröll, vetrarálfar, syngjandi skógur, talandi lands- lag og sitthvað fleira. í sýning- unni er líka undurljúf tónlist og fallegir söngvar. Frumsýning var í IÐNÓ 25. febrúar sl. og hlaut sýningin af- bragðsgóðar viðtökur gagnrýn- enda. Áhorfendur á öllum aldri hafa líka skemmt sér konung- lega, fagnaðarlætin eru mikil og ánægjan mjög einlæg. Sýningar eru í Iðnó alla laugardaga og sunnudaga og hefjast kl. 14.00. Vert er líka að taka fram að þetta er síðasta sýning Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó. Með þessari sýningu lýkur 92 ára sögu LR í Iðnó. Ferðin á heimsenda hefur fengið góðar viðtökur í Iðnó, en þetta er síðasta Ieikritið sem Leikfélag Guðlaug María Bjarnadóttir leikur Isabellu í áhrifamiklu leikriti Alþýðuleikhússins í Hlaðvarpanum. 43

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.