Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 45
MENNING BÍÓBORGIN - BÍÓHÖLLIN Sá Stóri Blái (The Big Blue) Þetta er nýjasta mynd undra- barnsins franska, Luc Bresson, sem gaf okkur hina f rábæru Sub- way. í þetta skipti rannsakar hann leyndardóma hins bláa hafs og færir okkur eitt mesta augnakonfekt sem undirritaður hefur séö. Kvikmyndatakan í þessari mynd er stórkostleg og „Sá stóri blái" er mynd sem höfð- ar frekar til tilfinninga og upplif- unar heldur en skilnings. Mjög gott leikaralið og góður húmor. (Sýnd á næstunni). Ein útivinnandi (Working Girl) Þetta er mynd leikaranna. Þau standa sig öll frábærlega og varla hægt að nefna neinn sér- stakan sem stendur upp úr. Þó er gaman að fylgjast með Harrison Ford, sem kemur enn einu sinni á óvart og Melanie Griffith sýnir að hún er leikkona sem er í stöð- ugri sókn, hnökralaus leikur. Ég er bara ekki frá því að hún hefði átt skilið Óskarinn. Bíðum eftir að sjá fröken Close. HÁSKÓLABÍÓ Jonathan Demme (Something Ólíkt þeirri lausung og spillingu sem ríkir í „Háskalegum kynn- um", þá fáum við hreina ást, eins hreina og hið bláa haf. Kafar- inn (Jean-Marc Barr) sem verður að velja á milli ástar sinnar á hafinu, eöa ástar á viðskiptakonunni frá New York (Rosanna Arquette). Wild) sýnir og sannar að hann getur haldið partý á hvíta tjaldinu. Michelle Pfeiffer, Matthew Mod- ine og Dean Stockwell eru traust tríó. (Sýnd á næstunni). Eight Men Out ** John Sayles er einn athyglis- verðasti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna en ég verð að við- urkenna að ég varð fyrir von- brigðum með þetta hornabolta- drama þar sem maður fær aldrei innsýn inn í einstaklingana held- ur verður heildin fyrir valinu. Samt er þetta þægileg, róleg mynd með mjög góðum leik og góðri leikstjórn. „Say it isn't so, Joe" (fræg setning). (Sýnd á næstunni). LAUGARÁSBÍÓ Tvíburar (Twins) ** Schwarzenegger og DeVito eru tvíburar, þeir eru þessi mynd, og það má hafa gaman af þeim sem óvenjulegasta pari ársins. Hugmyndin er góð en útfærsl- an þeim mun slakari. Ivan Reitm- an tekst vonandi betur upp með The Last of the Ghostbusters. Á næstunni veröa sýndar í Laugarásbíói: Mystic Pizza, ku vera nokkuð skemmtileg gaman- mynd með Vincent D'Onofrio (Full Metal Jacket, þessi ítur- vaxni). Og svo er Freddy Kruger kominn aftur í hryllinum Martröð í Álmstræti númer 4 (A Nightmare on Elm Street 4. STJÖRNUBÍÓ Stjörnubíó mun á næstunni sýna gamanmyndina Punchline með drengnum sem vildi verða stór, Tom Hanks, og Sally Field. Einnig tekur Stjörnubió til sýn- inga myndina Sweethearts dance sem er víst nokkurs konar „uppagamanmynd" með Don Johnson. ÚTI í HINNI STÓRU Ameríku bíða menn í ofvæni eftir sumarsmellunum. Batman verð- ur frumsýnd í sumar og skartar Michael Keaton (Beetlejuice) í aðalhlutverki og Jack Nicholson er í hlutverki „grínarans" (Joker). Hér er víst ekkert grín á ferðinni, heldur er stílað á dramað í lífi glaumgosans, sem er Batman á næturnar og ofbeldið er raun- verulegt. Batman er rándýrfram- leiðsla sem Tim Burton leikstjóri (Beetlejuice) var fenginn til að gera. Indiana Jones and the last crusade (Síðasta krossferðin) er víst alvarlegasta Indy myndin til þessa. Með honum í ferðinni í þetta sinn er faðir hans, Dr. Henry Jones, leikinn af Sean Connery. Það er miklu fleira á leiðinni, en ritstjórinn verður fúll ef þetta verður of langt. Gleðilegt sumar. Marteinn St. Þórsson ¦¦¦¦¦¦¦¦ SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 & SÍMI 25050 S REYKJAVÍK 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.