Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 45

Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 45
MENNING Ólíkt þeirri lausung og spillingu sem ríkir í „Háskalegum kynn- um“, þá fáum við hreina ást, eins hreina og hið bláa haf. Kafar- inn (Jean-Marc Barr) sem verður að velja á milli ástar sinnar á hafinu, eða ástar á viðskiptakonunni frá New York (Rosanna Arquette). BÍÓBORGIN - BÍÓHÖLLIN Sá Stóri Blái (The Big Blue) ***y2 Þetta er nýjasta mynd undra- barnsins franska, Luc Bresson, sem gaf okkur hina frábæru Sub- way. í þetta skipti rannsakar hann leyndardóma hins bláa hafs og færir okkur eitt mesta augnakonfekt sem undirritaöur hefur séö. Kvikmyndatakan í þessari mynd er stórkostleg og „Sá stóri blái“ er mynd sem höfð- ar frekar til tilfinninga og upplif- unar heldur en skilnings. Mjög gott leikaralið og góöur húmor. (Sýnd á næstunni). Ein útivinnandi (Working Girl) **y2 Þetta er mynd leikaranna. Þau standa sig öll frábærlega og varla hægt að nefna neinn sér- stakan sem stendur upp úr. Þó er gaman aö fylgjast meö Harrison Ford, sem kemur enn einu sinni á óvart og Melanie Griffith sýnir aö hún er leikkona sem er í stöö- ugri sókn, hnökralaus leikur. Ég er bara ekki frá því aö hún heföi átt skilið Óskarinn. Bíðum eftir aö sjá fröken Close. HÁSKÓLABÍÓ Married to the Mob ** 'A Jonathan Demme (Something Wild) sýnir og sannar að hann getur haldið partý á hvíta tjaldinu. Michelle Pfeiffer, Matthew Mod- ine og Dean Stockwell eru traust tríó. (Sýnd á næstunni). Eight Men Out ** John Sayles er einn athyglis- verðasti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna en ég verð að við- urkenna að ég varð fyrir von- brigðum með þetta hornabolta- drama þar sem maður fær aldrei innsýn inn í einstaklingana held- ur verður heildin fyrir valinu. Samt er þetta þægileg, róleg mynd með mjög góðum leik og góðri leikstjórn. „Say it isn't so, Joe“ (fræg setning). (Sýnd á næstunni). LAUGARÁSBÍÓ Tvíburar (Twins) ** Schwarzenegger og DeVito eru tvíburar, þeir eru þessi mynd, og það má hafa gaman af þeim sem óvenjulegasta pari ársins. Hugmyndin er góð en útfærsl- an þeim mun slakari. Ivan Reitm- an tekst vonandi betur upp meö The Last of the Ghostbusters. Á næstunni verða sýndar í Laugarásbíói: Mystic Pizza, ku vera nokkuð skemmtileg gaman- mynd með Vincent D’Onofrio (Full Metal Jacket, þessi ítur- vaxni). Og svo er Freddy Kruger kominn aftur í hryllinum Martröð í Álmstræti númer 4 (A Nightmare on Elm Street 4. STJÖRNUBÍÓ Stjörnubíó mun á næstunni sýna gamanmyndina Punchline með drengnum sem vildi verða stór, Tom Hanks, og Sally Field. Einnig tekur Stjörnubió til sýn- inga myndina Sweethearts dance sem er víst nokkurs konar „uppagamanmynd" með Don Johnson. ÚTI í HINNI STÓRU Ameríku bíða menn í ofvæni eftir sumarsmellunum. Batman verð- ur frumsýnd í sumar og skartar Michael Keaton (Beetlejuice) í aðalhlutverki og Jack Nicholson er í hlutverki „grínarans" (Joker). Hér er víst ekkert grín á ferðinni, heldur er stílað á dramað í lífi glaumgosans, sem er Batman á næturnar og ofbeldið er raun- verulegt. Batman er rándýrfram- leiðsla sem Tim Burton leikstjóri (Beetlejuice) var fenginn til að gera. Indiana Jones and the last crusade (Síðasta krossferðin) er víst alvarlegasta Indy myndin til þessa. Með honum í ferðinni í þetta sinn er faðir hans, Dr. Henry Jones, leikinn af Sean Connery. Það er miklu fleira á leiðinni, en ritstjórinn verður fúll ef þetta verður of langt. Gleðilegt sumar. Marteinn St. Þórsson SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 SÍMI 25050 REYKJAVÍK 45

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.