Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 46

Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 46
MENNING „Mig hefur alltaf — Ég lærði ýmis grundvallaratriði íslensku í háskólanuni til að byrja með, en síðar meir af fólkinu og vinnu við tungumálið, sagði Guð- rún María, þýskur íslendingur, sem kom til landsins fyrir átta árum og hefur búið hér lengst af síðan. Hún hefur unnið mikið verk í þágu „landkynningar“ með því að skrifa tvær bækur um ísland og íslendinga, skrifað greinar í blöð og tímarit, þýtt bækur, auk þess sem hún gerir ýmislegt fleira. Guðrún María heitir fullu nafni Gudrun Marie Hanneck-Kloes og er frá Köln í V- Þýskalandi. Guðrún kom til landsins árið 1980 með bónda sínum, Arinbirni Jóhanns- syni, sem stjórnar ferðum á hestum upp á hálendið á hverju sumri. Guðrún býr ásamt tveimur börnum sínum í Reykjavík. Við spurðum: Ef við byrjum á bókmenntunum, hvað hefur þú þýtt bókmenntalegs eðlis? — Bókmenntaiðja mín hefur falist í þýð- ingum af ýmsum toga. Ég hef aðallega þýtt úr íslensku á þýsku, en hef ekki treyst mér til þess að þýða úr þýsku. Ég hef þýtt Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson, smásöguna Sunnudagskvöld til mánudags- morguns eftir Ástu Sigurðardóttur, barna- sögu eftir Guðna Kolbeinsson, útvarpsleik- ritið Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson og sitthvað fleira. Mest af þessu var þýtt fyrir bókmenntatímaritið die Horen, sem gaf út sérstakt íslandshefti fyrir nokkr- um árum. Bók Einars Más kom út í Pýska- landi á sl. ári. Og hvernig voru viðtökurnar? — Töluvert góðar. Upplagið var að vísu ekki stórt, en meðal áhugafólks um skand- inaviskar bókmenntir var bók Einars vel tek- ið. Á fyrri hluta þessarar aldar voru íslenskir rithöfundar verulega þekktir í Þýskalandi, eins og t.d. Gunnar Gunnarsson og Guð- mundur Kamban og síöar Halldór Laxness. Bækur þessara manna voru gefnar út í stór- um stíl. Á síðustu árum virðist hafa dregið úr vinsældum þeirra og engir yngri íslenskir höfundar virðast hafa slegið í gegn með við- líka hætti og þessir höfundar. Kannt þú ein- hverja skýringu á þessu? — Já í stórum dráttum er þetta tilfellið. Halldór Laxness heldur þó vinsældum sínum og einmitt um þessar mundir er verið að gefa út verk hans í V-Þýskalandi og tvö bindi hafa þegar komið út. Gunnar Gunnarsson var mjög vinsæll hjá eldri kynslóðum Þjóðverja og heldur vinsældum sínum meðal þeirra. Og því er einnig þannig varið, að yngri ís- I lenskir höfundar hafa engir náð þeirri út- Spjallað við Gudrun Marie Hanneck-Kloes um íslendinga og Þjóðverja breiðslu sem þessir eldri meistarar. Ekki má gleyma Nonna, Jóni Sveinssyni, sem var í miklu uppáhaldi hjá eldri kynslóðum, aðal- lega á kaþólsku svæðunum í Suður-Þýska- landi. Eftir kvikmyndaþáttinn um Nonna hefur það aftur breyst og vinsældir Nonna jukust hvarvetna í Þýskalandi. En hafa þær tilraunir sem gerðar hafa verið til kynningar á yngri höfundum íslenskum í Þýskalandi lítinn árangur borið, eða er kynningin bundin við lítinn hóp áhugafólks? — Meðal Þjóðverja er nokkur hópur fólks, sem hefur mikinn áhuga á skandina- viskum bókmenntum og les það sem er þýtt úr íslensku jafnóðum og bækur koma út. En það er bara sjaldan og líður oft langur tími milli bóka. En því miður verð ég að viður- kenna að íslenskar bókmenntir fá ekki víð- tækar viðtökur meðal almennings, meðal annars vegna þess að sölukeðjur bókaversl- ana taka ekki að sér dreifingu slíkra bóka. Þannig hafa íslenskar bókmenntir ekki sleg- ið í gegn eins og t.d. suðuramerískar bók- menntir á síðustu árum. En öðru hvoru koma engu að síður út bækur íslenskra höf- unda, —auk þeirra sem ég áðan nefndi er t.d. Thor Vilhjálmsson að koma út um þessar mundir. Skömmu eftir að þú komst til landsins fyrir sex árum birtust eftir þig greinar í þýska blaðinu die Tageszeitung um kynni þín af þjóðinni, þar sem þér virtist verulega brugð- ið, — hvers vegna? — Jú, mér fannst strax þjóðin einhvern veginn margklofin og erfitt að mynda sér einhverja endanlega skoðun á því máli. I þann tíð skrifaði ég um reynslu mína á lands- byggðinni, þar sem mér fannst mannlífið í hræðilega föstum skorðum: hlutverkaskipan kynjanna gamaldags og samskiptahættir fólks hvimleiðir og lokaðir. Á sama tíma voru hins vegar opnar líflegar umræður t.d. um jafnréttisbaráttu kynjanna og allt annað mannlíf í höfuðborginni. Mér kom þessi klofningur, þessar mótsagnir í þjóðfélaginu fullkomlega í opna skjöldu, ég gat ekki skilið þetta. Geri ekki enn, ef út í það er farið. Nú hefur þú búið nokkur ár í landinu, um- gengst þú frekar landsmenn þína hér heldur en íslendinga? — Ég á marga íslenska vini og hitti þá oft, en ég er auðvitað útlendingur og umgengst landa mína trúlega meira. Það er hálfgerð langað til þýsk nýlenda hér í Reykjavík og við hittumst oft. Hér eru starfandi Germanía og Goethe- Institut, sem standa fyrir margvíslegum menningaratburðum, kvikmyndasýningum og þess háttar. Þá er haldin Oktoberfest á vegum Germaníu og þannig er ýmislegt sem heldur manni við þýska menningu. Um 250 Þjóðverjar búa á íslandi, þeir eru á öllum aldri og búa víðs vegar um landið. Margir þeirra komu strax eftir stríðið þegar efna- hagslíf Þjóðverja var í rúst. En hér búa líka Þjóðverjar á þínum aldri, hvað fær þá til að setjast hér að? — Ástæðurnar eru mýmargar; menning- arflótti, ævintýralöngun, ótti við umhverfis- mengun á meginlandinu, — og að sjálfsögðu íslenskur maki. Hefur þú ekki lent í sjálfsmyndarkreppu; ertu ekta Þjóðverji eða verður þú smám sam- an íslendingur eftir svona langa dvöl í land- inu? — Þetta er tvíbent. Annars vegar er ég og verð alltaf Þjóðverji, ég vissi eiginlega ekki hversu þýsk ég var fyrr en eftir að hafa búið hér í nokkur ár —, þá á ég við að ég er orðin meðvituð um hin þýsku sérkenni mín; í við- brögðum, nákvæmni, skorti á húmor og þess háttar. Mér verður þessi staðreynd æ ljósari. Á hinn bóginn verð ég sífellt bundnari Is- landi sem heimili mínu. Til að mynda á ég erfitt með að taka ákveðna afstöðu í hval- veiðimálinu af þessari ástæðu, þar sem yfir- lýsingar Þýskalandsdeildar Greenpeace gagnvart Islendingum eru líka ögrun gagn- vart mér. Og ég verð æ fráhverfari þeirri tilhugsun að flytja aftur til Þýskalands. Þú hefur skrifað tvær bækur um Island, ferðabækur, lýsing á landi og þjóð — eða eitthvað annað? — Jú, þær eru vonandi meira en þurrar ferðabækur. Ég er reyndar að þjóna þeirri tvíhyggju minni að unna báðum þjóðum með ákveðnum hætti. Tilgangurinn með þeim er að miðla landsmönnum mínum í Þýskalandi af reynslu minni af íslensku landi og þjóð. í þeim skilningi eru bækurnar mjög persónu- legar. Mér finnst það mjög gott þegar Þjóð- verjar verða hrifnir af landinu og þjóðinni. Sú gleði er sannkölluð gjöf og ég hef reynslu af henni bæði sem fararstjóri og rithöfundur. Uppáhaldsstarf mitt er einmitt starf farar- stjóra. Bækurnar eru seldar í bókaverslunum og voru gefnar út hjá bókaforlaginu Ouase, sem gefur út ferðabækur um lönd og þjóðir, e.t.v. gagnrýnni en almennt tíðkast um slíkar bækur. Hvernig var bókunum tekið í Þýskalandi? — Nokkuð vel, þó ýmislegt af gagnrýnni toga hafi farið fyrir brjóstið á þeim sem 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.