Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 47

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 47
MENNING Islands" hugsa hefðbundið í þessum efnum. Ég hvet í annarri bókinni fólk til þess að taka sér frum- kvæði á ferðum um ísland, að það eigi að ferðast sjálft, skoða mannlífið bak við for- tjöldin, sem ferðamönnum eru alla jafna sýnd. Það kunna auðvitað ekki allar ferða- skrifstofur að meta slíkar ráðleggingar en óhætt er að segja að bókunum hafi verið tekið vel. Þú hefur einnig skrifað fyrir blöð og tímarit, ertu enn að skrifa síkar greinar? — Já, ég hef verið að skrifa fyrir die Tageszeitung, um kvennamálin fyrir Emmu og ég hef einnig nýlega skrifað í tímaritið der Bote der evangelischen Frau, en þetta eru útbreidd kvennablöð í Þýskalandi. Þá á ég greinar í tímariti, sem samsvarar „National Geographic" í Þýskalandi. Hins vegar hef ég forðast að skrifa um viðburði eins og t.d. bjórdaginn, sem vakti mikla athygli. Þú vi iinui' í sendiráðinu og notar mikinn tíma til bókmenntaiðkunar, ertu líka fararstjóri? — Já, það kemur fyrir um helgar og í leyfum að ég skrepp stuttar ferðir. En það er alltof sjaldan. Nú koma árlega tugþúsundir Þjóðverja til landsins og þú vilt kynna þeim þjóðina ekki síður en landið. £n er ekki staðreyndin sú að þeir komast sjaldnast í snertingu við fólkið? — Því miður er það oftast reyndin. Eini kosturinn er sá, að skipuleggja sjálfur sína ferð, dvelja á bóndabæjum og ferðast upp á eigin spýtur. Þetta gera nokkrir en alltof fáir. Hinn algengi ferðamaður er í hópferð, ferð- ast um í hópferðabílum og sér sjaldnast aðra en útlendingana sem eru með honum í bíl. Snertifletirnir við íbúa landsins eru fáir. Þetta nýja fyrirkomulag með gistingu á sveitabæjum er góð tilbreyting frá þessari tegund ferðamennsku. En það þarf að huga meira að því hvernig þjóðirnar geti kynnst hvor annarri betur í raun. Margir eru þeirrar skoðunar að ísland þoli ekki mikinn fjölda ferðamanna, — og margir þeirra telja að náttúrunni sé ógnað. Hver er þín skoðun á því? — Ég skil þennan ótta og tel að það sé til eitthvert hámark, sem landið þoli. Sífellt fleiri ferðamenn krefjast æ meira af landinu, bæði fjárhagslega og af umhverfinu. Þannig þarf að leggja vegi á viðkvæmum stöðum, búa til frárennsli, setja upp salerni, leggja brýr og búa út tjaldstæði. Og þarna hljóta að vera einhver mörk og þar með hættir hin ósnortna náttúra að vera ósnortin. Svo virðist sem Þjóðverjar hafi meiri áhuga á íslendingum en aðrar þjóðir, hvernig stend- ur á þessum áhuga? — Það getur legið í undirmeðvitundinni Gudrun Marie Hanneck-Kloes. Hefur skrifað tvær ferða- og landkynningarbækur um ísland á þýsku. Kann vel að meta þegar Þjóðverjar verða hrifnir af íslandi. vegna ákveðins skyldleika. Það getur legið aftur í þeirri menningu sem hampað var á dögum „þúsund ára ríkisins" um sameigin- legan menningararf fornnorrænan. Ungu fólki er þetta ekki lengur ljóst, þetta er frek- ar ómeðvitað í dag. Það þykir ekkert sérstakt við að fara til Tyrklands eða Grikklands til að liggja í sólinni og engum dettur neitt sér- stætt í hug við slík ferðalög, allra síst einhver skyldleiki milli þjóðanna. Hins vegar segja allir þegar ferðir til íslands ber á góma „Mig hefur alltaf langað til íslands". Það segir eng- inn „Ég hef alltaf viljað fara til Tyrklands". Þetta liggur einhvers staðar djúpt í sálardjúp- unum, ísland. Að lokum Guðrún, hefur þú einhver áform á prjónunum um vinnu þína á næstunni? — Eg held ég hagi lífi mínu eins og hingað til, en ég hef þó hug á að nota meiri tima til bókmenntaiðkunar. Mig langar til að vinna betur úr þeim áhrifum sem land og þjóð höfðu á mig þegar ég kom til landsins, fjalla betur um þær mótsagnir og þá tvíhyggju sem ég minntist áðan á, sagði Gudrun Marie Hanneck-Kloes að lokum. Óskar Guðmundsson 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.