Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 50
MENNING Listahátíð í kirkjunni Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju verður haldin í annað sinn dagana 5.-15. maí með fjöbreyttu efni úr heimi menningar og lista. Fyrsta hátíðin var haldin í júní 1987 í ný- vígðri kirkjunni. Stefnt er að því að halda slíka hátíð annað hvert ár, þegar ekki er Listahátíð í Reykjavík. Listvinafélag Hall- grímskirkju stendur fyrir þessari hátíð, en vegna vaxandi umfangs verður leitað eftir samstarfi við fleiri kirkjur um framkvæmd næstu hátíða og yrðu þá fleiri kirkjur Reykja- víkurprófastsdæmis notaðar. Dagskráin í ár er mjög fjölbreytt og koma þrjár listgreinar við sögu, tónlist, leiklist og myndlist, auk þess sem helgihaldið verður með hátíðarbrag sem nær hámarki á hvíta- sunnunni. Á fjórða hundrað manns kemur fram á hátíðinni. Kostnaður við kirkjulistahátíðina í ár er áætlaður um 5 milljónir króna og vegur lang- þyngst flutningur óratoríunnar Elía eftir Mendelssohn, með fjórum einsöngvurum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfón- íuhljómsveit íslands; og flutningur þriggja einþáttunga eftir dr. Jakob Jónsson. Þegar hafa fengist vilyrði fyrir góðum styrkjum, bæði frá kirkju, rfki, Reykjavíkurborg og fyrirtækjum, en samt vantar þó nokkuð á að endar nái saman. Fjöldí sjálfboðaliða í söfnuðinum, List- vinafélaginu og Mótettukórnum vinnur ötul- lega að undirbúningnum, en þeirra framlag er forsenda framkvæmdarinnar. Stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju skipa: Dr. Þór Jakobsson formaður, Hörður Áskelsson framkvæmdastjóri, Málfríður Finnbogadótt- ir gjaldkeri, dr. Hjalti Hugason ritari, Snorri Sveinn Friðriksson, Sigríður Jóhannsdóttir og dr. Sigurbjörn Einarsson meðstjórnend- ur, en Hrólfur Ölvisson stjórnmálafræðinemi hefur verið ráðinn í hlutastarf sem fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Biskup íslands, Herra Pétur Sigurgeirsson er verndari hátíð- arinnar. Óratorían Elía Óratorían Elía eftir Felix Mendelssohn- Bartholdy var samin árið 1846, ári áður en hið unga tónskáld andaðist. Hún var frum- flutt á tónlistarhátíð í Birmingham undir stjórn höfundarins og sló þegar í gegn. Síðan hefur hún verið í hópi vinsælustu óratoría, einkum á Bretlandi þar sem hefð fyrir flutn- ingi slfkra verka hefur haldist óslitin allt frá dögum Handels. Vinsældir verksins hafa jafnast við vin- sældir þekktustu óratoría Handels, en Elía er án efa þekktasta óratoría 19. aldarinnar. Þó hefur hún ekki enn verið flutt í heild sinni á íslandi og verður því flutningurinn í Hall- grímskirkju á kirkjulistahátíðinni fyrsti heildarflutningur verksins hérlendis. Garðar Cortes stjórnaði flutningi styttrar gerðar í Frfkirkjunni í Reykjavfk árið 1976. Hlutverk kórsins í Elía er mjög veigamikið og hljómsveitin stór. Því var Mótettukór Hallgrímskirkju sérstaklega stækkaður fyrir þetta verkefni og telur hann 90 manns. Lítill 16 manna kór fer með hlutverk englanna en fjórir einsöngvarar koma frá meginlandi Evrópu. Þeir eru allir ungir að árum en eru þegar í fremstu röð óperusöngvara: Silvia Herman sópransöngkona, Ursula Kunz alt- söngkona, Deon van der Walt tenórsöngvari og Andreas Schmidt barítónsöngvari. Flutningur Elía verður laugardaginn 6. maí í Hallgrímskirkju og stefnt er að endur- flutningi daginn eftir ef aðsókn krefst. Ef vel gengur að afla styrkja er ráðgert að hugsan- legur hagnaður af þessum tónleikum fari í orgelsjóð Hallgrímskirkju sem um þessar mundir er að festa kaup á 70 radda Klais- orgeli frá Bonn. Þrír einþáttungar Þrír nýir einþáttungar eftir dr. Jakob Jóns- son verða frumfluttir á kirkjulistahátíðinni, en dr. Jakob var um langt árabil sóknarprest- ur við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Einþátt- ungarnir heita „Þögnin", „Kossinn" og „Sjá- ið manninn" og gerast fyrir og eftir krossfest- ingu Krists. Þeir verða sýndir fjórum sinnum í litlu kapellunni í suðurálmu Hallgríms- kirkju. Leikendur eru fjórir, þau Erlingur Gíslason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Hákon Wage. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson og að- stoðarleikstjóri Ólöf Sverrisdóttir, tónlist semur Hörður Áskelsson, leikmynd gerir Snorri Sveinn Friðriksson og lýsingu hannar Árni Baldvinsson. Auk flutnings á Elía verða átta aðrir tón- leikar á dagskrá kirkjulistahátíðarinnar, bæði orgeltónleikar, kammertónleikar með tónlist eftir Mozart og vortónleikar Mótettu- kórs Hallgrímskirkju. í hádeginu alla virka daga frá 8.-12. maí verða orgeltónleikar í tengslum við orgel- námskeið sem prófessor Hans Dieter Möller frá Diisseldorf heldur. Þátttakendur verða m.a. starfandi organistar í Reykjavíkurpróf- astsdæmi, en þeir koma fram á tónleikunum. Kennd verður frönsk og spænsk orgeltónlist barokktímans. Laugardaginn 13. maí verða kammertón- leikar í samvinnu við Kammersveit Reykja- víkur. Þar verður flutt tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart, kirkjusónötur, aríur og klarinettukvintett. Það sem er sérstætt við þessa tónleika er notkun hljóðfæra sem eru af sömu gerð og á tímum Mozarts. Margrét Bóasdóttir syngur einsöng í Mozart- aríum, Björn Steinar Sólbergsson leikur einleik á orgelið í kirkjusónötunum og Sigurður I. Snorrason leikur á klarinettu sem smíðuð hefur verið fyrir hann að 18. aldar fyrirmynd. Konsertmeistari verður Rut Ingólfsdóttir. Á annan hvítasunnudag heldur Mótettu- kór Hallgrímskirkju sína árlegu vortónleika sem jafnframt eru lokatónleikar hátíðarinn- ar. Við setningu kirkjulistahátíðarinnar þann 5. maí, verður opnuð myndlistarsýning í for- kirkju Hallgrímskirkju. Sýndar verða vatns- litamyndir eftir Karólínu Lárusdóttur, en hún er búsett í London. Myndirnar hefur Karólína gert sérstaklega fyrir þessa sýn- ingu, en þær tengjast lífi Krists. Helgihald Auk þess sem að framan greinir verður helgihald í Hallgrímskirkju viðhafnarmeira þann tíma sem hátíðin stendur. Alla virka daga hátíðarinnar verða kvöldbænir kl. 18 og þá sunginn íslenskur „Vesper", tíðagjörð að fornum sið, en miðvikudaginn 10. maí verða kvöldbænirnar fluttar á ensku og nefnast þá Evensong. Hátíðarmessa verður sunnudag- inn 7. maí en þar mun sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup og dómprófastur prédika og Kór Akureyrarkirkju mun flytja Litlu orgel- messuna eftir Joseph Haydn undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar, en Margrét Bóasdóttir sópran syngur einsöng. Auk þessa verða síðan messur hvítasunnu- dag kl. 11 og annan hvítasunnudag kl. 11 sem prestar safnaðarins annast, þeir sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Sigurður Pálsson. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.