Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 51

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 51
MENNING Brennið bið vitar Grétar Kristjónsson sœkir heim Valgerði Hönnu Jóhanns- s dóttur og Oskar Aðalstein í Reykjanesvita: Allt frá því ég var lítill drengur hef ég þekkt vita. Öndveröarnesviti og Skálasnagaviti á Svörtuloftum eru gamlir leikfélagar, enda þótt ég kynntist þeim aldrei í návígi, — aðeins tilsýndar frá sjónum þar sem ég undi löngum með föður mínum við fiskidrátt. En nú hef ég einsett mér að kynnast nýjum vita — og það á annan hátt. Ég vil kynnast honum „innanfrá“ ef svo má segja því ég hef í hyggju að hafa tal af fólkinu sem þar býr og forvitn- ast um Iífið sem það lifir. Og ég legg land undir fót einn sunnudag í mars og held á vit útvarðar okkar í suðvestri, — Reykjanes- vita. Vitinn gnæfir uppi á hárri hæð yfir bæjarhús- unum sem eru umvafin hrikalegu landslagi á alla vegu. Út við stórskorna ströndina kveð- ur úthafsaldan sinn gamla taktfasta brag. Hún hefur hægt um sig á þessum degi, enda hið besta veður. Sólin glampar í einu auga risans á hæðinni. í fjarska sést til Eldeyjar. Stolt rís hún úr hafi með þverhnípt björg á alla vegu. Valgerður Hanna og Óskar Aðalsteinn á Reykjanesvita. Konan sem lýkur upp fyrir mér þegar ég hef knúð dyra á bænum býr yfir einhverj- um hljóðlátum glæsibrag sem erfitt er að lýsa. Ósjálfráttt dettur mér í hug að þarna sé kona sem hafi verið drottning frá fæðingu, svo eðlilega ber hún glæsileik sinn. Hún heitir Hanna. Ein- hvemveginn dettur mér ekki í hug að spyrja hvað hún heiti fullu nafni. Ekki skiptir máli hvað þessi kona heitir heldur hvað hún er. Og tilheyrandi henni verður „Hanna“ að sannkölluðu drottningarnafni. Síðar komst ég að því að hún heitir fullu nafni Valgerður Hanna Jóhannsdóttir. Húsbóndinn heitir einnig konunglegum nöfnum — Óskar Aðalsteinn. Hann er ís- 51

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.