Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 54
MENNING Aldarminning baráttukonu Guðrún Jónsdóttir, fœdd 6.4.1889 Hún var þckkt í sinni tíð sem Guðrún á Auðs- stöðum. Ekki var þar auður í búi og heyrði ég þó aidrei að nafngiftin væri gerð að skopi. Auðsstaðir voru lítið hús í Vestmannaeyjum sem ekkjan Guðrún Jónsdóttir byggði fyrir samskotafé, eftir lát manns síns og sonar og fyrir veðlán, þar sem samskotin hrukku ekki til fyrir byggingarkostnaðinum. Helsta eign Guðrúnar var þó óbilandi hugrekki, æðru- leysi og mikið vinnuþrek. Um uppruna sinn og ætt var Guðrún jafn- an fáorð og aðspurð kvaðst hún vera ættlaus kona. Þær staðhæfingar hafa komist inn í bækur og ættartölur enda þótt hún eigi til greindra kvenna og hagleiksmanna að telja og ekki var þetta viðhorf hennar mótað af lotningu fyrir eignum og valdastöðu, en hvaðeina á sitt upphaf og skýringu. Foreldrar Guðrúnar voru eignalaus ung- menni þegar hún fæddist, móðirin tæpra 19 ára og faðirinn 21. Að vísu var ekki óalgengt að dætur ríkra bænda væru gefnar úr garði innan við tvítugsaldur, en til þess var ætlast að eignalaust fólk væri annarra hjú þar til það hafði önglað saman einhverjum bústofni og að það tryggði sér jarðnæði áður en það hóf sambúð. Þau Jón og Guðrún reyndu að klóra í bakkann og komu sér fyrir sem hús- fólk á Stóru-Drageyri með dótturina og tveim árum síðar fæddist þeim sonurinn Magnús. Þá var þeim ekki lengur leyfð hús- mennskan og mæðgunum var ráðstafað upp í Hálsasveit þar sem Guðrún Guðmundsdóttir fór í vinnumennsku, en feðgarnir fóru út á Akranes, en þaðan var Jón Ólafsson upp runninn. Ekki veit ég hvort sú saga sem þær Guð- rúnarnar sögðu mér hvor í sínu lagi var frá Drageyri, en hún lýsir vel atferli þeirra beggja: Einhverju sinni hafði móðirin verið lengi önnum kafin og ekki komist til að líta eftir dóttur sinni, en fann hana svo hvergi þegar að var gáð. Hún hljóp þá um allan bæinn og kallaði á barnið og bað hitt fólkið að hjálpa sér að leita. Þá heyrist úr kassa sem skúringasandur var geymdur í þessi þula: „Mamma hlaup og stökk, Sigga hlaup og stökk, Nonni hlaup og stökk — en ég sit hérna.“ Samvistir þeirra mæðgna urðu ekki langar því vinnukonukaup taldist ekki duga sem barnsmeðlag, jafnvel þó að skylduflíkurnar gengju einnig upp í meðlagið. Móðirin var í vinnumennsku hjá Kristleifi Þorsteinssyni sem þá bjó á Uppsölum í Hálsasveit, en síðar á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal. Guðrúnu yngri var komið á efnað heimili og myndar- legt, en þar hafði hún grátið nótt og dag fyrstu tvær vikurnar og gengu feðgarnir á bænum um gólf með hana til skiptis. Ekki fréttist þetta af bæ fyrr en löngu síðar, en Guðrúnu var þessi lífsreynsla föst í minni alla tíð þó hún yndi vel hag sínum í fóstrinu þegar móðurminningin fór að fyrnast. A Auðsstöðum í Hálsasveit lærði Guðrún ung að prjóna, sauma og spinna og hvaðeina það sem til húsverka og heyskaparstarfa heyrði. Aldrei gat hún þess að fósturforeldr- arnir hafi „lánað" hana sem barnfóstru til dóttur þeirra á næsta bæ en það komst ég að raun um af tilviljun. Hún hafði átt gott atlæti í orði og viðurgerningi og þótti vænt um fóst- urheimilið. Þess var gjarnan getið að stúlkan væri mesta Hannyrða-Steinka og dugleg. Þegar Guðrún var 12 ára voru móðir henn- ar og sambýlismaður búin að koma upp þokkalegu búi að Hömrum í Reykholtsdal. Þá vildu þau taka stúlkuna úr fóstri og af meðgjöf, enda voru í þeirra búi þrír drengir en engin stúlka. Fósturforeldrarnir vildu þá hvorki láta stúlkuna frá sér né heldur gefa eftir meðlagið. Þá fór svo að þau sambýlis- fólkið fóru að Auðsstöðum og tóku telpuna þaðan með valdi og varð sú rimma þeim mæðgum að sársaukaefni þaðan í frá, en Guðmundur sá sem gjaldið tók var góður engu að síður. Eftir fermingu, eða að líkindum um 15 ára aldur fór Guðrún að heiman. Móðir hennar kom henni þá í saumanám úti á Akranesi og í húsaskjól hjá frændfólki sínu. Þar var byrjað á því að setja hana í velheitt þrifabað og skrúbbaði frændkonan hana rauða. Fljótt kom þó í ljós að hún var jafn kolbrún eftir sem áður og þótti þetta ekki fallegur litar- háttur í kaupstöðum fyrr en hún var orðin fulltíða kona, dökk á brún og brá með hrokkið hrafnsvart hár og græn í augum. Frelsiskröfur aldamótakynslóðarinnar Ung stúlka sem ekki á foreldraheimili að að hverfa og stendur með tvær hendur tóm- ar, veit að hún ber ábyrgð á lífi sinu og að hún verður sjálf að leysa allan sinn vanda. Þess mun Guðrún Jónsdóttir hafa verið al- búin þegar hún hélt til Reykjavíkur skömmu fyrir 1910 og tók þá vinnu sem í boði var, en það voru helst húsverk á heimilum embættis- manna og annarra borgara í Reykjavík. Hún réðist sem stofustúlka í hús landshöfðingj- ans, en fór síðan með dóttur hans til bús með Guðmundi Björnssyni og var henni til halds og trausts í húsmóðurstöðunni á mannmörgu heimili landlæknisins. í þessu starfi gerði Guðrún sínar sjálfstæð- iskröfur og mun það fyrst hafa verið krafan um eigið herbergi. Hún sagði upp ársvist sinni og setti það skilyrði fyrir vistráðningu að hún væri laus úr starfi yfir sumarmánuð- ina og fór þá til Norðurlands í kaupavinnu og síðar austur í Árnessýslu. Þar hitti hún Magnús Jónsson sem síðar varð eiginmaður hennar og bjuggu þau á Hjalla í Ölfusi og síðast í Vestmannaeyjum, þar sem hann lést aðeins 33 ára að aldri. Hann hafði orðið fyrir óhöppum í útgerð og var fjölskyldan því snauð er hann féll frá. Þess er áður getið að í Eyjum var efnt til samskota fyrir ekkjuna og ákvað hún að koma sér upp eigin húsnæði fyrir það fé. Henni virtist ekki von um stöðuga atvinnu við það að sauma sparifatnað og sneri sér því að prjónaskap sem mikil eftirspurn var eftir. Þetta gerði hún að vel athuguðu ráði, sótti námskeið í Reykjavík í vélprjóni og keypti stóra tvíkamba prjónavél með öllum fylgi- hlutum. Við þetta framtak mun hún hafa notið aðstoðar vinafólks síns í Reykjavík, Önnu Guðnýjar Sveinsdóttur og manns hennar. Árið 1923 var ekkjan Guðrún og dætur hennar, átta og þriggja ára, komnar í litla húsið sem hún nefndi eftir bernskuheimili sínu, Auðsstöðum í Hálsasveit. Þar hófst hún handa við það að vélprjóna fatnað yst sem innst á sjómenn og fólk á öllum aldri. Það orð lagðist á, að ekkjur í Eyjum gætu séð sér og sínum farborða ef þær gætu komist yfir prjónavél og tækju að sér prjónaskap hvers- konar. Ekki varð þessi þjóðtrú Guðrúnu til ábata, en þrjár ekkjur og ein að auki báðu hana að kenna sér að prjóna og hjálpa sér um uppskriftir af helstu flíkum sem falast var eftir prjónaskap á. Ekki var rætt um neina greiðslu fyrir þessa kennslu þó hún yrði stundum býsna tímafrek. Einhverju sinni hafði Guðrún gefið byrj- anda nákvæma uppskrift af sokkum og gekk allt vel með þann fyrri. Daginn eftir kom konan með sokkaparið og sagðist hafa prjón- að báða með nákvæmlega sama lykkju- og umferðartali, en þeir voru nokkuð misstórir. Þetta átti að verða útseld vinna og því spurði hún:„ Hvað í ósköpunum á ég að gera Guð- rún mín? Get ég ekki bara pressað annan sokkinn saman og teygt hinn dálítið í sund- ur?“ Þó að Guðrún veldi þann kostinn að vinna heima, bæði vegna dætra sinna og vegna þess að hún gat neytt verkkunnáttu sinnar, þá fylgdist hún vel með mannlífinu í kringum sig 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.