Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 56

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 56
MENNING ofan af öllum afskiptum af verkalýðsmálum. Mér er í minni ein slík aðför þegar húsfreyja á heimili útgerðarmanns kom að Auðsstöð- um. Eg hafði farið til dyra og fylgt konunni inn, en þær stóðu hvor andspænis annarri þegar húsfreyjan sagði af miklum móði: „Ég fer ekki oftar með prjónaskap til þín Guð- rún, ef þú ætlar að halda áfram að skipta þér af þessum vöskunarkerlingum." Svarið var stutt og fylgdi því ákveðin bending: „Dyrnar standa opnar." Fleiri efnaðir viðskiptavinir drógu að sér höndina þó þeir gæfu engar yfirlýsingar þar um. í stjórnum og nefndum á kreppuárunum Formennsku í Kvennadeild V.D. fyldi seta í stjórn Verkamannafélagsins og einnig seta í nefndum á þeim vettvangi. En verka- fólk í Vestmannaeyjum átti einnig í baráttu um verslunina. f>ar hafa starfað kaupfélög og þar á meðal Kaupfélag verkamanna sem ís- leifur Högnason stjórnaði. Par var Guðrún í stjórn frá upphafi og þar til hún flutti úr Eyjum. Pau samtök sem hér um ræðir voru undir leiðsögn vinstri manna í Alþýðuflokki og eft- ir 1930 Kommúnistaflokksins. Félagsstörfin mótuðust því mjög af því að málin voru rædd og ákvarðanir teknar í þröngum hópi áður en þau voru tekin til almennrar umræðu í félög- unum. Petta gat orðið býsna snúið og ekki bætti það úr skák að fyrir kom að allt breytt- ist eftir að bréf kom að sunnan eða að um málefnið var ritað í Verkalýðsblaðinu. Pessar aðstæður urðu meðal annars til þess að Guðrún sótti um inntöku í Kommún- istaflokkinn. Af því varð japl og jaml og fuður, því leiðandi menn töldu hana eðlileg- an tengilið milli flokksdeildarinnar og verka- kvenna sem ekki voru taldar nægilega „skól- aðar“ til þess að taka mikilvægar ákvarðanir án leiðsagnar og e.t.v. notuðu þær ekki heppilega „taktik“. En hvort sem þetta var rætt lengur eða skemur þá lét Guðrún ekki af þeirri ákvörðun sinni að ef henni væri treyst til forystu, þá ætti hún rétt á að vera aðili að ákvarðanatöku um stefnu og starfshætti. Hún varð meðlimur og stjórnarmaður í Vest- mannaeyjadeild K.F.Í. og kiknaði hvergi undir kommúnistanafninu. Fyrir þá lesendur sem ekki vita að Komm- únistaflokkur Islands var öflugt stjórnmála- afl á fjórða tugi aldarinnar, er rétt að rifja upp tölu bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum á þessum árum. I kosningum 1930 voru kjörnir 6 menn af lista Sjálfstæðisflokks og 3 menn af lista Alþýðuflokks, en a.m.k. tveir þeir efstu á þeim lista voru í vinstri armi Alþýðuflokks- ins. Fjórum árum síðar, eða 1934 skiptust bæjarfulltrúar þannig: Sjálfstæðisflokkur fékk 5 menn, Alþýðuflokkur 1 mann og Kommúnistaflokkur 3 menn. Þetta var tímaskeið bræðravíga í íslenskri verkalýðshreyfingu og ein atlagan var stofn- un Verkakvennafélagsins Snótar árið 1932. Þá var Verkakvennadeildin með 150-60 meðlimi en Snót var stofnuð af 15 konum og komst félagatalan upp í 30 á árinu. Af þess- um átökum bárust fréttir og meðal annars fékk skopblaðið Spegillinn veður af þessu og birti teikningu af þáverandi er- indreka ASÍ og fríðleiks- konu úr Eyjum þar sem þau stóðu upp úr þvögu fundarkvenna, bentu hvort á annað og hrópuðu: „Þú hefur klofið!“ „Nei, þú hefur klofið!“ Mikil vinna var lögð í sættagerð á milli félag- anna, Verkakvennadeild- in gerð að sjálfstæðu fé- lagi, óháðu Drífanda og margir möguleikar skoð- aðir til sameiningar bæði verkakvenna og einnig sjómannafélaganna sem orðin voru tvö. Því starfi var ekki lokið fyrr en 1937, þegar félögin sameinuðust undir nafni Snótar. Aratugimir milli heims- styrjaldanna voru vaxtar- og umbrotaskeið í sögu ís- lenskrar verkalýðshreyf- ingar. Konur báru enn skarðan hlut frá borði en höfðu sýnt djörfung og hæfni til þess að skipuleggja samtök sín. Samningsréttur verkalýðsfélaga var viðurkenndur af at- vinnurekendum og stjórnvöldum svo og verkfallsréttur í vinnudeilum. Þrátt fyrir þessa sigra hafði samtökum verkafólks ekki tekist að koma í veg fyrir atvinnusviptingu og margskonar búsifjar sem forystufólki í verkalýðsbaráttunni voru búnar af valda- mönnum. Guðrún á Auðsstöðum flutti frá Vest- mannaeyjum árið 1933 og fylgdi henni hlýhugur verkafólks og virðing þeirra sem hún hafði átt í átökum við. Hún lést í Reykja- vík 1955 og var jarðsett í Vestmannaeyjum. Reykjavík, apríl 1989 Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur Við samantekt vegna aldarminningar móður minnar Guðrúnar Jónsdóttur frá Auðsstöð- um hef ég stuðst við endurminningar mínar frá œskuárum og ritaðar heimildir s.s.: Ljós- rit af fundagerðabók Verkakvennafélagsins Hvatar, Þingtíðindi 7.þings ASÍ 1926, Skýrsla til Alþýðusambands íslands frá verkakvennafélaginu Hvöt, Vestmannaeyj- um, ásamt bréfi dagsettu 10. nóv.1926, undir- rituðu af Kristínu Jacobsen og Guðrúnu Jónsdóttur. Jón Rafnsson: Vor í verum, Reykjavík 1957. Þórunn Magnúsdóttir 56

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.