Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 57

Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 57
MENNING Mjöður blandinn og Maltó í kaupfélaginu Hallgerður Gísladi ottir safn vörð ur Og þá er það mjöðurinn. í mjöð þurfti eingöngu hunang og vatn, því að hann gat gerjast af sjálfu sér, en stundum munu hafa verið lagðar undir hann kveikjur til að herða á gangnum, en hann þurfti afar langan tíma til að gerjast. Mjöður er að uppruna einn af alelstu alkóhóldrykkjum og talinn eldri en vín í Miðjarðarhafslöndum. Orðið mjöður eða tilsvarandi orð eru til í öllum indóevrópskum málum og tengist mjöðurinn gjarnan guðlegum ölum á ein- hvern hátt. í Eddukvæðum og Snorra Eddu er mikið talað um mjöð, og nægir þar að minna á skáldamjöðinn og mjöðinn sem flóir úr spenum geitarinnar Heiðrúnar í Valhöll og nægir einhverjum til að drekka sig fulla daglega. Mjöður var útbreiddur um alla Evrópu á miðöldum og átti kirkjan stór- an þátt í útbreiðslu hans, því að vegna notkunar á vaxljós- um við guðsþjónustu ráku kirkjur og klaustur eigin býfl- ugnabú til að anna eftirspurn eftir vaxi. Þar voru jafnframt framleidd ósköpin öll af hun- angi. Hins vegar varð býflugn- aræktin ekki veruleg fyrr en að lokinni víkingaöld og út- breiðsla mjaðar þannig mest eftir hana. Líklega er það því þjóðsaga að víkingar hafi verið sídrekkandi mjöð, þó að vafalaust hafi þeir smakkað hann við sérstök tækifæri, því hann mun hafa verið nokkuð dýr í þá tíð. Þeir drukku lang- mest yfirgerjað maltöl. Talið er að hunang á miðöldum hafi að langmestu verið notað til mjaðarbrugg- unar. Hingað hefur það verið töluvert flutt og sést oft í ferðaskrám og eignaskrám frá miðöldum. T.d. var tunna af hunangi meðal matvæla á Hólum 1550. Hún hefði nægt í nálægt níu tunnur af miði, sé uppskrift Eggerts Ólafssonar af fornmannamiðinum hér á eftir rétt. Hér var semsagt bæði innfluttur og „blandinn" mjöður en þannig var komist að orði um mjaðargerð. Þar var mjöður blandinn og mun- gát heit segir um veisluundir- búning í Sturlungu. Mjöður sést víða í bókmenntum, kaupsetning- um og reikningum. „var þar hin feg- ursta veisla. Skorti þar eigi góðan mjöð“ seg- ir í Sturlungu til að lýsa stórveislu hjá Sig- hvati á Grund. Og í tveimur veislum þar er greinilega boðið upp á mjöð og mungát sam- an. Það er annars athyglisvert, að oftar er talað um mjöð en mungát í Sturlungu þegar ræðir um drykkjur, öfugt við íslendinga sög- ur. En það sýnir kannski að menn höfðu í Seinni hluti þessu efni hugmynd um muninn á tímabilun- um sem þessir tveir sagnaflokkar lýsa. Á16. öld fór mjaðarframleiðsla að minnka og mjöður hvarf sem næst úr sögunni á næstu skrifi ar: tveimur öldum í Norðvestur -Evrópu. Or- sökin var sú, að með lúterskunni minnkaði eftirspurn eftir vaxi og þar með hunangs- framleiðsla en sykurinn sem fer að sjást sem sjaldgæti meðal heldra fólks á Norðurlönd- um á 16. öld, leysti hunangið af hólmi að öðru leyti og jók möguleika á ýmiss konar áfengisgerð. í óprentuðu handriti Eggerts Ólafssonar sem liggur á Landsbókasafni er mjaðarupp- skrift sem hann kveður vera hina almennu mjaðarbruggsaðferð og að menn ætli alla hina sömu og fornmenn brúkuðu: Hún er þannig að í 8 pottum af hreinu brunnvatni á að sjóða 1 pott af hunangi þangað til hættir að koma froða ofaná, en hana á að fleytajafnóðum. Ef mjöður- inn á að geymast lengi má hann krauma um hríð þangað til hann þykknar lítið eitt. Síðan er honum hellt í gangkerið og segir Eggert að flestir láti gang- Þessa könnu gaf sr. Guð- mundur Sigurðsson á Stað í Steingrímsfirði forngripa- safninu árið 1865. Hann kunni að rekja sögu könn- unnar allt fram á fyrri hluta 18.aldar, þegar sr. Halldór Einarsson faðir sr. Björns Halldórssonar í Sauðlauks- dal átti hana. Kanna þessi hefur gengið undir nafninu „vítabikar". Það tíðkaðist oft í veislum hérlendis í eldri tíð að einhverjir voru settir tii að fylgjast með því, hvort mönnum yrði eitthvað á í veislunni og voru slíkar mis- gjörðir síðan tíundaðar með miklu málskrúði í vítavísum í lok veislu og hinum seku gert að drekka af vítabikar. Þessi kanna er þannig úr garði gerð, að efst á henni er gatamunstur, þannig að menn hafa þurft að kunna á henni lagið til að sulla ekki niður þegar þeir drukku. E.t.v. hefur þetta orðið til að auka á kátínu manna við áðurnefnda grínathöfn. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.