Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 58

Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 58
MENNING inn koma af sjálfu sér, aðrir setji í hann ölgerð eða dregg til að flýta fyrir. Gangurinn taki um 40 daga, en síðan þurfi mjöðurinn að standa til að verða góður. Eggert er með fleiri ábendingar varðandi mjöð og ýmiss konar kryddun á honum — kanel, negul, saffran o.,fl. Enn segir hann: ,Jarðmjöður verður allra bcstur og stcrkastur. í þá tilreiðslu er tekinn þykksoðinn mjöður gamall og velútgenginn og tappaður á stór föt, vel til byrgð, síðan er hann grafínn í jörð niður (svo einnar til tveggja álna djúpt sé á) og látinn þar liggja hálft misscri eður lengur: fer á meðan frá hön- um allur ræmu smekkur, en hann verður svo sterkur og þægilcga áfengur að jafnast á við hin bestu spönsku og múskatbornu vín, að öllum gæðum, já er miklu hollari og betri heldur en þau.“ Ekki er gott að átta sig á því, eftir hdr. Egerts hvort að mjöður hafi verið blandinn á íslandi á þessum tíma (uppúr miðri 18. öld). Hafi eitthvað verið um það var það áreiðanlega í mjög smá- um stíl. Athyglisvert er þó, að í Grasnytjum Björns Halldórsson- ar, sem skrifaðar eru árið 1781, er talað um að gott sé að bleyta næpnafræ í miði, áður en því sé sáð. Mjöður sést nefndur í grein Þorkels Bjarnasonar. „Fyrir 40 árum“, íTímariti Hins íslenska Bókmennta- félags, en þar segir hann að kvenfólk hafi um miðja 19. öldina oft haft pela með miði á réttum til að geta kallað þá karlmenn sem þeim leist á afsíðis og boðið þeim snaps. Bjórbland fornt Blanda af öli og miði kallaðist milska. 1548 eru tvær tunnur af milsku í sveinastofu í Skál- holti. Milska var fordæmd á þremur kirkju- þingum í Evrópu á 9. öld og þótti sem menn væru að falsa mjöð sem var afar dýr á þeim tíma. í vínkjallara Skálholts 1548 er getið um tunnu af mjaðarblandi og aðra af bjórblandi, sem er þó væntanlega ekki sams konar fyrir- bæri og nú hefur um hríð verið kallað bjór- bland á íslandi. En þetta sýnirþað nú samt að hefð er fyrir bjórblöndun. I þessu sam- bandi get ég ekki stillt mig um að nefna blönduna sem Oddur biskup Einarsson í Skálholti bauð tékkanum Vetter og félögum hans eftir morgunmatinn í Skálholti á öðrum áratug 17. aldar. í ferðasögu Vetters segir á þessa leið: „...til að heiðra okkur að lokum lét hann bera fram vín í einu íláti, í öðru bjór, sem hann átti bestan, mjöð í því þriðja, í hinu Drykkjarkanna úr tré. Á hana er grafið ártalið 1758. í henni hefur vafalítið oftast veriö borin fram sýrublanda, sem var hversdagsdrykkur íslendinga frá upphafi byggðar og fram á tuttugustu öld. Mysan er mönnum góð mikið að drekka hún hressir hold og blóð fjórða brennivín og mjólk í hinu fimmta; öllu þessu helltu þau og blönduðu saman í eina könnu og drukku okkur til; en þegar þau sáu og komust að því, að þessi drykkur var okkur ekki skapfelldur, drukku þau af honum ein; við fengum svo aðeins bjór og vín sitt í hvoru lagi og féllumst við á það með fögnuði.“ Vín virðist lítið hafa verið haft um hönd á miðöldum og mest í kirkjubrúki eða kirkj- unnar manna. Árið 1203 kom Jón Græn- landsbiskup til Islands og kenndi mönnum að búa til krækiberjavín, en þá lá við að messusöngur félli niður vegna vínskorts. Þetta þótti mönnum svo merkilegt, að þess er getið í flestum annálum, að hér hafi þá fyrst verið bruggað vín. Vínbruggun virðist annars afar fátíð á íslandi á fyrri öldum. Brennivínið kemur svo sem næst samferða lúterskunni og einokuninni, það er fyrst svo vitað sé drukkið hér á landi 1548. Og þá hefst bráðlega öldin önnur í drykkjumenningu íslendinga. Fyrir utan aðrar ábendingar er þannig um ölið talað eins og sjálf- sagðan þátt lífsins, og svo mikið er fast af orðum í málinu sem tengjast öli að telja má víst, að heimagert öl hafi átt fastan sess í lífi almennings á fyrri öldum. í Jónsbók er borgaralegt hlut- gengi manna miðað við að þeir væru „hestfærir og ölfærir". Þor- gísl Arason mælir fyrir griðum á fundi þeirra Snorra goða á þenn- an hátt: „Það er upphaf griða- mála vorra, að guð sé við oss alla sáttur; vér skulum og vera menn sáttir vor í millum og samværir að öldri og að áti...“. Enn er talað um að menn séu ölkærir og að þeir verði ölvaðir, ofurölvi, ölóð- ir, öldrukknir. En hætt er að tala um festaröl, erfiöl, jólaöl og sam- gönguöl eins og þessar veislur voru kallaðr meðan ölið var og hét. Ölsýki kallar Björn Halldórs- son timburmenn, en hann gefur nokkur góð ráð við slíku í Grasn- ytjum: Seyði af blóðbergi læknar ölsýki þeirra manna að morgni sem ofbrúkað hafa vín að kveldi segir hann. Þarna er ölið úr sög- unni, en menn verða ölsjúkir af víndrykkju. Ölsýki í orðsins fyllstu merkingu mun væntanlega hrjá íslendinga meira en áður á næstunni. Hvernig væri að reyna þá blóð- bergsseyðið. Björn ráðleggur einnig mönn- um að tyggja söl undir þessum kringumstæð- um. Tryggt öl í ellinni, ölleiga og bjórsvall Á14., 15. og 16. öld hafa margir áskilið sér öl eða ölhitu í próventu. Ekkert síður konur en karlar. Ingveldur Helgadóttir sem samdi urn próventu við Helgafellsklaustur 1497 áskilur að sér verði bruggað öl á staðarins kostnað ef hún eignist malt. Og Helga á Grund, kona Jóns Arasonar áskildi sér í pró- ventubréfi,,... að hafa öl nær hún vildi og þar með þrjá rétti til borðs daglega.“ Það kemur fram í fógetareikningum frá 16. öld að menn borguðu talsvert landsskuldir með öli um miðja 16. öld. T.d. á bæjunum Hvaleyri, Fitjakoti, Korpúlfsstöðum, Móum og Laxnesi, Gufunesi og mörgum fleiri. í Gufunesi voru t.d. greiddar 6 tunnur öls í leigu og landsskuld árið 1550. Víða er í leigu- bréfum getið þess að jarðir séu byggðar fyrir öl eða malt. Bendir þetta til blómlegs heimil- isiðnaðar. Á árinu 1548-9 þar sem skráð er að móttekin hafi verið tunna af öli í leigu frá 58

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.