Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 59

Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 59
MENNING Laxnesi, bætir skrifa- rinn við svo sem eins og í framhjáhlaupi: „öltonden bleff drukket den tid vi for til altinget“. Ö1 og drykkjur koma oft fyrir í Islend- inga sögum, en í mikl- um meirihluta þeirra dæma er um að ræða svall í utanlandsferð- um. Það er sem sé ekkert nýtt að íslend- ingar leggist í bjórinn þegar þeir komast út fyrir landsteinana og voru ekkert betri með það meðan bjórinn var leyfður. Að öðru leyti er sagt frá stórum drykkjuveislum hér heima, þar sem urðu tíðindi. Þaðsem menn gera sér til gamans í drykkjuveislum er kallað ölteiti og höfðu menn gjarnan mannjöfnuð að ölteiti en hann varð ósjaldan tilefni deilna sem langan slóða drógu á eftir sér. Prátt fyrir að þráfaldlega sé getið um öl og öldrykkjur er mjög lítið um að kvartað sé undan ofdrykkju fyrir siðaskipti. Allavega fær maður á tilfinninguna að drykkjuskapur hafi ekki verið það böl sem hann varð eftir að brennivínið kom. Þó að ölið hafi haft sinn fasta sess í hugum og hjört- um fólksins eins og tilheyrandi leifar í máli og menningu gefa til kynna þarf það ekki að þýða að almenningur hér hafi drukkið öl daglega, eins og menn vilja meina að gert hafi verið t.d. í Noregi og Danmörku þar sem menn kváðu hafa byrjað daginn mð öli og haldið áfram drykkjunni til svefns. Fræðimaðurinn Troels Lund álítur t.d. að á 16. öldinni hafi verið áætlaðir 5-10 lítrar af öli á mann á dag í Danmörku. En varla hefur það verið sterkt. Ekki má gleyma því að hér var örðugra með öflun hráefnis til bruggunar handa þjóðinni. Þó að kornrækt hafi verið stunduð fram á 16. öld eins og talið er var hún á takmörkuðu svæði og mikið þurfti að flytja inn af malti. Líklegt er því að menn hafi fremur notað öl til að gleðja sig við sérstök tækifæri, en til hversdagsdrykkju á borð við það sem virðist hafa tíðkast í Skandinavíu. Til þess benda líka heimildir. Sýrublanda var hversdagsdrykkur íslendinga. í íslandslýsingu þeirri frá lokum 16. aldar, sem kennd er við Odd biskup — þann sama sem bar Vetter bjórblandið í Skálholti — segir hann bæði frá margs konar innfluttum bjór frá Danmörku, Þýskalandi og Englandi og ölinu sem íslendingar sjóði úr byggi og lindarvatni. Hann segir: „En allt það öl sem fæst á íslandi, er framar öllu notað við festar og brúðkaupsveislur og Vínskál. Á að hafa verið hin hversdags- lega brennivínsskál Guðbrandar biskups Þorlákssonar og hann á sjálfur að hafa smíðað hana. Forngripasafnið fékk skál- ina 1865 frá ættmönnum Guðbrands, og er til tafla um það, hvernig hún erfðist mann fram af manni í ættinni. önnur heiðvirð samkvæmi, og er ekki hægt að hafa neitt af því tægi út úr mönnum fyrir nokkuð gjald, því allt slíkt geyma menn handa sér og vinum sínum. En menn hafa almennt sinn hversdagsdrykk sem nefndur er sýra...“ Ég rakst á það á dögunum í svörum heim- ildarmanna þjóðháttadeildar við spurning- um um mjólkurmat, að menn hafa a.m.k. á fyrri hluta þessarar aldar, kallað botnfall í sýru hjastur eða dregg, og skán ofaná sýru hjastur. Þarna hafa gömlu orðin um ölger færst yfir á svipuð fyrirbrigði í hinum þjóð- lega drykknum, — sýrunni og lifað með henni af harðindi og brennivín, tíma þar sem menn þekktu tæpast hrosta, virtur eða mesk- ingu. Dregur að leikslokum Töluvert hefur verið bruggað hér áfram á 17. öldinni, þó að vísast hafi dregið úr því eins og annarri sjálfsbjargarviðleitni á ís- landi á þeirri öld. í ferðabók Vetters, sem hér er um 1612 eða 13 segir að íslendingar hiti öl í hverum. Og í íslandslýsingu Þórðar Þor- lákssonar sem útgefin var 1666 segir: „Til drykkjar hafa sumir innflutt öl eða heima- bruggað. Aðrir drekka drykk sem gerður er af safa vissra grasa- eða runnategunda. Hann er soðinn svipað og öl og hreint ekki sem verstur á bragðið. En flestir drekka mjólk- ursýrublöndu." Af Ferðabók Eg- gerts og Bjarna um ferðir þeirra um miðja 18. öld má skilja að öl sé ekki lengur brugg- að á íslandi. Ólafur Ólafsson skrifaði ná- kvæma lýsingu á öl- gerð úr malti í lær- dómslistafélagsritin 1791 og Þóra Andrea Nikólína Jónsdóttir þýðir úr dönsku mjög svipaða uppskrift sem birtist í matreiðslubók hennar frá 1858. Ég hefi ekki rekist á neitt sem bendir sérstak- lega til þess að Islend- ingar hafi reynt að færa sér þessar upp- skriftir í nyt, en hefi heldur ekki leitað sérlega mikið. Jónas frá Hrafnagili segir í Islenskum þjóðháttum að bjórinn hafi horfið að mestu úr sögunni eftir að brennivín tók að flytjast til landsins og talar ekki að öðru leyti um hann. Eitthvað brugguðu bakarar og seldu hér á 19. öldinni, en það var mest gert í því skyni að halda við ger til brauðgerðarinnar. Með lögum nr. 5 frá 12. janúar árið 1900 var svo bannað að brugga vínandadrykki og áfenga maltdrykki á íslandi. En hættu menn alveg að brugga öl hér á landi? Ef til vill hafa alltaf einhverjir bruggað öl, þó að lftið sé til um það skráð. Jökuldæl- ingar brugguðu frá því snemma á öldinni frægt byggöl, Jökuldalsöl, sem sagt var að Björn Blöndal þefari —landskunnur brugg- araskelfir — hafi alltaf viljað drekka þegar hann var að leita að landa fyrir austan. Hann taldi það ekki í sínum verkahring þó að eitt- hvað áfengi væri nú í því. Það munu hafa verið þjóðlegir Jökuldælingar sem tóku uppá því í byrjun aldar að brugga að fornmanna sið úr malti og af Jökuldalsöli fóru sögur í neðra í mínum uppvexti fyrir austan upp úr miðri öldinni. Óljósar sagnir hef ég af öl- bruggi á öðrum stöðum í byrjun aldar og verður það skemmtilegt rannsóknarefni. Seinni bruggöldin, þegar menn brugguðu gambra og mysu, aðallega til að sjóða landa, byrjaði fyrir alvöru á þriðja áratugnum, þegar linað var á áfengisbanninu með því að leyfa innflutning Spánarvína. Pakkabjór og vín koma enn seinna til sögunnar og í millitíð var víða í sveitum bruggað úr Maltó til heim- ilisölgerðar, sem kaupfélögin seldu í hvítum pökkum með rauðum röndum. En þetta verður ekki til umræðu að sinni. Hallgerður Gísladóttir 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.