Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 61

Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 61
VIÐSKIPTI Aksturspeningar fyrir hjól Starfsmenn svissneska fyrirtækisins Sandoz (auö- hringur í efnaiðnaði, lyfjaframleiðslu o.fl.) eiga nú kost á að fá greitt fyrir að koma hjólandi til og frá vinnu. Greitt er samkvæmt kílómetragjaldi, — hálfur franki fyrir kílómetra. Áður höfðu einungis hátt settir starfs- menn fyrirtækisins fengið kílómetragjald fyrir bílana sína. Með reiðhjólagjaldinu vill fyrirtækið sýna batn- andi hug sinn til umhverfisverndar og reyna að hressa upp á ímyndina, sem varð fyrir verulegu áfalli árið 1986 þegar kviknaði í verksmiðjum fyrirtækisins og gífurleg mengun varð í Rín af þess völdum... Starfsmaður Sandoz hjólar á kílómetragjaldinu. Kauphallarárás frá Bandaríkjunum Nýverið lét einn alræmdasti kauphallarbraskari í Bandaríkj- unum, T. Boone Pickens, til skar- ar skríða í Japan. Þessi ógnvekj- andi verðbréfa- og hlutabréfa- kaupandi hóf feril sinn í olíuiðnaðinum í Texas en hefur síöustu árin verið sérfræðingur í leynilegum kaupum á hlutabréf- um sem hann síðan hefur selt með miklum hagnaði. Þegar hann lét berast að hann hefði reynt fyrir sér á kauphallarmark- aði í Japan fór hrollur um þarl- enda kaupsýslumenn. Hann hafði keypt yfir 20% hlutabréfa í Koito, sem er gífurlega stórt fyrir- tæki sem framleiðir bílahluti, án þess að stjórn fyrirtækisins eða stærstu hluthafar fram að þeim tíma hefðu hugmynd um. Frétta- Kaupsýslumaðurinn Pickens. haukar í kauphallarbransanum reikna með að Pickens vilji að venju selja hlutinn hratt og græða mikið. Talið er að Toyota, sem er áhrifamesti hluthafi í Koi- to, vilji kaupa allan hlutabréfa- pakkann af Pickens fyrir verð sem liggur langt, langt ofan við þá upphæð, sem kaupsýslu- maðurinn alræmdi hafði lagt í bréfin... Umdeildur sjónvarpsþáttur. Hætta að auglýsa í sjónvarpinu Sjónvarpsefni á það til að vera of ofbeldissinnað og klámfengið fyrir auglýsendur. Fyrirtæki eins og McDonalds, Coca Cola og fleiri þekkt fyrirtæki í Bandaríkj- unum hafa nýlega dregið til baka auglýsingar úr afþreyingarþætt- inum „Married...With Children". Ástæðan er sú að þátturinn, sem sendur er út á sunnudagsmorgn- um, þykir með eindæmum of- beldissinnaður og klámfenginn. Sjónvarpsþátturinn nýtur gífur- legra vinsælda og fyrirtækin voru ekkert áköf í að hundsa þættina. Það var húsmóðir í Detroit sem hleypti málinu af stað; hún sak- aði fyrirtækin um að vera „samá- byrg fyrir því að börnin okkar eru fóðruð á ofbeldi og klámi". Þess- ar sakargiftir leiddu um síðir til þess að fyrirtækin drógu auglýs- ingar sínar úr þessum sjónvarps- þætti hjá Fox Television til baka... Unnið á gúmmíplantekru. Alnæmi hækkar gúmmíverð Gúmmíiðnaðurinn í Malasíu græðir á alnæmi. Eftir margra ára offramboð á heimsmarkaði á náttúrulegu gúmmíi náði verðið lágmarki 1986, en síðustu árin hefur eftirspurn vaxið verulega vegna útbreiðslu alnæmis. Gúmmíið er notað í margvíslega framleiðslu á t.d. gúmmíhönsk- um og verjum. Á sl. ári nam gúm- míútflutningur 1.66 milljarði tonna og seldist fyrir meira en tvo milljarða þýskra marka. Þar með er gúmmíiðnaðurinn í Malasíu aftur orðinn meðal helstu útflutn- ingsafurða landsins... 61

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.