Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 62

Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 62
VIÐSKIPTI Auglýsingar í Sovét í Sovétríkjunum hafa menn fram að þessu meira haldið sig við pólitískan áróður en auglýsingar. En í þeirri pólitísku þíðu sem einkennir allt þjóðlíf þar í löndum hafa nú einnig kapitalískar aug- lýsingar hlotið náð fyrir augum valdhafa. Sovéska sjónvarpið reið á vaðið með auglýsingum frá erlendum fyrirtækjum og „Iswestija", málgagn ríkisstjórn- arinnar birtir nú á hálfsmánaðar fresti, annan hvern þriðjudag, auglýsingar frá erlendum fyrir- tækjum. Áður birti þetta blað að mestu leyti ávörp og endalausar ályktanir frá flokknum, en í Per- estrojku hefur þetta breyst veru- lega. Lesendur hafa kunnað að meta líflegri fréttir og umfjöllun blaðsins og er upplagið stöðugt vaxandi, — um 11 milljónir ein- taka. Það er tímaritaútgáfan Aenna Burda í VÞýskalandi sem sér um sölu auglýsinga i Iswest- iju á erlendum vettvangi. Blað- síðuverð auglýsingar er 50 þús- und dollarar... Kögun hf. Nýverið var stofnað hlutafélag til að sjá um viðhald ratsjárkerfisins hjá Atlantshafsbandalaginu, en ratsjárstöðvarnar verða fjórar; á Miðnesheiði, við Bolungarvík, á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og á Stokksnesi. Að nýja félag- inu standa Þróunarfélag íslands, Félag íslenskra iðnrekenda og 37 hugbúnaðarfyrirtæki. Hluta- féð er 20 milljónir króna. Fyrir- tækið mun fyrst og fremst sjá um rekstur og viðhald hugbúnaðar- kerfisins, sem verður ekki að fullu komiðígagniðfyrren 1994. í stjórn Kögunar eru Þorgeir Páls- son, Geir A. Gunnlaugsson, Sig- urður Hjaltason, Gunnlaugur Sigmundsson og Örn Karlsson... Veltan minnkaði Á síðasta ári var heildarvelta í smásöluverslun 66 milljarðar króna, sem var 22% aukning frá 1987. Miðað við hækkun á vöru og þjónustu á milli áranna, sem varð 26%, er hér um samdrátt að ræða að raungildi um 3.5%. í heildverslun, sölu á bílum, bygg- ingarvöruverslun, þjónustu- greinum og vörugreinum iðnaðar var um svipaðan eða meiri sam- drátt að ræða. Mestur varö sam- drátturinn í sölu á bílum og bíla- vörum eða milli 15%—20% að raungildi milli áranna 1987 og 1988... Brögð í tafli við skaðabótagreiðslur Talið er að með brögðum sé reynt að ná einhverju af þeim 470 milljónum dollara sem áttu að fara í skaðabætur út úr Union Carbide hringnum, sem átti verksmiðjuna í Bophal á Indl- andi, þar sem 3400 manns létu lífið við sprengingu fyrir fjórum árum og tugþúsundir urðu fyrir varanlegu heilsutjóni aðallega í öndunarfærum og augum. Skaðabæturnar, sem þóttu mjög litlar, námu 470 milljón dollurum, og hafði verið reiknað með að í hlut fjölskyldu hvers og eins, sem fórst í þessu hörmulega slysi, komi aðeins um 14.000 dollarar og sama upphæð fyrir þá sem biðu varanlegt heilsutjón. Þegar hafa komið fram 600.000 kröfur um skaðabætur, margar þeirra að því er talið er án þess að fors- endur séu fyrir kröfunni. í borgar- hlutanum þar sem eiturgufurnar komu harðast niður bjuggu 1984 um 300.000 manns. Sagt er að í dag berist skaðabótakröfur frá Nepal, London og Moskvu —frá fólki sem að sögn var fjarri Bop- hal þegar hið skelfilega slys varð.. Tölvuframieiðsla í „Ernst Thalmann" verksmiðjunum. Austur-Þjóðverjar í tölvubransa Tölvufyrirtækið Robotron í Aust- ur-Þýkalandi ætlar að grípa til heiðarlegri vinnubragða í sölu- mensku sinni en hingað til. Fyrir- tækið hefur sótt um leyfi hjá Microsoft til framleiðslu á tölvum og hugbúnaði til sölu á Vestur- löndum, en annars hefðu þeir lent í málaferlum vegna notkunar á MS-DOS og OS/2 og Microsoft hefði getað stöðvað útflutning Austur-Þjóðverjanna... Sony í Evrópu Japanska fyrirtækið Sony hefur ákveðið að hasla sér víðari völl í Evrópu. Ætlunin er að Sony-- hringurinn starfi í löndum Evrópubandalagsins sem „hold- ing“ fyrirtæki með aðalaðsetur í Bretlandi eða Hollandi. Undir- búningurinn að þessari sókn á markaðinn er þegar hafinn; ætl- unin er t.d. að stofna sérstakan viðskiptaskóla fyrir Sony-stjórn- endurfyrirtækjaíEvrópu. Þettaá að verða evrópskt fyrirtæki, fjár- magnað að mestu með evrópsku kapitali og á að stunda fram- leiðslu á hefðbundinni rafmagns- vöru frá Sony og nýrri vöru. Gert er ráð fyrir að á nokkrum árum muni um 50% Sony-tækja sem seljast í Evrópu verða framleidd af þessu nýja fyrirtæki.. 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.