Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 64

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 64
VÍSINDI mennskar verur. Rétt eins og maðurinn og skepnan væru jafn rétthá hvort gagnvart öðru. Atferlisfræðin Vísindagreinin sem Konrad Lorenz varð upphafsmaður að nefnist atferlisfræði. Hann birti niðurstöður rannsókna sinna í bókum sem lesnar voru af milljónum manna og öfl- uðu honum heimsfrægðar. Næsta fátítt er að raunvísindamaður nái svo almennri hylli les- enda; bækur hans voru skemmtilegar aflestr- ar og honum tókst með frábærri athyglisgáfu sinni og einstakri forvitni að gera grágæsina, uppáhalds dýrið sitt, að „merkilegustu" skepnu jarðarinnar. Áður höfðu aðeins þessir fiðruðu vinir hans sperrt stél sín af hrifningu yfir rann- sóknum dýrafræðingsins, en eftir að bækur hans komu út risu líka hárin á vfsindamönn- um hvar í sveit sem þeir voru settir. Kenning- ar Konrads kollvörpuðu gjörsamlega fyrri hugmyndum manna um þroska mannkyns og dýra og komu af stað heiftarlegum deil- um. Bók reiðinnar Frægasta bók hans kom út árið 1963 og hét Reiðin svonefnda („Das sogenannte Böse"). í henni leitast Konrad Lorenz við að skýra af hvaða rótum reiðin sé runnin og af hverju árásargirndin stafi. Sálfræðingar höfðu áður talið að maðurinn fæddist án nokkurra ein- kenna um illan hug en síðan væri það bundið reynslu hans í lífinu hversu árásargjarn hann yrði. Konrad var ekki sama sinnis. Hann sagði að maðurinn kæmi í heiminn með bagga fyrri kynslóða á herðunum, að reiði forfeðranna gengi í erfðir fram eftir kynslóð- um og hún brytist út í einstaklingi þar sem ventill reiðinnar þyldi ekki meiri þrýsting. Hún yxi sem sagt stig af stigi, mann fram af manni þar til allt spryngi í loft upp. Þannig skýrði hann orsakir styrjalda sem afleiðingu langrar uppsöfnunar reiði, sem brytist út á djöfullegan hátt. Þess vegna væri ekki hægt að kenna einum né neinum um orsakir styrjalda, þar sem þær væru náttúr- legt ferli í mannslíkanum, allsendis óbundið vilja mannsins. Hann fengi ekki við neitt ráðið hvort sem honum líkaði betur eða verr. Siðgæðið og máttur náttúrunnar Það má nærri geta að ekki voru allir á einu máli um þessa kenningu Konrad Lorenz. Hann gekk grágæs í móðurstaö. ( Lorenz með grágæsum 1973). Andstæðingar hans bentu á að maðurinn hefði þróað með sér ákveðinnn siðferðis- þroska sem gerði honum kleift að hafa stjórn á reiði sinni. Hann væri ekki bundinn líkam- legum hvötum sínum, enda þótt þær gætu oft á tíðum verið erfiðar viðureignar. Konrad vísaði þessum svörum á bug og sagði einu leiðina til þess að fá útrás fyrir reiðina væri að stunda íþróttir eða méla glös og leirtau sem væri enn áhrifaríkara. Þá fengi ventill- inn að blása og sálin losnaði við uppsafnaða spennu, að minnsta kosti að hluta til. Merkasta uppgötvunin sem Konrad Lor- anz gerði var sú, að gera yrði greinarmun á meðfæddum eiginleikum og áunnum bæði hjá mönnum og dýrum. Við fæðingu hefði hvert dýr (og maðurinn vitanlega líka) ákveðið forrit í heila sínum, sem það fengi í arf frá foreldrum sínum. Síðan væri hægt að komast inn í forritið á vissum stöðum og á vissum tímum og breyta þannig atferli dýrs- ins. Þetta væri hægt með svokölluðum „lykil- áhrifum". Merkasta dæmið um slíka „mót- un" fyrir tilverknað „lykiláhrifa" er sagan af gæsarunganum Renötu. Fram að því hafði það verið trú manna að gæsarunginn myndi elta móður sína sjálfkrafa um leið og hann væri orðinn ferðafær. Konrad sýndi fram á að þetta var langt frá því að vera sjálfsagt. Á vissu skeiði eftir fæðingu leitar unginn sér „Hugtakahugsun mannsins veitir honum frelsi, sem ekkert dýr hefur. íþvíliggur grundvallarmunur: dýr geta ekki gert neitt sem þau ekki mega, en maðurinn getur hins vegar gert margt sem hann ekki má." 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.