Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 67

Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 67
VÍSINDI æði eða að hefja viðeigandi lyfjameðferð. Þannig þarf ekki að bíða eftir að viðkomandi einstaklingur veikist heldur geta læknar lagt á ráðin um fyrirbyggjandi aðgerðir. En hér er ekki einungis um sjaldgæfa og sérkenni- lega sjúkdóma að ræða. Margir algengir sjúkdómar eru taldir stafa a.m.k. að ein- hverju leyti af erfðafræðilegum þáttum. Þar má nefna háþrýsting, ofnæmi, sykursýki, hjartasjúkdóma, geðsjúkdóma og sumar (jafnvel allar) gerðir krabbameins. Hagnýtt gildi — lækning sjúkdóma Annað sem þetta verkefni gæti leitt af sér er uppgötvun nýrra prótína og vitneskja um hlutverk þeirra í lífsstarfseminni og þar með e.t.v. nýting þeirra í baráttunni gegn ýmsum sjúkdómum. Þetta er nú þegar gert með efni sem myndast í líkamanum og nefnast interfer- ón og interlevkín. Þau eru notuð við meðferð gegn ýmsum teg- undum af krabbameini. Einnig verður unnt að finna prótín sem vantar í Lífssagan í genum okkar James Watson (f. 1928) deildi nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði 1962 með F. Crick og M. Wilkins fyrir uppgötvun á efnafræðilegri gerö og hlut- verki deoxíobósakjarnsýru (DKS). Hann hefur æ síð- an verið einn fremsti erfðafræðingur heims. Margir vísindamenn hafa tekið hugmyndinni um ofangreint verkefni fagnandi en líklega hefur enginn kæst svo mjög sem hann. Watson er formaður nefndarinnar og hann segir m.a.: „Ég er ákaflega spenntur fyrir þessu verkefni og ég veit að það mun takast að Ijúka því þrátt fyrir andstöðu ýmissa lærðra og leikra. Hvernig ættum við að geta hafnað þessu tækifæri? Við töldum áöur fyrr að örlög okkar væru skráð í stjörnurnar. Við vitum betur nú. Lífssaga okkar er að verulegu leyti forskráð í genum okkar. Með aðferðum sameindalíffræðinnar er það okkur í lófa lagið að öðlast fullan skilning á eðli lífsstarfseminnar." suma sjúklinga og ráða bót á sjúkdómnum með því að gefa prótínið sem vantar. Gott dæmi um slíka vöntun er sykursýki sem stafar af ónógu insúlíni. Einnig eru nokkrar vonir bundnar við það að í framtíðinni megi lækna erfðagalla sem stafa af gölluðum genum með því að koma heilbrigðum genum fyrir í frumum sjúklinga. Þetta gæti orðið til þess að helstu sjúkdómar nú á dögum, t.d. krabbamein og hjarta- sjúkdómar, yrðu læknanlegir í framtíðinni. Hin hlið málsins Þrátt fyrir alla kostina sem kortlagning erfðaefnis okkar hefði augljóslega í för með sér eru margir vísindamenn og leikmenn á báðum áttum um ágæti þessa. Margar siðfræðilegar, lögfræðileg- ar, heimspekilegar og trúarlegar spurningar vakna. Yrði t.d. erfðatæknin og upplýsingar um eiginleika erfðaefnis í fóstrum til þess að auka tíðni fóstureyðinga ef leitað væri að öllum hugsan- legum göllum í fósturfrumum snemma á fósturskeiði? Er alltaf æskilegt að láta einstakling vita að líklegt sé að hann eigi eftir að fá einhvern tiltekinn sjúkdóm, einkum ef hann er ólæknandi? A eingöngu að nota erfðalæknisfræði til að meðhöndla sjúkdóma eða á jafnframt að nota hana til að (kyn)bæta einstaklinga? Margir telja manninn hafa sýnt það í gegnum tíðina að honum er ekki treystandi til að fara vel eða rétt með það vald sem þessi vitn- eskja mun óhjákvæmilega veita honum. Líklega mun framtíðin ein skera úr um það. -hþ(Byggtá Time) 67

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.