Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 68

Þjóðlíf - 01.05.1989, Side 68
V í SI N DI Ellin bíður... býsna fjörleg Þaö sem frani kemur hér á eftir mun að öllum líkindum koma ungu fólki á óvart og koll- varpa hugmyndum þess um afa og ömmu. Könnun sem var gerð við háskólann í San Francisco leiðir í ljós að ellin er, þegar öllu er á botninn hvolft, alls ekki svo daufleg sem margir hafa óttast hingað til. Könnunin náði til um 200 hvítra manna, áttræðra og eldri, og voru jafn margir af hvoru kyni. Hinn elsti var 102 ára. Þátttak- endur bjuggu á elliheimilum, voru ekki á lyfjum og lýstu sig fúsa til að svara skriflega 117 spurningum er vörðuðu kynlíf þeirra. Flestir voru úr miðstéttum, um helmingur hafði lokið háskólanámi og þriðjungur gegnt starfi á sínu menntunarsviði. Helstu niðurstöður voru þessar: * Kynlíf flestra fólst í snertingu og atlotum án samfara, þ.e. hjá um 80% karla og um 65% kvenna. Sjálfsfróun kom næst, hjá um 70% karla og um 40% kvenna en samfarir voru í þriðja sæti, stundaðar af um 65% karla og um 30% kvenna. * Um sjö af hverjum tíu körlum og helmingur kvenna lét sig oftlega dreyma um náin kynni við hitt kynið. *Um 60% spurðra töldu líf á elliheimili ekki draga úr kynlífi og fjórir af hverjum tíu töldu reyndar að möguleikar á kynlífi hefðu aukist eftir að á heimilið kom. * Um helmingur karlanna og um sjö af hverj- um tíu konum áttu engan fastan félaga en þeir sem á annan bóginn áttu slíkan vin voru yfirleitt fremur sáttir við hann. * Um fjórðungur karlanna og um helming- ur kvennanna hafði að eigin sögn engan áhuga á kynlífi. I öllum ofangreindum aldursflokkum lýstu karlar sig yfirleitt miklu áhugasamari um kynlíf en konur á sama reki. Kynhvöt og -líf karla reyndist minnka til muna þegar komið var á níunda áratuginn og mun meira en hjá kvenkyns jafnöldrum þeirra. Fræðing- ar telja skýringuna vera þá að áhugi kvenna á kynlífi minnki mun fyrr en hjá körlum og hann sé svo fátæklegur um nírætt að ekki geti orðið um öllu frekari hnignun að ræða. -hþ Mikill meirihluti eldra fólks vill hafa náin kynni við hitt kynið samkvæmt könnun sem gerð var á bandarísku elliheimili nýverið. 68

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.