Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 69

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 69
UPPELDI Einsetinn skóli takmarkið Birna Sigurjónsdóttir kennari í viðtali við Þjóðlíf um starf kenn- ara, óskir þeirra um bœtta vinnu- aðstöðu, foreldrasamstarf og vinnutímann. — Uppeldishlutverk kennara í dag er miklu umfangsmeira en var hér áður fyrr, þegar aðeins annað foreldrið vann úti og bórnin fóru beint heim þar sem einhver fullorðinn beið þeirra. í dag er það þannig að kennar- inn er oft eina fullorðna manneskjan sem barnið hefur veruleg samskipti við allan dag- inn, sagði Birna Sigurjónsdóttir kennari við Snælandsskóla í Kópavogi, þegar Þjóðlíf ræddi við hana um starf kennara í framhaldi af grein eftir Arthúr Morthens sem bar yfir- skriftina „Grunnskóli í kreppu" og birtist í marshefti Þjóðlífs. í þeirri grein kom fram, og er vitnað til rannsóknar sem Þórófur Þórlindsson vann, að þriðjungi kennara líður illa í starfi og að aðeins 13% þeirra getur hugsað sér að börn þeirra gerist kennarar. Þá kom einnig fram í könnuninni að 73,6% kennara finna fyrir streitu í starfi, þar af 35% nær alltaf eða oft. — Ég held að meginástæður þess að sum- um kennurum líður illa í starfi séu þær að þeir eru einangraðir með sín vandamál. Eins og skólastarfinu er nú háttað í flestum skól- um hér á landi er lítið um samstarf á milli kennara. Eigi kennari til dæmis við aga- vandamál að glíma þarf hann að geta leitað til sinna samstarfsmanna án þess að missa andlitið. Það þarf að bæta samvinnu kennara og stuðla að opinnni umræðu innan hvers skóla, sagði Birna. Hún lagði áherslu á að með breyttum áherslum í kennararstarfinu þar sem kennarar bæru nú meiri ábyrgð á velferð nemenda sinna en áður, væri gott samstarf milli kennara innbyrðis nauðsyn. í fyrrnefndri grein Þjóðlífs kemur fram að stór hluti kennara telur sig ekki geta gert námsefninu góð skil í kennslu. Birna sagði aðalástæður þess vera að bekkjardeildir væru of stórar. Hún sagði að æskilegur nem- endafjöldi í hverjum bekk væri um 20. í dag er ekki óalgengt að fjöldinn sé á bilinu 28 — 30 og ekki útlit fyrir annað en að þeim eigi Birna Sigurjónsdóttir kennari í Snælandsskóla telur að ekki verði langt að bíða þess að skólaárið lengist á íslandi. eftir að fjölga, vegna niðurskurðar á launalið ríkisins um 4% sem ákveðinn var við sam- þykkt síðustu fjárlaga. Skortur á námsefni — Önnur ástæða þess að kennurum finnst þeim ganga illa að koma námsefninu til skila er að námsgögn eru af mjög skornum skammti. Lauslega áætlað sýnist mér að tvöfalda þyrfti fjárframlög til Námsgagna- stofnunar til þess að bæta úr brýnustu þörf- inni. Annað sem ég tel mikilvægt til þess að meiri árangur náist í skólastarfinu er að lengja þann tíma sem skólarnir starfa. Eins og ástandið er í dag er stöðugur tímaskortur. Eg hef þá trú að fyrr en síðar verði skólaárið lengt hér á landi, þannig það verði svipað og hjá nágrannaþjóðunum, sagði Birna. En brýnast af öllu telur hún að nú þegar verði hafist handa við að koma á einsetnum skóla hér á landi. — Með því að taka upp einsetinn skóla verður hægt að bjóða kennurum og nemend- um upp á samfelldan skóladag og þá opnast einnig möguleiki á því að lengja skóladag- inn. í dag er sá tími sem börnin eru í skólan- um of stuttur, sagði Birna. Samkvæmt nýlegri áætlun sem mennta- málaráðuneytið hefur látið gera og miðast við að koma á einsetnum skóla á næstu fimm árum, mun það kosta um hálfan milljarð á ári í aukinn launakostnað og verja þyrfti 500 milljónum króna árlega í uppbyggingu nýs skólahúsnæðis. — Ég held að það sé ekki bara spurning um peninga hvort hér verður tekinn upp ein- setinn skóli, heldur hugarfar. Þetta er mikið hagsmunamál, ekki síst foreldra sem nú þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af hvað börn- in þeirra aðhafast á milli þess sem þau eru í skólanum. Ekki síst er þetta mikilvægt fyrir börnin sjálf sem því miður þurfa í auknum mæli að sjá um sig sjálf vegna vinnu foreldr- anna, sagði Birna. Hún sagði nauðsynlegt að foreldrar og kennarar ynnu saman að því að koma þessu hagsmunamáli í gegn. Birna leggur mikla áherslu á að gott samstarf ríki á milli foreldra og skóla. — Einn mikilvægasti þáttur skólastarfsins í dag er foreldrasamstarf. Foreldrasamstarf hér á landi á sér ekki langa sögu en það eykst með hverju árinu og er það vel. Það er nauð- synlegt að foreldrar viti hvað er að gerast í skólanum og að þeir séu virkir í því félags- starfi sem þar fer fram, sagði Birna. Hún viðurkenndi að margir kennarar ættu erfitt með að laga sig að breyttum samskiptum við foreldra. En hún sagði að stöðugt færi meiri tími af vinnu kennara í foreldrasamstarf. Aðspurð kvað Birna að vinnutími kennara væri rúmar 45 stundir á víku, þar af væri 30 stunda viðvera í skólanum. 15 stundir ættu síðan kennarar að nota til að yfirfara verk- efni, undirbúa kennsluna og margt fleira. — Það er ljóst að margir kennarar kunna vel við þennan vinnutíma sem er óafmarkað- ur og sveigjanlegur. Ekki síst kemur hann sér vel fyrir konur sem stunda kennslu sagði Birna Sigurjónsdóttir kennari og bætti við að lokum að mjög margir kennarar ynnu frá- bært starf þrátt fyrir léleg kjör og oft slæma vinnuaðstöðu. -sg 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.