Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 71

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 71
UPPELDI Lestur sögubóka er mestur við 11 ára aldur en fer síðan minnkandi, sérstaklega meðal pilta. Á töflunni sést hversu tíðni bíóferða hefur minnkað með tilkomu myndbanda. Þó er at- hyglisvert að þær eru ekki sjaldgæfari nú en 1984 þrátt fyrir tilkomu Stöðvar 2 í millitíðinni. Hugsanlegt er að þær hafi orðið sjaldgæfari fljótlega eftir tilkomu hennar, en síðan aukist aftur. Munur á árgöngum og kynjum Hér skal dregin upp mynd af muni á árgöng- um og kynferði og er þá einungis tekið mið af könnuninni í mars, en samanburði við fyrri ár er sleppt. Plötu- og útvarpshlustun eru ekki með í þessum samanburði. Tafla 2: Bíóferðir að minnsta kosti einu sinni í viku. 1980 1984 1989 48% 34% 33% Skýringar: Dagblöð. Niðurstöðurnar koma varla á óvart. Piltarnir (og karlmenn yfirleitt) eru iðnari við dagblaðalestur en stúlkumar, eða réttara sagt, þeir gefa sér meiri tíma til þess ama. Lesturinn eykst síðan með aldrinum og er svo komið í 9. bekk að nánast hver einasti piltur les eitthvert dagblað svo til á hveijum degi. Sögubækur. Lestur sögubóka er mestur við 11 ára aldur, en fer síðan minnkandi, sérstak- lega meðal piltanna. Einungis 2% þeirra lesa sögubók mjög oft. Heimilistölva. Þarna er komið að nýju fyrir- brigði í kynjamisréttinu. Meðal þeirra sem nota tölvu reglulega eru 80% piltar, 20% em stúlkur. Varla þarf að hafa fleiri orð um það. Sjónvarp. Samkvæmt fyrri rannsóknum á fjölmiðlanotkun unglinga, jafnt hérlendum sem erlendum, minnkar sjónvarpshorfun á unglingsárunum en eykst aftur upp úr tvítugs- aldri eða rúmlega það þegar farið er að stofna eigið heimili. Þessi þróun sést nokkuð vel í þessari töflu. Myndbönd. Þarna er mikill munur á kynjum. Piltar horfa mun meira á myndbönd en stúlkur, enda eru þeir iðnir við að taka upp t.d. íþróttaefni úr sjónvarpinu sem gaman er að horfa á aftur og aftur. Telja má þetta eina af ástæðunum fyrir svo mikilli myndbandanotkun þó svo hún sé ekki algild. Hljóðfæranám. Nokkuð algengt er að nemendur hætti hljóðfæranámi þegar komið er upp í 7. bekk og er það ekkert nýtt. Þá tekur annað við, t.d. meira að gera í skólanum og önnur áhugamál. Vinna. Erfitt er að meta hvað aðspurðir álíta vera vinnu. Þó má ætla út frá hárri hlutfallstölu í yngri bekkjunum að vinna sé öll iðja þar sem hægt er að afla sér peninga, t.d. bama- gæsla, aðstoð við heimilis- störf og ekki síst blaðasala/ blaðburður, en það síðast- nefnda getur verið ástæða svo hárrar tölu hjá piltunum. Bíóferðir. Þær aukast greinilega þegar kom- ið er fram á unglingsár, stúlkur fara örsjaldan til að byija með en em komnar samhliða pilt- unum þegar komið er upp í 9. bekk. Þegar á heildina er litið er ekkert sem kemur vemlega á óvart í könnuninni, hvorki í saman- burði milli ára né milli kynja og árganga. Þetta sýnir ef til vill að mynstur í tómstundaiðju breytist lítið, þrátt fyrir breytt og tæknivædd- ara þjóðfélag og baráttu í átt til meira jafnréttis milli kynja. Að lokum vilja nemendur í fjölmiðlun í Menntaskólanum við Hamrahlíð þakka öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni, jafnt nem- endum í gmnnskólunum sem svömðu spum- ingunum eftir bestu samvisku, sem og skóla- stjórum og kennurum sem veittu leyfi til þess að framkvæma hana. Adolf H. Petersen Þau unnu könnunina: Ágúst Benediktsson, Bjarney Harðardóttir, Einar Sigurðsson, Gestur Svavarsson, Guð- mundur Jónsson, Hólmfríður Ólafsdóttir, Hörður Reginsson, Linda Björk Árnadóttir, María Matthíasdóttir, Ólöf Þorsteinsdóttir, Páll Ólafsson, Ragnar Schram, Sif Gríms- dóttir, Stefán A. Guðmundsson, Sveinn S. Kjartansson, Victor K. Helgason og Þórey Ólafsdóttir. Tafla 3: Iðja stunduð svo til daglega (árgangur og kyn). S.b 7.b. 9.b. pilt. stúlk. pilt. stúlk. pilt. stúlk. les dagblöð .......................... 55% 39% 84% 60% 96% 80% les sögubækur......................... 24% 25% 7% 14% 2% 18% nota heimilistölvu.................... 22% 5% 26% 7% 30% 8% horii á sjónvarp ..................... 94% 93% 90% 83% 83% 71% horfi á myndb......................... 27% 3% 22% 14% 20% 5% læriáhljóðf........................... 21% 27% 13% 11% 13% 15% fer að vinna.......................... 17% 6% 13% 5% 15% 15% vikulegar bíóferðir................... 17% 3% 25% 15% 45% 43% 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.