Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 76

Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 76
BÍLAR r------------------------n ORIENT Efþú gerir kröfur um gæði veldu þá Fallegu ORIENT armbandsúrin hjá úrsmiðnum ORIENT V_______/ ur eru flokkaðar eftir seigju samkvæmt svo- nefndum SAE staðli. Framleiðendur smur- olíu tóku SAE staðalinn í notkun fyrst árið 1911. Flokkun olíunnar ákvarðast af mörgum stöðluðum prófunum, t.d. eru eiginleikar olíunnar við lágt hitastig metnir eftir þremur prófunum. Fyrsta prófunin varir í þrjár mínútur í tæki sem líkir eftir gangi vélar undir frostmarki. Pessi prófun þótti ekki skilgreina ýmis rennslisvandamál sem verða í kaldri olíu, en olía hefur þá náttúru að þykkna í kulda og þynnast í hita. Prófun númer tvö á kaldri olíu stendur yfir í 16 klst. Notað er sérstakt tæki sem gerir kleift að skoða sérstaklega hvenær olíudælan hættir að ná til sín olíunni. Pessi prófun var ekki tekin upp fyrr en árið 1982 en árið áður var veturinn í Norður-Ameríku sérlega harður með þeim afleiðingum að vélar hrundu í stórum stíl. Þriðja prófunin (hófst 1984) stendur yfir í eina viku, þessi prófun er endurbót á þeirri númer tvö og lýsir betur rennsliseiginleikum kaldrar olíu. Pær prófanir sem hér var lýst mjög svo yfirborðslega eru aðeins einn þátt- urinn í mjög fjölbreyttum prófunum á olíum samkvæmt staðlinum sem fyrr var nefndur og eru auðvitað í stöðugri þróun. Vélarolíur bera SAE flokkunarmerkingu sem byggir á stöðluðum prófunum. Algeng- ustu flokkarnir um þessar mundir eru SAE 5W, 10W, 15W, 20W, 20, 30, 40 og 50. Pví þykkri sem olían er því hærri er SAE talan. Bókstafurinn W með tölunni táknar að olían sé ætluð til notkunar í kulda (W=winter). Olíur án „W“ merkis eru ætlaðar til notkun- ar þar sem vinnuhitastig olíunnar er 100 sels- íusgráður. Oft eru tvær tölur saman í flokkunarmerki olíu og standa þá fyrir seigj- ustuðul (viscosity index) olíunnar. Dæmi um þetta væri olía sem merkt er SAE 10W-30, hún á að veita nægilegan smurning allt niður í 25 gráðu frost. Seigjustuðullinn segir til um seigju eða þykktarbreytingu olíunnar með tilliti til hitastigs. Olía með háan seigjustuðul breytist lítið þó sveiflur verði í hitastigi. Olí- an sem nefnd var sem dæmi hér rétt fyrr spannar í raun 4 stig þ.e. frá 10W til 30 og nefnist því fjölþykktarolía (multigrade). Fjölþykktarolíur eru því heilsársolíur og vinna jafn vel sumar sem vetur. Þó að álag á olíur sé verulegt við íslenskar aðstæður þá eru miklar sveiflur í hitastigi ekki það álag sem veldur okkur viðlíka raunum og í mörg- um öðrum löndum þar sem sveiflurnar eru meiri, mjög heit sumur og grimmdarfrost á vetrum. Eldsneytissparnaður Litlar vélar, með fáa strokka, þurfa tölu- vert meiri snúningshraða við ræsingu svo þær fari í gang heldur en stærri vélar eða þær sem eru með fleiri strokka. Pví er mikilvægt að olían veiti sem minnst viðnám við gangsetn- ingu í kulda, dæmigerð olía við slík skilyrði ber merkinguna 5W-30. Auðvitað fæst einn- ig eldsneytissparnaður með þynnri olíu. Við það að nota olíu 10W-30 í stað 10W-40 á stærri vélar sparast u.þ.b. 1% eldsneyti. Flokkun olíunnar samvæmt SAE seigju- stigi var góð og gild en fleiri atriði skipta máli svo sem notkunarsvið. Árið 1947 var tekið upp flokkunarkerfi fyrir smurolíur sem kennt er við API (American Petroleum Inst- itute). Þetta kerfi gerði ráð fyrir þremur flokkum vélaolía eftir notkun: „regular“ eða venjuleg notkun, „premium“ eða aukið álag og „heavy duty“ eða mikið álag. Flokkun olíu með þessum hætti dugði skammt svo að 1952 var flokkuninni breytt og vinnuumhverfi vél- anna sett inn í lýsinguna. Ekki dugði þetta svo að árið 1970 var það kerfi tekið upp sem enn er í gildi. Petta kerfi tekur tillit til þeirra sem nota olíu, þ.e.a.s. framleiðendurolíu og véla og þeirra sem nota olíuna, t.d. ég og þú. Samkvæmt kerfinu eru eiginleikar olíunnar skilgreindir og hægt að velja hana til þeirrar notkunar sem við á. API flokkun olíu er með tvennum hætti, sjö flokkar eða stig eru fyrir bensínvélar og fimm stig fyrir díselvélar. Merking olíunnar eftir flokk er með tveimur bókstöfum, olía í bensínvélar ber sem fyrri bókstaf S (fyrsti stafurinn í orðinu,, spark“ eða neisti) en olía í díselvélar bókstafinn C (fyrsti bókstafurinn í orðinu „compression“ eða þjöppun). Seinni bókstafurinn segir síðan til um eiginleika ol- íunnar og notkunarsvið hennar. Dæmi: olía merkt „SA“ er án íblendiefna. Eftir því sem olíurnar verða sérhæfðari eða kröfurnar til þeirra verða meiri er ferðast aftar í stafrófið þannig að flestar vélar sem nú eru framleidd- ar þurfa olíu sem merkt er „SG“. Petta þýðir m.a. það að ekki má nota olíu sem merkt væri „SF“ á vél sem gerð væri fyrir “SG“ olíu. Af sjálfu sér leiðir að ekki má blanda saman olíum sem bera mismunandi API bókstafamerkingu. Nánast það sama gildir um díselvélaolíur og sagt hefur verið hér að framan um olíur fyrir bensínvélar. Mengun olíunnar Ekki eru allir bíleigendur með það á hreinu hvaða notkun vélar valdi mestu álagi á hana. Ef flett er upp í handbókum fram- leiðenda þá skilgreina þeir mesta álag þann- ig: akstur í ryk-og sandmettuðu lofti, lausa- gangur í langan tíma, dráttur aftanívagna, stuttur akstur (skemmra en 15 km) og lang- varandi hraður akstur í heitu veðri. Langvarandi lausagangur og stuttir „túr- ar“ geta valdið því að eldsneyti og vatn blandast smurolíunni. Þetta getur aftur vald- ið því að olíufilman verður veikari og einnig að einskonar leðja myndast í olíunni. Ryk sem kemst í olíuna spillir henni (slípimassi) og ef dregnir eru vagnar eða ekið hratt og lengi í heitu veðri flýtir það fyrir oxun (að 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.