Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 22

Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 22
22 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Í stuttu máli aF hVerju etum Við hænuegg Frekar en andaregg? Pistill Sölumennska hefur á sér margar hliðar, margar skemmtilegar, aðrar misgóðar. Eitt sinn var mér sögð sú saga að andaregg væru betri en hænuegg. Það er hins vegar gaggið í hænunum sem vekur athygli og þess vegna seljast hænueggin en enginn hirðir um andaregg. Það eru nokkrar tegundir aug lýsinga sem fara í mínar fínustu og eru aðstandendum þeirra til lítils sóma, að mínu mati. Núna á ég aftur orðið hlutabréf í gamla Baugs veld ­ inu; Högum. Þar á bæ hafa svonefndir „tax free“­dagar verið auglýstir í tíma og ótíma. Í útboðslýsingu Haga um daginn var ekkert um að fyrirtækið þyrfti ekki að borga tolla og önnur gjöld eins og venjuleg fyrirtæki. (Kannski fékk tollstjóri og yfir maður RSK sms­skeyti hér áður fyrr með ábendingum um sérmeðferð, ég held samt ekki, en það ætti að vera búið í dag?) Skilaboð mín eru því þau að hætta að blekkja! Auglýsa bara afsláttinn sem er verið að bjóða. Það er ekkert sem heitir tax free, eða skatta­ afsláttur, þegar fólk skiptir við Haga. Meira um sölumennsku. Svo eru það dekkin sem hinn trúverðugi stjórnlaga­eitthvað les auglýsingu um að fáist á „betri hjólbarðaverkstæðum“. Þetta „betri eitthvað “ fer í taugarnar á mér. Einu sinni var ég með umboð fyrir Dunlop­ hjólbarða. Auð vitað voru mörg góð hjól barðaverkstæði sem vönd uðu sig þótt þau seldu ekki Dunlop­dekk frá mér. Það sama á við þegar ég heyri auglýsingar um að einhverjar bækur fáist í „betri bókabúðum“. Flestir hjólbarðar koma frá Suð a ust­ ur­Asíu. Það sem skiptir máli er að dekkin séu heil og óslitin. Gæðin eru svipuð en verðið er samningsatriði. Þetta snýst um viðskiptasambönd. Ég veit að menn gera ýmislegt fyrir smáaurinn en að dreifa svona bulli yfir þjóðina er lélegt, sérstaklega ef þeir ættu að hafa eitthvert vit á dekkjum. Þá má ég til með að minnast á eina skondna auglýsinga­ her ferð sem var ekki komin til af góðu. Viðskiptin í skó ­ búðinni í Suðurveri, sem ég átti um skeið, höfðu verið nokkuð döpur um tíma og það voru nokkrir dagar í söluskatt sem á þeim tíma þurfti að skila inn 25. hvers mán aðar. Ég hafði séð í bandarísku skóblaði frétt um skóbúð sem keypti gamla skó upp í nýja. Því setti ég auglýsingu í Morgunblaðið og auglýsti að við keyptum gamla skó á 300 krónur parið sem gengi upp í nýja. Og viti menn, strax kl. 9.00 beið gamall maður við dyrnar og þegar hann fór hafði hann skilið eftir þrjú notuð pör og fór út með nýja inniskó. Stúlkunum mínum var brugðið og það kom tillaga um að loka búðinni. Við ákváðum samt að halda þetta út allan daginn, en við höfðum ekki tekið fram hve marga daga þetta myndi standa yfir. Svo fór að við höfðum tilboðið í gangi í þrjá daga og seldum vel. Margir karlmenn komu á gömlu skónum, keyptu skó á 3.000 krónur, fengu 10% afslátt, og voru alsælir. Best fannst mér samt þegar ég hitti einn af stórbissness­ mönnum Reykjavíkur niðri í Búnaðarbanka þar sem við vorum að skila af okkur bunk ­ um af viðskiptavíxlum er hann spurði mig: „Og hvað gerir þú svo við alla gömlu skóna?“ Það föttuðu augljóslega ekki allir trixið! Árni Þór Árnason. Höfundur greinar er stjórnarformaður Oxymap og fyrrverandi forstjóri Austurbakka. BúsáhaldaByltingunni stjórnað aF alþingismönnum Geir Jón Þórisson yfirlögreglu­þjónn sagði í þættinum Sprengi ­sandi á Bylgjunni að búsáhalda­ byltingunni 20. og 21. janúar 2009 hefði verið stýrt af nokkrum þingmönnum sem sátu inni á Alþingi. Geir Jón sagði að ljóst væri að í mótmælunum hefðu verið gerendur á sviðinu sem voru framarlega í stjórnmál um og væru enn í dag. Hann hefði reynt að tala við fólk sem stóð þeim næst og beðið um að þarna yrði tekið á málum. Níu lögreglumenn slös­ uðust í átökunum árið 2009 og ekki hefði munað miklu að allt færi á versta veg.Geir Jón Þórisson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.