Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Side 29

Frjáls verslun - 01.01.2012, Side 29
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 29 Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: EFNAHAGSMÁL þau hafa orðið Hið opinbera hefur sett fjöl margar reglur sem eiga að gæta almannahagsmuna og eru sumar þeirra lögbundnar. Til að framfylgja þessum reglum rekur hið opinbera margar eftir litsstofnanir. Þeirra á meðal má nefna Matvælastofnun, Umhverfisstofn un og Fjármála­ eftirlitið. Miklu fé er varið til þess ara stofnana. Samkvæmt fjár lögum 2012 lætur nærri að rekstrarkostnaður þessara þriggja stofnana sé um fjórir millj arðar króna samanlagt. Það hef ur því miður komið ítrekað í ljós að talsvert skortir á að stofnanirnar sinni eftirlits hlutverki sínu vel. Allir þekkja Fjármálaeftirlitið og hlut þess í svokölluðu banka­ hruni. Fyrir nokkru var upplýst að sorpbrennslur á nokkrum stöðum úti á landi hefðu árum saman dreift hættulegum eiturefnum yfir við komandi byggðir án þess að Um hverfisstofnun hreyfði hönd eða fót. Nýlega kom svo í ljós að Matvælastofnun, sem á að gæta þess að matvæli þau sem þjóðin neytir séu heilnæm, hafði þvert ofan í reglur ekki stöðvað notkun á menguðum áburði við mat­ vælaframleiðslu á Íslandi. Jafn­ framt hafði sama stofnun séð í gegnum fingur sér varðandi það að innlendur matvælaiðnaður notaði salt, sem ekki var ætlað til neyslu, til matvælaframleiðslu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir vaknar sú spurn­ ing hvað þessar stofnanir séu eig in lega að sýsla og hvort það svari kostnaði að reka þær fyrir al mannafé. Sú spurning hlýtur sömuleiðis að vakna hvort það væri ekki betra fyrirkomulag að skilgreina betur ábyrgð þeirra aðila sem brjóta reglur og valda fólki skaða að ósekju þannig að þeir ein staklingar og heimili sem telja sig verða fyrir tjóni af þeirra völd um eigi auðveldara með að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Ef sú væri raunin og viður­lögin sæmilega þung má ætla að þessir aðilar myndu gæta þess sjálfir að fara eftir reglunum og þjóðin gæti sparað sér rekstrarkostnaðinn við hinar opinberu eftirlitsstofnanir.“ Þjóðhagslegt gildi eftirlitsstofnana „Sam kvæmt fjár­ lög um 2012 lætur nærri að rekstr­ arkostnaður þessara þriggja stofn ana sé um fjórir millj arðar króna saman ­ lagt.“ Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Eignastýringu Landsbankans: ERLEND HLUTABRÉF Sigurður B. Stefánsson segir að eftir mikla lækk un alþjóðlegra hluta bréfa á síðari hluta ársins 2011 hafi hækkun tekið við frá síðustu vikum desember. Hlutabréf í Bandaríkjunum voru mun sterkari á síðustu mánuðum ársins 2011 en hlutabréf í kaup ­ höllum í Asíu og Evrópu en í Banda ríkjunum eru leiðandi at vinnu greinar alveg við að ná fyrra hágildi frá árinu 2011. Hlutabréfa verð í Asíu og Evrópu hefur svo tekið að hækka á fyrstu vikum ársins 2012. „Svo virðist sem alþjóðlegir fjár ­ festar hafi bægt frá sér áhyggjum af skuldavanda í Evrópu og víðar; litið hugsanlega þannig á að mál­ in hafi verið tekin föstum tökum jafnvel þótt langan tíma taki að lækka skuldir niður í eðlilegt horf. Hafa þarf í huga að hlutabréf lækkuðu mikið á síðari hluta árs­ ins 2011 og verð er því hagstætt í byrjun árs 2012. Auk þess eru vextir á skuldabréfum víða lágir, ekki síst í Bandaríkjunum, eftir mikla lækkun á árinu 2011. Of snemmt er að segja til um hvort lækkunarskeið á hlutabréfa markaði sem hófst á fyrri hluta ársins 2011 sé að fullu lokið. Til þess er staða hlutabréfa í Evrópu og Asíu ennþá of veik. Spár um hagvöxt á árinu 2012 hafa víða verið lækkaðar nokk­ uð. Í ljósi vísbendinga frá þeim kauphöllum sem sterkastar eru víða um heiminn eru horfur þó bjartari en þær voru fyrir fáeinum mánuðum.“ Bjartari horfur Dr. Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar hjá Háskólanum í Reykjavík: STJÓRNUNARHÆTTIR Þóranna Jónsdóttir segir að í litlum og meðalstór­um fyrirtækjum geti það verið mikill ávinn­ ingur að hafa í stjórninni hóp einstakl inga sem framkvæmda­ stjóri getur nýtt til að spegla hugmyndir og prófa tækifæri. „Stjórnin er ekki bara til þess fallin að hafa eftirlit – hún getur hjálpað fyrirtækjum til að gera hlutina ennþá betur og taka betri ákvarðanir og þá sérstaklega hvað varðar lítil fyrirtæki. Þegar stjórnarmenn eru valdir er þessu oft gefinn lítill gaumur, í litlum fyrirtækjum er gjarna litið á stjórn sem skyldu frekar en vettvang sem nýtist fyrirtæki til framdráttar, því eru stjórnir lítilla fyrirtækja oft frekar óvirkar.“ Þóranna segir að gott sé þá að huga að því hvers konar fólk gæti helst hjálpað fyrirtækinu að taka betri ákvarðanir. „Það þarf þó alls ekki að draga úr eftir­ litshlutverkinu þó að stjórnin gefi góð ráð; ég veit að margir hafa áhyggjur af því eftir hrunið að of mikil þátttaka stjórnarmanna í ákvörðunum geti verið til skaða. Ef stjórnendur undirbúa sig vel fyrir stjórnarfundi og nýta þá vel geta þeir náð góðum árangri. Það eru þá minni líkur á að þeir geri mistök og meiri líkur á að þeir taki ákvarðanir sem búið er að hugsa ofan í kjölinn.“ Stjórnir geta hjálpað „Stjórnin er ekki bara til þess fallin að hafa eftirlit. Hún getur hjálpað fyrirtækjum til að gera hlutina enn­ þá betur og taka betri ákvarðanir og þá sérstaklega hvað varðar lítil fyrirtæki.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.