Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 37
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 37 frá henni í tengslum við kjarasamningana. Ríkisstjórnin fann það út að besta leiðin væri að verða við þrýstingnum og lofa pakka sem Steingrímur J. Sigfússon sagði að myndi kosta ríkissjóð 60 milljarða króna á næstu þremur árum. Nýlega fundu verkalýðsforingjarnir það út að fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefðu svikið flest í loforða ­ pakkanum. Hugsunin með ríkispakkanum var sú að ríkið færi í stórfelld verkefni og fjár fest ­ ingar sem myndi blása mönnum kjark í brjóst og gefa einkageiranum sjálfstraust til að fara líka í framkvæmdir. Sá hagvöxtur sem næðist með aðgerðum ríkisstjórnar stæði undir umsömdum launahækkunum út samningstímabilið. Þrátt fyrir að SA og ASÍ segi stjórn ­völd hafa svikið gefin loforð taldi ASÍ enga ástæðu til að segja upp samningunum þar sem atvinnu rekend ­ ur hefðu staðið við sitt. Fram kom að ríkisstjórnin mætti hins vegar skammast sín fyrir svikin loforð – ekki væri hægt að taka mark á henni lengur. SA og ASÍ geta á vissan hátt verið reið út í ríkisvaldið af öðrum ástæðum. Í hruninu voru laun lækkuð víða í einkageiranum en ekki hjá ríkinu, þótt þar hafi verið dregið úr yfirvinnu líkt og á almennum vinnu ­ markaði. Ekki nóg með það. Launþegar á al menn­ um markaði, sem töpuðu stórfé í gegnum lífeyrissjóði sína í hruninu, þurfa líka að standa undir tapi lífeyrissjóðs ríkis starfs­ manna; LSR. steFNIr Í ÓeFNI veGNA verð- trYGGINGAr Miklar umræður hafa verið að undanförnu um það hvort hægt sé að færa verðtryggð lán niður um 200 milljarða og láta ríkissjóð og skattborgara taka þátt í þessu með einhverjum skyndilausnum. Hvað þýðir það? Jú, enn meiri skatt ­ heimtu, enn hærri óbeina skatta; enn meiri rýrn un á kaupmætti ráðstöfunartekna; enn meiri kröfur um hærri laun og enn meiri verðbólgu. Að vísu er Íbúðalánasjóður með ríkisábyrgð þannig að skattborgarar bera ábyrgð á þeim 650 milljörðum sem heimilin skulda Íbúðalánasjóði í verðtryggðum lánum. Það hefur verið mikil reiði innan at vinnu­ lífsins vegna þess að þau fyrirtæki sem skuld uðu mest og fóru óvarlega hafa risið upp, sterk sem aldrei fyrr eftir að hafa lent í höndunum á bönkum og kröfuhöfum sem hafa afskrifað lán þessara fyrirtækja. Nokkrum dögum eftir hrun lagði Frjáls verslun til að verðtryggingu lána yrði kippt tímabundið úr sambandi með nýjum neyðar lögum þar sem verðbólgugusa væri í pípunum og fyrirsjáanlegt að verðtryggð lán heimila og fyrirtækja myndu stór hækka. Ekki fékk þessi forvörn mikinn hljóm ­ grunn. Ef það hefði verið gert væru stjórn­ málamenn ekki núna að ræða það að lækka verðtryggð lán heimila um 200 milljarða; sem er dæmigerð „eftir á“­aðgerð. verðtrYGGð láN hAFA hækkAð Um 37% Frá 2008 Verðtryggð lán hafa hækkað um 37% frá byrj u n ársins 2008. Á sama tíma hefur launa vísitalan hækkað um 26%. Þetta sýnir að þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki hafi lækkað laun um 10% fyrstu mánuðina eftir hrun virðast þær launalækkanir hafa geng ­ ið til baka. Auk þess sem samið var um nýj ar launahækkanir síðastliðið vor. Hvers vegna ekki að aftengja verðtrygg­ inguna í stað þess að vera með endalausar töfralausnir eftir á til að vinda ofan af skulda stabbanum? Forystumenn verka ­ lýðs hreyfingarinnar og Samtaka atvinnu ­ lífsins vilja ekki afnema verð trygg inguna og hafa m.a. vísað til þess að verja þurfi lífeyrissjóðakerfið. Verðbólgan bítur í skottið á sér með verð ­ tryggingunni sem hækkar skuldir launþega og dregur úr kaupmætti ráðstöfunartekna þeirra, sem aftur verður til þess að þeir fara fram á hærri laun. Ríkisstjórnin hefði átt að aftengja verð ­ trygg inguna a.m.k. tímabundið þegar hún markaði sér þá stefnu að hækka skatta og opinberar álögur sem hafa komið fram í vöruverði; eins og bensíni, víni og tóbaki – stuðlað að verð bólgu og hækkun lána. Stundum er sagt að verðtryggingin sé ekki vandamál heldur verðbólgan. En þeg ar verðbólgan næst ekki niður og menn bæta sig ekki í hagstjórninni og gera verð bólgusamninga af gamla skólanum er verðtryggingin vandamál. Verðtryggingin er í verðbólgu sami vand ­ inn fyrir skuldara og verðbólgan var fyrir sparifjáreigendur fyrir tíma verð trygg ing ­ arinnar. Skuldarar búa við verð bólgutap en áður voru það spari fjár eig end ur. Við eltumst við skottið á okkur. Í dýpstu kreppu lýðveldisins hækkum við laun svo færri fái vinnu, kyndum undir verðbólgu, höfum verðtryggingu, hækkum skatta og álögur á atvinnulífið sem aftur beinir því beint út í verðlagið, sem aftur rýrir kaup mátt ráðstöfunartekna, sem aftur kallar á launakröfur. Þetta er hringdans Munkhásen minnir á sig. Hvers vegna? Munkhásen barón sagðist hafa togað sig upp á hárinu með góðum árangri. hvers vegna reynum við að toga okkur upp úr kreppunni með skatta hækkunum á atvinnulífið og gerum það veikara fyrir? hvers vegna reynum við að toga okkur upp úr kreppunni með því að hækka laun í hagkerfi sem hefur skroppið saman um 11% og gerum atvinnulífið veikara? þegar hagkerfi skreppur saman um 11% þá er meiri þörf á að lækka laun en hækka þau. hvaða ný stjórnunarfræði eru það að launahækkanir og dýrara vinnu­ afl skapi ný störf og slái á atvinnu­ leysi? hvers vegna vill launþegahreyf­ ing in ekki verðtrygginguna í burtu en hún hrifsar allar launahækkanir skuldamegin, gerir skuldugan launa manninn verr settan og býr til slagorðið: hærri laun – minni eignir – verri staða. hvaða snilld var það að snúa af leið þjóðarsáttarsamninga? hag ­ vöxturinn stækkar kökuna og getur einn greitt launahækkanir. hvers vegna eykur ríkið álögur á atvinnulífið þegar 94% þjóðarinnar segja að atvinnulífið sé undirstaða velmegunar í landinu? atvinnuvegir eru missterkir til að taka á sig launahækkanir. stóriðjan getur greitt hærri laun en verslunin. samt eru gerðir heildarsamningar. í 11% hruni hagkerfisins hefur verðtryggingin hækkað verðtryggð lán heimilanna um 37% frá byrjun ársins 2008 og laun á sama tíma um 26%. það er enn djúp kreppa með 7 til 8% atvinnuleysi og mesta fólksflótta í yfir hundrað ár. hvers vegna ekki að rjúfa vítahringinn? það er kreppuverðbólga á íslandi; það sem í hagfræðinni heitir „stagfla tion“. kreppa og verðbólga á sama tíma. hækkar þú laun við þessar aðstæður? hvers vegna á ríkið að koma að samningum sa og así með pakka upp á 60 milljarða? hvers vegna eiga skattborgarar að greiða niður verðtryggð lán skuldara upp á 200 milljarða? Launahækkun eins forstjóra skiptir engu máli; ein og sér. hún er hins vegar mjög slæm fyrirmynd. Launa hækkun alls markaðarins skiptir miklu máli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.