Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 43

Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 43
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 43 verkAlýðs­ hreyfing í vAndA? „Það er hægt og sígandi verið að draga okkur aftur til áranna fyrir þjóðarsátt 1990. Stjórnvöld verða að koma þarna að málum.“ Þegar spurt er hvað stjórnvöld geti gert til að hækka gengið er hins vegar fátt um svör annað en að kasta krónunni. Gylfi vill annan gjaldmiðil en krónuna, sem hann segir vera í klessu. Upptaka evru er að hans mati ein lausn á vandanum sem skapast vegna veikrar stöðu krónunnar. Vilhjálmur vill að gengið verði fram af miklu meiri hörku í kjarabaráttunni. Hann segir að málflutningur ASÍ og Samtaka atvinnulífsins sé oft ótrúlega líkur – sama ræðan hjá hvorum tveggja, sérstaklega þegar kemur að gagnrýni á ríkisstjórnina. „Forystumenn bæði ASÍ og SA gjamma framan í ríkisstjórnina en enginn hugur býr að baki, ekki einu sinni þótt stjórnin standi augljóslega ekki við sín loforð,“ segir Vilhjálmur og grunar að forysta ASÍ sé of nátengd stjórnarflokkunum. hættA á vÍxlverkUNUm Spjót allra beinast þannig að ríkisstjórninni en Stefán Einar er ekki sammála Vilhjálmi um harðari launabaráttu. „Við eigum alltaf á hættu að lenda í víxl­ verkum launa og verðlags,“ segir Stef án Einar. „Það höfum við reynt áður og það fást engar kjarabætur út úr verð bólgu ­ skrúfu.“ Það hljómar því undarlega að forseti ASÍ og formaður VR tala á svipuðum nót um í kjarabaráttunni. Einu sinni var Verslunarmannafélagi Reykjavíkur – forvera VR – haldið utan við ASÍ af póli ­ tísk um ástæðum. Verkalýðurinn átti ekki samleið með verslunarfólki, sem þótti hallt undir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er hluti af sögu verkalýðshreyfi ng ­ arinnar. Gylfi Arnbjörnsson segir að átökin standi ekki um einstaka stjórnmálaflokka heldur hvort hreyfingin eigi að vera sértæk eða stuðla að samstöðu. „Okkar leið er samstaða því við viljum forðast víxlverkanir launa og verðlags,“ segir Gylfi. „Þessi leið er ekki eins umdeild innan hreyfingar og ætla mætti. Síðustu kjarasamningar voru samþykktir með 92% atkvæða. En það eru menn á móti og þar á meðal Vilhjálmur Birgisson.“ báðUm meGIN vIð bOrðIð Stefán Einar segir að átakalínurnar séu skýrar og þær komi fram í misvæg inu milli innlendrar þjónustu og útflutn ings. „Það hafa alltaf verið átök í verkalýðs hreyfi ng­ unni og ekki meiri nú en áður,“ segir Stefán Einar. Vilhjálmur er ekki sammála því að ólík staða atvinnugreina skýri allt sem tekist er á um innann Verkalýðshreyfingarinnar. Hann bendir líka á að hreyfingin sé stór fjárfestir í gegnum lífeyrissjóðina. Þetta er gagnrýni sem er óháð því sem tapast hefur á þessum fjárfestingum við hrun bankanna haustið 2008. Hagsmunir verkalýðshreyfingar og fyrirtækjanna mætast vegna þess að lífeyrissjóðirnir eru stórir fjárfestar og stöðug krafa um að þeir leggi fé í atvinnuuppbyggingu. „Verkalýðshreyfingin á mikilla hagsmuna að gæta í fyrirtækjunum gegnum áhrif sín í lífeyrissjóðunum,“ segir Vilhjálmur. „Þarna liggja mikil völd og forystumenn í verkalýðshreyfingunni sitja nánast báð um megin við borðið þegar kemur að kjara ­ samn ingum.“ lÍtIl teNGsl Í reYND Gylfi Arnbjörnsson segir að verkalýðs­ hreyfi ngin verði líka að hugsa um þarfir atvinnulífsins og stuðla að nýsköpun og uppbyggingu. Það hafi verið gert alveg frá því lífeyrissjóðakerfið varð til árið 1969. En hann vísar því á bug að þetta hafi áhrif á kröfugerð í samningum. „Það eru 27 fulltrúar frá verkalýðshreyf­ ingunni í stjórnum lífeyris sjóðanna. Kröfur í kjarasamningum eru settar fram af 5.000 trúnaðarmönnum í verkalýðsfélögunum. Þeir taka ekki við skipunum frá þessum fáu stjórnar mönn um,“ segir Gylfi. Vilhjálmur hefur lagt til að tengslin milli verkalýðsforystu og lífeyrissjóða verði rofin með beinum kosningum í stjórnir sjóðanna. „Það er fullt af hæfu fólki sem getur tekið ákvarðanir um fjárfestingar sjóðanna. Núna eru of mikil völd á fárra höndum í sjóðunum og hagsmunir of samtvinnaðir,“ segir Vilhjálmur. Tillaga um beina kosningu hefur ekki náð fram að ganga innan hreyfingarinnar og mætir þar andstöðu, til dæmis frá VR. Ekki heldur þar er fólkið í Húsi verslunarinnar sammála þeim á Akranesi. lANGtÍmAFJárFestIr „Ég spyr: Hvernig á að standa að beinni kosningu? Á vægi atkvæða að ráðast af eign hvers og eins í sjóðunum eða eiga öll atkvæði að vega jafnt? Þetta er óleyst vandamál og þau eru fleiri,“ segir Stefán Einar. „Það er líka vandi sem fylgir beinni kosningu að það er hægt að lofa mikilli ávöxtun til að komast að. Þá gleymist að fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru langtíma­ fjárfestingar. Þarna gildir þolinmæðin. Þetta er langhlaup,“ segir Stefán Einar og óttast að fjárfestingastefna sjóðanna verði lýðskrumi að bráð. „Hitt er annað mál að aðgengi að upplýsingum um sjóðina er ekki nógu gott. Það mætti bæta en hreyfingin á ekki að vera hrædd við að beita áhrifum sínum í gegnum sjóðina,“ segir Stefán Einar. Gylfi Arnbjörnsson sér ekki heldur kosti við beina kosningu og minni tengsl líf­ eyrissjóða og atvinnulífs. „Það er eðlilegt að hreyfingin vinni út frá þörfum atvinnu ­ lífsins. Það er atvinnulífið sem þarf að standa undir bættum launakjörum,“ segir Gylfi. Stefán Einar Stef áns ­ son, formaður VR: „Ég er fylgjandi því að taka upp síðustu samninga og strika það út sem stjórnin lofaði.“ Vilhjálmur Birgis son, formaður Verka lýðs ­ félags Akraness: „Það er fullt af hæfu fólki sem getur tek ­ ið ákvarðanir um fjárfestingar sjóð ­ anna.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.