Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 58

Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 58
58 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 n á sama tíma og ástandið var heldur óvinveitt fjárfestum hefur Skúli Mogensen komið eins og storm­ sveipur inn í ís lenskt viðskiptalíf og með reglulegu millibili er greint frá fjár ­ fest ingum hans í nýjum félögum. Er svo kom ið að hann er helsti áhættufjárfestir lands ins og tekur gjarnan að sér verkefni sem aðrir treysta sér ekki til eins og átti við um tölvumyndafyrirtækið Caoz. Þar kom Skúli inn þegar aðra hluthafa þraut örendi og tryggði um leið fjármögnun á myndinni um hamar Þórs. Margt bendir til þess að ekki hefði verið unnt að ljúka gerð myndarinnar ef Skúli hefði ekki komið inn ásamt félögum sínum úr útrásarævintýri Oz. Engum blöðum er um það að fletta að þau bönd sem hnýttust í Oz eru sterk og margir af áhugaverðustu frumkvöðlum landsins og fjárfestum tengjast félaginu með einum eða öðrum hætti. Skúli hvarf sem kunnugt er með eftir­hreytur ævintýrafyrirtækisins Oz úr landi þegar það var lagt niður árið 2002 eftir að Landsbankinn hafði tekið starfsemi þess yfir. Nokkrum árum síðar var félagið kom ið í hagnað í Kanada og síðan selt fyrir metfé til Nokia árið 2008. Hin mikla breyt ing sem varð á Oz skýrist hugsanlega best á því að árið 2002 voru starfsmenn félagsins komnir niður í 20 og veltan aðeins um hálf milljón Bandaríkjadala. Þegar félagið var selt sex árum síðar til Nokia störf uðu rúmlega 200 manns hjá félaginu og veltan komin yfir 35 milljónir dala. Jafn ­ framt hafði Oz tekist að fá inn rúmlega 60 milljónir dala í áhættufjármögnun frá stór um áhættusjóðum (e. venture capital) í Norður­Ameríku og víðar. Þar má nefna Vantage Point­sjóðinn í Bandaríkjunum, kanadíska fjárfesta eins og CDP og evrópska eins og T­Mobile Ventures. Skúli segir að án þessa áhættufjármagns hefði félag inu aldrei tekist að snúa við blaðinu eins og raunin varð. En um leið og salan var um garð gengin hóf Skúli að skipuleggja endurkomu sína inn í íslenskt viðskiptalíf og hóf undir bún ­ ing að stofnun fjárfestingafélags sem fékk nafnið Títan, sem er reyndar ekki ókunnugt í íslenskri viðskiptasögu. Stórskáldið Einar Benediktsson skírði fossafélag sitt þessu nafni og svo má geta þess að tunglið Títan, sem sveimar um Satúrnus, er drauma stað­ ur stjörnulíffræðinga! Fjárfestingafélagið Títan tók til starfa hér á landi 1. október 2009. Sama kvöld sat Skúli og hlustaði á Kastljósþátt þar sem Stein grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tilkynnti að það ætti að hækka skatta upp úr öllu valdi, ekki síst fjármagnstekjuskatta. Tveimur dögum seinna, þegar Skúli var að keyra í vinnuna, var skollinn á blindbylur. Hann játaði á opnum fyrirlestri, sem hann hélt skömmu seinna, að þá hefði hann hugsað með sér því í ósköpunum hann væri að koma hingað á „klakann“, eins óvistlegur og hann virtist vera. En Skúli segist hafa litið svo á að hér á landi leynd­ ust margvísleg tækifæri. Við sama tilefni benti hann á að Steve Jobs, stofnandi Apple, hefði áður orðið að þola útskúfun og fyrirlitningu en væri nú dáður af öll­ um. Apple hefði verið nálægt gjaldþroti og honum hefði verið hent út þaðan. „Síðan snýr hann aftur og nær frábærri endur ­ komu,“ sagði Skúli við fundarmenn og bætti við á ensku: „What doesn’t kill you makes you stronger,“ og brýndi um leið fyrir fundarmönnum að landsmenn yrðu að fara úr þeirri neikvæðu umræðu sem hér virtist stýra öllu. Það er ekki víst að hon um hafi orðið að ósk sinni en af orð um hans má ráða að fyrir hann skipti endur koman talsverðu máli. Skipbrot fyrri tíma var ekki það sem Skúli vildi láta minnast sín fyrir. Vesturvíkingur og austurvíkingur Skúli stundaði nám í heimspeki við Háskól­ ann í Reykjavík árin 1989 til 1991 en var aug ljóslega með hugann annars staðar. Einn hans nánasti vinur var Björgólfur Thor Björg ólfsson og saman stóðu þeir fyrir rekstri skemmtistaðanna Hótels Borgar og Tunglsins í Lækjargötu og voru áberandi í skemmtanalífi Reykjavíkur. Um svipað leyti er Skúli kominn í rekstur með Guðjóni Má Guðjónssyni og fleirum og saman stofna þeir fyrirtækið Oz, sama ár og Skúli lýkur skammvinnu háskólanámi sínu. Einn viðmælenda benti á áhugaverðar sam ­ lík ingar í ferli þeirra Skúla og Björgólfs Thors en báðir enduðu þeir á að sækja frama sinn til útlanda; Björgólfur Thor fór í austurvíking og Skúli í vesturvíking til Kanada. Um svipað leyti og Björgólfur Thor er að huga að endurkomu sinni í íslenskt viðskiptalíf er Skúli, sem er árinu yngri, að huga að útgöngu sinni. Fyrir grá ­ glettni örlaganna er Björgólfur Thor orð ­ inn ráðandi hluthafi í Landsbankanum þegar Skúli kaupir þaðan þrotabú Oz. Sá sem útbjó pappírana var síðan Steinþór Baldursson sem síðar starfaði hjá Vestia. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi sala á rekstri Oz sé tortryggileg – í raun hefði Skúla verið í lófa lagið að fara með lykilmenn til Kanada og hefja rekstur þar. Í ljósi aðstæðna var því ekki mikið verðmæti í þrotabúi Oz á þessum tíma þótt Skúla tæk ist að gera verðmæti úr því. Sú saga er þrálát að Björgólfur Thor hafi átt hlut í „Einn hans nánasti vinur var Björgólfur Thor Björg ólfsson og saman stóðu þeir fyrir rekstri skemmtistaðanna Hótels Borgar og Tunglsins í Lækjargötu og voru áberandi í skemmtanalífi Reykjavíkur.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.