Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 66

Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 66
66 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 arar, hafa gott úthald í langan tíma.“ Þær telja bestan árangur nást þegar fólk er ekki aðeins ánægt og duglegt, heldur helgar sig starfinu og því að byggja upp til framtíðar. Spreitzer og Porath nefna fjögur atriði sem fyrirtæki geta lagt áherslu á til að auka ham­ ingju og ná auknum árangri. Til að tryggja árangur þurfa öll fjögur atriðin að vinna saman. Þessi atriði eru ekki flókin og þarfnast ekki mikilla fjárfestinga. Stjórnendur þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að leiða og hvetja fremur en að skipa og gagnrýna. Í fyrsta lagi að gefa fólki tækifæri til að taka ákvarðanir um það sem snýr að þeirra starfi og leysa sjálft úr málum. Í öðru lagi að fá og geta deilt upplýsingum. Án upplý singa verða störfin flest leiðigjörn og veita lítinn inn­ blástur. Í þriðja lagi heiðarleg framkoma. Illt umtal, niðurlægj­ andi framkoma og óheilindi hvers konar draga verulega úr afköstum og gæðum vinnunn­ ar hjá þeim sem upplifa slíkt. Í fjórða lagi að veita endurgjöf. Endurgjöf felur ekki aðeins í sér viðurkenningu heldur skapar einnig tækifæri til lærdóms og þróunar. Ef endurgjöf er veitt jafnóðum og beint til viðkomandi hefur hún meiri áhrif. jákvæð greind Shawn Achor ritar stutta en inni­ haldsríka grein undir fyrirsögn­ inni Jákvæð greind (e. Positive Intelligence). Hann fjallar um það hvernig algengara er að við lítum á að árangur sé forsenda þess að við séum hamingjusöm, fremur en að hamingjan sé for senda fyrir árangri. Hann segir frá því að í samanburðar­ rannsókn þar sem bornar voru saman 225 rannsóknir á ham­ ingju og árangri hafi komið í ljós að fylgni er milli hamingju og árangurs. Því meiri hamingja því meiri árangur. Hann bendir einn ig á að algengur misskilningur sé að hamingja okkar ráðist af erfðum og umhverfi okkar, eða blöndu af hvoru tveggja. Vissu­ lega hefur hvort tveggja áhrif en það ræður þó ekki mestu um það hversu hamingjusöm við erum. Þær venjur sem þú temur þér, hvernig þú kemur fram við vinnufélagana, hvernig þú tekst á við streitu, allt þetta getur þú haft áhrif á til að auka hamingjuna og líkur á góðum árangri. Með því að beina hugs unum sínum meðvitað frem ur að jákvæðum hlutum en nei kvæðum, leggja áherslu á hjálp semi og góð samskipti við sam starfsfólkið og með því að ná tökum á neikvæðum áhrifum streitu eykurðu líkur á góðum árangri. Máli sínu til stuðnings vitnar Achor meðal annars í rann sókn þar sem sýnt var fram á að þeir sem lögðu áherslu á að hjálpa samstarfsfólki sínu voru 40% líklegri til að fá stöðu­ hækkun en þeir sem gerðu það ekki. saga hamingjunnar Síðustu greinina, Sögu hamingj­ unnar (e. The History of Happi­ ness), ritar Peter N. Stearns. Hann fjallar um hvernig leitin að hamingjunni hefur mótað bæði vestræna menningu og efnahag og hversu ólíkum aug um mismunandi menningarheim ar líta það hvernig við tjáum líðan okkar og tilfinningar. Bæði trúarbrögð og hörmungar hafa mótað viðhorfin í gegnum tíðina og almenn þróun til bættra lífskjara og lífsgæða hefur almennt gert okkur það auðveldara að brosa og vera hamingjusöm. Þessi þróun hefur haft áhrif á samskipti bæði á vinnu stöðum og heimilum og einnig á upp­ eldi barna. Stearns velt ir upp bæði jákvæðum og neikvæðum hliðum þessarar þróunar. Hann leggur áherslu á að við tökum ekki núverandi aðstæður okkar sem gefnar og að menning mótist oftar en ekki af valkostum. Nýir valkostir geti haft breytingar í för með sér. Hann varar líka við því að lögð sé ofuráhersla á að vera hamingjusamur þar sem það geti aukið á óhamingju þeirra sem ekki njóta ham ingj­ unn ar og fólk fari fremur í felur með óhamingju sína. Shawn Achor bendir einnig á að algengur misskilningur sé að hamingja okk- ar ráðist af erfðum og umhverfi okkar, eða blöndu af hvoru tveggja. Shawn Achor. Stearnes varar við því að lögð sé ofur - áhersla á að vera hamingju sam ur þar sem það geti aukið á óhamingju þeirra sem ekki njóta ham- ingjunnar. Peter N. Stearns. Allar eru þessar greinar athyglisverðar hver á sinn hátt og umræðan í heild varpar ljósi á það hvernig við getum einungis með jákvæðu hugarfari og viðhorfum haft umtalsverð áhrif á árangur. Á þeim tímum sem við nú lifum þar sem þröngt er um fjármagn og tækifæri kunna að virðast fá má því leiða líkum að því að hamingjan gæti verið vannýtt auðlind.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.