Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 51
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 51 eiNkeNNiN Í byrjun er það einstaklingurinn sem sýnir einkenni. Þau geta verið fjölmörg og flókin, líkam­ leg, vitræn og tilfinningaleg. Nokkur eru talin upp í töflunni hér til hliðar. Takið sérstaklega eftir minnkandi vitrænu atgervi. Ekki gott. Áhrif á vinnuumhverfi eru mjög neikvæð. Þeir sem eru að sigla inn í starfskulnun hafa lam andi áhrif á samstarfsmenn, andrúmsloft verður neikvætt, ákvarðanir frestast eða eru ekki teknar, það dregur úr afköstum, tortryggni og úlfúð þróast. The best and the brightest. Nú kynnu einhverjir að halda að það séu „veiku hlekkirnir“ í starfs mannakeðjunni sem klikka. Nei, þvert á móti. Það eru hinir kappsfullu, markmiðs­ sæknu, 24/7­„stjörnurnar“ í liðinu sem eru í áhættuhópnum. Dýrmætustu starfsmennirnir. Orsakir iNNaN fyrirtækisiNs Þó að einkennin komi fyrst fram í einstaklingum er það oftast eitthvað í skipulagi, ferlum eða samskiptum sem virkar ekki. Þetta getur síðan spilað inn í persónuleika einstaklinga og teymisanda. lausnir Að sjálfsögðu er nauðsyn­ legt fyrir suma einstaklinga að leita sér sérfræðiaðstoð­ ar ef illa fer. En stjórnendur eru oft lengi að átta sig á að það þarf að byrja á fyrirtækinu sjálfu. En hvar? Straumlínulagið hlutverk, kröfur, framsal verkefna og upplýsingamiðlun. Tryggið að allir þekki hlut­ verk sitt, verkefnin, mörkin og samvinnufleti. Gefið starfinu aukna þýð­ ingu fyrir alla. Hver og einn skiptir máli. Finnið út hvaða hvatar virka fyrir hverja. Það virkar ekki eitt á alla. Meiri þjálfun í starfi, sí­ menntun og þátttaka í um ­ bótastarfi er hvetjandi. Endurskoðið og eflið heilsu ­ stefnu fyrirtækisins. Leggið áherslu á að allir séu með. Umbunið fyrir góða fram­ mistöðu. Hrósið þegar við á, strax. Auðvitað verður alltaf álag. Annars er ekkert að gerast. En styðjið aðra í að finna rétt jafnvægi milli álags og hvíldar. Sýnið fordæmi. Skapið heil­ brigt jafnvægi milli vinnu og einkalífs. innri menning Þetta er dálítið slitið hugtak, en með því að sinna þessu vel hefurðu stöðugt áhrif á heildina. Jákvæð framtíðarsýn er ekki bara búin til í nefnd og sett á innra netið. Hún er unnin með þátttöku sem flestra og hluti af daglegu vinnuumhverfi. Og stöðugt í endurskoðun. Upplýsingamiðlun þarf að vera virk. Áhöfn á skipi þarf að vita hvert er stefnt, við hvað þurfi að kljást og hvernig. Það sama á við um þinn vinnustað. Samstaða kemur ekki af sjálfu sér. Stjórnandi er eins og þjálfari í úrvalsdeildinni; hann heldur hópnum saman og hámarkar getu hvers og eins, sem og hópsins. Leggðu áherslu á gleðina í hinni daglegu baráttu. Hún auðveldar lausnir, eykur traust og virðingu. Það er gott ráð fyrir stjórnendur að hafa gátlista með þess um eða svipuðum atriðum í tölvunni til að vita að þess ir sjálfsögðu hlutir séu í lagi, alltaf. Ekki bara þegar brunalykt er komin. Þetta er ekki síður mikilvægt en að skipta um olíu á bílnum, hafa nóg loft í dekkjum og eldsneyti á tankinum. Grípið augna blikið og gangi ykkur vel! „Sýnið fordæmi. Skapið heil brigt jafn­ vægi milli vinnu og einkalífs.“ NOKKRIR ÁHÆTTUÞÆTTIR NOKKRIR ÁHÆTTUÞÆTTIR Einstaklingurinn Óraunhæfar innri kröfur Fullkomnunarárátta „Ómissandi“ Krónísk streita Skipulag Óljós hlutverk og verkefni Lítið um hrós og umbun Árekstrar milli manna og deilda sem ekki eru leystir Einelti Menningin Fjarlægir yfirmenn Óraunhæfar kröfur Stöðugar umbreytingar STaRFSKULNUN LÍKaMLEG Ofurþreyta Orkuleysi Svefnleysi Bæklað ónæmiskerfi, með alls kyns kvillum aNDLEG Gremja og reiði Kvíði og vonleysi Kaldhæðni og sektarkennd á víxl Sjálfsmat í botni, „búin(n) á’ðí“ Vinnukvíði VITRÆN Verri einbeiting Minnistruflanir Rökhugsun ómarkvissari Ákvarðanatökur erfiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.